Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Eiður Þór Árnason skrifar 12. ágúst 2024 17:32 Tölvuteikning af fyrirhuguðum virkjanakosti. Landsvirkjun Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. Í framhaldi af afgreiðslu virkjanaleyfisins hyggst Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra. Í júlí gengu Landsnet og Landsvirkjun frá samningi um að tengja fyrirhugað vindorkuver inn á raforkuflutningskerfið. Var sá samningur forsenda fyrir afgreiðslu Orkustofunar á virkjunarleyfi. Kort af leyfissvæðinu.Orkustofnun Nú er svo unnið að því að klára samning um lands- og vindorkuréttindi við ríkið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vindorkuvinnslan við Búrfellslund var sett í nýtingarflokk rammaáætlunar árið 2022 og gera áætlanir Landsvirkjunar fyrir því að vindmyllurnar verði farnar að skila rafmagni inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026. Landsvirkjun auglýsti útboð fyrir vindmyllurnar sem þar á að reisa snemma á þessu ári. „Jarðtæknirannsóknir sem hófust í vor hafa gengið vel og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í haust. Allur undirbúningur hefur því gengið að óskum,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar. Skeiða- og Gnúpverjahreppur mótmælti umsókninni Fram kemur í gögnum Orkustofnunar að umsögn hafi borist um virkjanaleyfisumsóknina frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirætlununum var mótmælt. Í umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps var því haldið fram að stjórnvöldum væri óheimilt að veita leyfi fyrir virkjunarkostinum, þar sem sveitarfélagið hafði tilkynnt Skipulagsstofnun um frestun ákvörðunar um landnotkun á grundvelli laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Var það mat sveitarfélagsins að fara bæri með virkjunarkostinn sem hann væri í biðflokki samkvæmt ákvæði laganna, en ekki nýtingaflokki. Landsvirkjun og Orkustofnun voru ósammála þessari túlkun og var leyfið því afgreitt. Að sögn Orkustofnunar eru ekki neinar áætlanir um landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir umræddan virkjunarkost og þar af leiðandi engar skipulagsáætlanir á vegum sveitarfélagsins vegna virkjunarinnar nauðsynlegar. Tilhögun Búrfellslundar hafi verið breytt með þingsályktun og umsókn Landsvirkjunar um virkjunarkostinn byggi á tilhögun sem sé að öllu leyti innan Rangárþings ytra. Landsvirkjun Orkumál Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Í framhaldi af afgreiðslu virkjanaleyfisins hyggst Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra. Í júlí gengu Landsnet og Landsvirkjun frá samningi um að tengja fyrirhugað vindorkuver inn á raforkuflutningskerfið. Var sá samningur forsenda fyrir afgreiðslu Orkustofunar á virkjunarleyfi. Kort af leyfissvæðinu.Orkustofnun Nú er svo unnið að því að klára samning um lands- og vindorkuréttindi við ríkið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vindorkuvinnslan við Búrfellslund var sett í nýtingarflokk rammaáætlunar árið 2022 og gera áætlanir Landsvirkjunar fyrir því að vindmyllurnar verði farnar að skila rafmagni inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026. Landsvirkjun auglýsti útboð fyrir vindmyllurnar sem þar á að reisa snemma á þessu ári. „Jarðtæknirannsóknir sem hófust í vor hafa gengið vel og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í haust. Allur undirbúningur hefur því gengið að óskum,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar. Skeiða- og Gnúpverjahreppur mótmælti umsókninni Fram kemur í gögnum Orkustofnunar að umsögn hafi borist um virkjanaleyfisumsóknina frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirætlununum var mótmælt. Í umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps var því haldið fram að stjórnvöldum væri óheimilt að veita leyfi fyrir virkjunarkostinum, þar sem sveitarfélagið hafði tilkynnt Skipulagsstofnun um frestun ákvörðunar um landnotkun á grundvelli laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Var það mat sveitarfélagsins að fara bæri með virkjunarkostinn sem hann væri í biðflokki samkvæmt ákvæði laganna, en ekki nýtingaflokki. Landsvirkjun og Orkustofnun voru ósammála þessari túlkun og var leyfið því afgreitt. Að sögn Orkustofnunar eru ekki neinar áætlanir um landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir umræddan virkjunarkost og þar af leiðandi engar skipulagsáætlanir á vegum sveitarfélagsins vegna virkjunarinnar nauðsynlegar. Tilhögun Búrfellslundar hafi verið breytt með þingsályktun og umsókn Landsvirkjunar um virkjunarkostinn byggi á tilhögun sem sé að öllu leyti innan Rangárþings ytra.
Landsvirkjun Orkumál Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42
Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22