Leitin að sjálfum sér Erna Bjarnadóttir skrifar 12. ágúst 2024 14:00 Í liðinni viku birti Viðskiptaráð frá sér úttekt „…á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda“. Í texta fréttar um úttektina á heimasíðu Viðskiptaráðs fylgir síðan eftirfarandi alhæfing. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli.“ Samkvæmt vísitölu neysluverðs í júlí 2024 námu útgjöld til kaupa á mat- og drykkjarvörum 14,97% af heildarútgjöldum heimilanna. Matvörur einar og sér námu 13,52% útgjaldanna. En stór hluti þessara útgjalda fer til kaupa á vörum sem enga tolla bera. Brauð og kornmeti nema 2,11% útgjalda, fiskur 0,77%, ávextir 0,97 og sykur, súkkulaði og sælgæti 1,45% og aðrar matvörur 1,73%. Samtals 7,03% eða 52% útgjalda til kaupa á matvöru. Til viðbótar þá er grænmeti (1,27%) án tolla stóran hluta ársins. Einnig er allt feitmeti annað en smjör án tolla en sá liður nemur samtals 0,34% heildarútgjalda heimilanna. Hvernig skýrir Viðskiptaráð þá að hlutfallslegt verðlag á brauði og kornvörum hærra hér á landi en í öllum löndum ESB samkvæmt úttekt Eurostat frá því í júní sl.? Matvörur í heild sinni eru líka dýrari hér en í nokkru landi innan ESB þrátt fyrir að meiri hluti matvara mælt á útgjalda grunni sé hér fluttur inn án tolla. „Háar tekjur leiða beinlínis til hás verðlags“ Fyrirsögnin hér að ofan er fengin beint úr milli fyrirsögn í samantekt Viðskiptaráðs frá 27. janúar 2021. Þar komst ráðið að þeirri niðurstöðu að hátt launastig leiddi til hás verðlags og birti línurit sem sýndi þetta samband glöggt máli sínu til stuðnings. Á þeim þremur og hálfu ári sem síðan eru liðin hefur launavísitalan hér á landi hækkað um 29,2%. Svo áfram sé vitnað í Viðskiptaráð þá segir enn fremur í fyrrnefndri samantekt. „Ísland er vissulega dýrt en tekjurnar eru líka með þeim hæstu svo að kaupmáttur var sá fjórði mesti í Evrópu árið 2019.“ „Allt að 43% lægra matvöruverð án tolla“ Viðskiptaráð valdi að kynna úttekt sína nú með þessari fyrirsögn. Þó ráðið telji sig geta tilgreint einstakar vörur sem þetta getur átt við (engin tilraun er gerð til að fjalla um hvernig fyrirtæki í virðiskeðjunni ákveða álagningu sína, sem nokkuð örugglega er ekki föst prósenta), þá getur þetta ekki átt við flokkinn matvörur í heild sinni eins og einhver gæti ályktað af svona framsetningu. Það verður því að teljast býsna bratt fram farið að setja málið svona fram. Hvernig er verðlag á tollfrjálsum varningi á Íslandi? Þegar búið er að fara fram með fullyrðingum um verðbreytingar á vörum við afnám tolla, verður að gera þá kröfu að Viðskiptaráð útskýri verðlagningu á Íslandi í víðara samhengi. Í fyrrnefndri samantekt Viðskiptaráðs frá því í janúar 2021 segir að kaupmáttur sé „…mikill þvert á meginþorra vöru og þjónustu.“ Eurostat birtir reglulega niðurstöður á athugun á hlutfallslegu verðlagi vöru og þjónustu milli landi. Í júní sl. birtust niðurstöður samanburðar á verðlagi í 36 löndum, 27 ESB löndum, þremur EFTA-löndum og 6 löndum sem sótt hafa um aðild að ESB (Tyrklandi, Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi, Bosníu og Hersegóvínu og Norður-Makedóníu). Úr þessari samantekt má lesa um hvar Ísland raðast í sæti í hópi þessara ríkja eftir hlutfallslegu verðlagi. Eftirfarandi tafla sýnir þetta. Vöruflokkur/þjónusta: Matur og drykkjarvörur 2 Áfengi og tóbak 1 Föt 2 Skór 2 Húsgögn 3 Eldhúsraftæki 3 Raftæki 1 Bílar, mótorhjól og önnur farartæki 2 Almenningssamgöngur og flutningar 1 Póstur og sími 3 Hótel og veitingastaðir 2 Vindmyllur Viðskiptaráðs Ísland skipar 2. sæti í flokknum mat og drykkjarvörum. Aðeins í Sviss eru matvörur hlutfallslega dýrari en hér á landi. En ef tollar á matvörur eru orsök þessa, hverju er þá til að svara í öðrum flokkum vara sem allar eru fluttar inn án tolla og Ísland skipar í þessari úttekt ýmsit annað eða jafnvel fyrsta sæti? Af hverju eru raftæki dýrust á Íslandi og liðurinn föt og skór sem og eldhúsraftæki næst dýrust. Föt eru dýrari en hér á landi í Sviss og skór í Danmörku. Eldhúsraftæki eru hlutfallslega dýrust í Albaníu og á Möltu. Húsgögn eru svo dýrari á Möltu og í Lúxemborg en hér á landi. Það að Viðskiptaráð komist að því að afnám tolla á innfluttum saltkaramelluís leiði til 43% lækkunar á matvöruverði hér á landi er skrumskæling sem á ekkert skylt við veruleikann í verðlagningu á innfluttum vörum á Íslandi. Nær hefði verið að rifja upp samantekt ráðsins frá því í janúar 2021. Höfundur er hagfræðingur og starfar hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku birti Viðskiptaráð frá sér úttekt „…á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda“. Í texta fréttar um úttektina á heimasíðu Viðskiptaráðs fylgir síðan eftirfarandi alhæfing. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli.“ Samkvæmt vísitölu neysluverðs í júlí 2024 námu útgjöld til kaupa á mat- og drykkjarvörum 14,97% af heildarútgjöldum heimilanna. Matvörur einar og sér námu 13,52% útgjaldanna. En stór hluti þessara útgjalda fer til kaupa á vörum sem enga tolla bera. Brauð og kornmeti nema 2,11% útgjalda, fiskur 0,77%, ávextir 0,97 og sykur, súkkulaði og sælgæti 1,45% og aðrar matvörur 1,73%. Samtals 7,03% eða 52% útgjalda til kaupa á matvöru. Til viðbótar þá er grænmeti (1,27%) án tolla stóran hluta ársins. Einnig er allt feitmeti annað en smjör án tolla en sá liður nemur samtals 0,34% heildarútgjalda heimilanna. Hvernig skýrir Viðskiptaráð þá að hlutfallslegt verðlag á brauði og kornvörum hærra hér á landi en í öllum löndum ESB samkvæmt úttekt Eurostat frá því í júní sl.? Matvörur í heild sinni eru líka dýrari hér en í nokkru landi innan ESB þrátt fyrir að meiri hluti matvara mælt á útgjalda grunni sé hér fluttur inn án tolla. „Háar tekjur leiða beinlínis til hás verðlags“ Fyrirsögnin hér að ofan er fengin beint úr milli fyrirsögn í samantekt Viðskiptaráðs frá 27. janúar 2021. Þar komst ráðið að þeirri niðurstöðu að hátt launastig leiddi til hás verðlags og birti línurit sem sýndi þetta samband glöggt máli sínu til stuðnings. Á þeim þremur og hálfu ári sem síðan eru liðin hefur launavísitalan hér á landi hækkað um 29,2%. Svo áfram sé vitnað í Viðskiptaráð þá segir enn fremur í fyrrnefndri samantekt. „Ísland er vissulega dýrt en tekjurnar eru líka með þeim hæstu svo að kaupmáttur var sá fjórði mesti í Evrópu árið 2019.“ „Allt að 43% lægra matvöruverð án tolla“ Viðskiptaráð valdi að kynna úttekt sína nú með þessari fyrirsögn. Þó ráðið telji sig geta tilgreint einstakar vörur sem þetta getur átt við (engin tilraun er gerð til að fjalla um hvernig fyrirtæki í virðiskeðjunni ákveða álagningu sína, sem nokkuð örugglega er ekki föst prósenta), þá getur þetta ekki átt við flokkinn matvörur í heild sinni eins og einhver gæti ályktað af svona framsetningu. Það verður því að teljast býsna bratt fram farið að setja málið svona fram. Hvernig er verðlag á tollfrjálsum varningi á Íslandi? Þegar búið er að fara fram með fullyrðingum um verðbreytingar á vörum við afnám tolla, verður að gera þá kröfu að Viðskiptaráð útskýri verðlagningu á Íslandi í víðara samhengi. Í fyrrnefndri samantekt Viðskiptaráðs frá því í janúar 2021 segir að kaupmáttur sé „…mikill þvert á meginþorra vöru og þjónustu.“ Eurostat birtir reglulega niðurstöður á athugun á hlutfallslegu verðlagi vöru og þjónustu milli landi. Í júní sl. birtust niðurstöður samanburðar á verðlagi í 36 löndum, 27 ESB löndum, þremur EFTA-löndum og 6 löndum sem sótt hafa um aðild að ESB (Tyrklandi, Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi, Bosníu og Hersegóvínu og Norður-Makedóníu). Úr þessari samantekt má lesa um hvar Ísland raðast í sæti í hópi þessara ríkja eftir hlutfallslegu verðlagi. Eftirfarandi tafla sýnir þetta. Vöruflokkur/þjónusta: Matur og drykkjarvörur 2 Áfengi og tóbak 1 Föt 2 Skór 2 Húsgögn 3 Eldhúsraftæki 3 Raftæki 1 Bílar, mótorhjól og önnur farartæki 2 Almenningssamgöngur og flutningar 1 Póstur og sími 3 Hótel og veitingastaðir 2 Vindmyllur Viðskiptaráðs Ísland skipar 2. sæti í flokknum mat og drykkjarvörum. Aðeins í Sviss eru matvörur hlutfallslega dýrari en hér á landi. En ef tollar á matvörur eru orsök þessa, hverju er þá til að svara í öðrum flokkum vara sem allar eru fluttar inn án tolla og Ísland skipar í þessari úttekt ýmsit annað eða jafnvel fyrsta sæti? Af hverju eru raftæki dýrust á Íslandi og liðurinn föt og skór sem og eldhúsraftæki næst dýrust. Föt eru dýrari en hér á landi í Sviss og skór í Danmörku. Eldhúsraftæki eru hlutfallslega dýrust í Albaníu og á Möltu. Húsgögn eru svo dýrari á Möltu og í Lúxemborg en hér á landi. Það að Viðskiptaráð komist að því að afnám tolla á innfluttum saltkaramelluís leiði til 43% lækkunar á matvöruverði hér á landi er skrumskæling sem á ekkert skylt við veruleikann í verðlagningu á innfluttum vörum á Íslandi. Nær hefði verið að rifja upp samantekt ráðsins frá því í janúar 2021. Höfundur er hagfræðingur og starfar hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar