Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 07:01 Sigurður Reynaldsson segir að ýmsu hafi þurft að huga við undirbúning á netsölu áfengis. Vísir Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. „Við förum vonandi í prófanir í þessari viku,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Vísi. Greint var frá því í maí síðastliðnum að verslunin hefði áform um að hasla sér völl á áfengismarkaði og var þá planið að hún hæfist í júní. Síðan urðu tafir á því og var ráðgert að salan hæfist í ágúst. Tók meiri tíma en von var á „Nú erum við loksins á lokametrunum. Þetta tók aðeins meiri tíma en við áttum von á,“ segir Sigurður. Hann segir að nú sé starfsfólk tæknideildar að týnast til baka úr sumarfríi, verið sé að prufa ferla og athuga hvort kerfin muni standast þegar á hólminn sé komið. Þá hafi þurft að sækja um starfsleyfi og fleira sem hafi tekið tíma. „Nú er allt komið í hús, þannig við sjáum ekkert stöðva okkur eins og staðan er núna. Það fylgir þessu oft að það þarf að prufa ýmislegt, tékka hvort það séu böggar og svo framvegis. Planið er að í næstu viku eða vikunni þar á eftir verði allt klárt.“ Ósætti ráðherra tafði ekki Eins og áður segir urðu ráðagerðir forsvarsmanna verslunarinnar til mikillar umræðu um netsölu á áfengi og lögmæti hennar. Heilbrigðisráðherra hefur sagt söluna klárt lögbrot en dómsmálaráðherra hefur sagt að það sé ekki rétt. Sigurður segir viðtökurnar hafa verið „hressilegar.“ Þau hafi ekki haft nein áhrif á áætlanir verslunarinnar og ekki vera ástæða þess að netsalan á áfengi hafi tafist. Hann hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hann sjái ekki hvaða rök hnígi til þess að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Þá hefur hann einnig sagt að Hagkaup muni stýra aðgengi vel og betur en víða annars staðar. „Fordæmin sýna það að það hafa verið reknar svona verslanir hér í þrjú ár án athugasemda. Kannski fyrirsjáanlegt að það eru ákveðnar fylkingar sem eru bæði með þessu, en við erum með sterk rök frá dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.“ Neytendur Verslun Áfengi og tóbak Netsala á áfengi Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
„Við förum vonandi í prófanir í þessari viku,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Vísi. Greint var frá því í maí síðastliðnum að verslunin hefði áform um að hasla sér völl á áfengismarkaði og var þá planið að hún hæfist í júní. Síðan urðu tafir á því og var ráðgert að salan hæfist í ágúst. Tók meiri tíma en von var á „Nú erum við loksins á lokametrunum. Þetta tók aðeins meiri tíma en við áttum von á,“ segir Sigurður. Hann segir að nú sé starfsfólk tæknideildar að týnast til baka úr sumarfríi, verið sé að prufa ferla og athuga hvort kerfin muni standast þegar á hólminn sé komið. Þá hafi þurft að sækja um starfsleyfi og fleira sem hafi tekið tíma. „Nú er allt komið í hús, þannig við sjáum ekkert stöðva okkur eins og staðan er núna. Það fylgir þessu oft að það þarf að prufa ýmislegt, tékka hvort það séu böggar og svo framvegis. Planið er að í næstu viku eða vikunni þar á eftir verði allt klárt.“ Ósætti ráðherra tafði ekki Eins og áður segir urðu ráðagerðir forsvarsmanna verslunarinnar til mikillar umræðu um netsölu á áfengi og lögmæti hennar. Heilbrigðisráðherra hefur sagt söluna klárt lögbrot en dómsmálaráðherra hefur sagt að það sé ekki rétt. Sigurður segir viðtökurnar hafa verið „hressilegar.“ Þau hafi ekki haft nein áhrif á áætlanir verslunarinnar og ekki vera ástæða þess að netsalan á áfengi hafi tafist. Hann hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hann sjái ekki hvaða rök hnígi til þess að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Þá hefur hann einnig sagt að Hagkaup muni stýra aðgengi vel og betur en víða annars staðar. „Fordæmin sýna það að það hafa verið reknar svona verslanir hér í þrjú ár án athugasemda. Kannski fyrirsjáanlegt að það eru ákveðnar fylkingar sem eru bæði með þessu, en við erum með sterk rök frá dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.“
Neytendur Verslun Áfengi og tóbak Netsala á áfengi Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira