Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 07:01 Sigurður Reynaldsson segir að ýmsu hafi þurft að huga við undirbúning á netsölu áfengis. Vísir Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. „Við förum vonandi í prófanir í þessari viku,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Vísi. Greint var frá því í maí síðastliðnum að verslunin hefði áform um að hasla sér völl á áfengismarkaði og var þá planið að hún hæfist í júní. Síðan urðu tafir á því og var ráðgert að salan hæfist í ágúst. Tók meiri tíma en von var á „Nú erum við loksins á lokametrunum. Þetta tók aðeins meiri tíma en við áttum von á,“ segir Sigurður. Hann segir að nú sé starfsfólk tæknideildar að týnast til baka úr sumarfríi, verið sé að prufa ferla og athuga hvort kerfin muni standast þegar á hólminn sé komið. Þá hafi þurft að sækja um starfsleyfi og fleira sem hafi tekið tíma. „Nú er allt komið í hús, þannig við sjáum ekkert stöðva okkur eins og staðan er núna. Það fylgir þessu oft að það þarf að prufa ýmislegt, tékka hvort það séu böggar og svo framvegis. Planið er að í næstu viku eða vikunni þar á eftir verði allt klárt.“ Ósætti ráðherra tafði ekki Eins og áður segir urðu ráðagerðir forsvarsmanna verslunarinnar til mikillar umræðu um netsölu á áfengi og lögmæti hennar. Heilbrigðisráðherra hefur sagt söluna klárt lögbrot en dómsmálaráðherra hefur sagt að það sé ekki rétt. Sigurður segir viðtökurnar hafa verið „hressilegar.“ Þau hafi ekki haft nein áhrif á áætlanir verslunarinnar og ekki vera ástæða þess að netsalan á áfengi hafi tafist. Hann hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hann sjái ekki hvaða rök hnígi til þess að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Þá hefur hann einnig sagt að Hagkaup muni stýra aðgengi vel og betur en víða annars staðar. „Fordæmin sýna það að það hafa verið reknar svona verslanir hér í þrjú ár án athugasemda. Kannski fyrirsjáanlegt að það eru ákveðnar fylkingar sem eru bæði með þessu, en við erum með sterk rök frá dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.“ Neytendur Verslun Áfengi og tóbak Netsala á áfengi Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
„Við förum vonandi í prófanir í þessari viku,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Vísi. Greint var frá því í maí síðastliðnum að verslunin hefði áform um að hasla sér völl á áfengismarkaði og var þá planið að hún hæfist í júní. Síðan urðu tafir á því og var ráðgert að salan hæfist í ágúst. Tók meiri tíma en von var á „Nú erum við loksins á lokametrunum. Þetta tók aðeins meiri tíma en við áttum von á,“ segir Sigurður. Hann segir að nú sé starfsfólk tæknideildar að týnast til baka úr sumarfríi, verið sé að prufa ferla og athuga hvort kerfin muni standast þegar á hólminn sé komið. Þá hafi þurft að sækja um starfsleyfi og fleira sem hafi tekið tíma. „Nú er allt komið í hús, þannig við sjáum ekkert stöðva okkur eins og staðan er núna. Það fylgir þessu oft að það þarf að prufa ýmislegt, tékka hvort það séu böggar og svo framvegis. Planið er að í næstu viku eða vikunni þar á eftir verði allt klárt.“ Ósætti ráðherra tafði ekki Eins og áður segir urðu ráðagerðir forsvarsmanna verslunarinnar til mikillar umræðu um netsölu á áfengi og lögmæti hennar. Heilbrigðisráðherra hefur sagt söluna klárt lögbrot en dómsmálaráðherra hefur sagt að það sé ekki rétt. Sigurður segir viðtökurnar hafa verið „hressilegar.“ Þau hafi ekki haft nein áhrif á áætlanir verslunarinnar og ekki vera ástæða þess að netsalan á áfengi hafi tafist. Hann hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hann sjái ekki hvaða rök hnígi til þess að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Þá hefur hann einnig sagt að Hagkaup muni stýra aðgengi vel og betur en víða annars staðar. „Fordæmin sýna það að það hafa verið reknar svona verslanir hér í þrjú ár án athugasemda. Kannski fyrirsjáanlegt að það eru ákveðnar fylkingar sem eru bæði með þessu, en við erum með sterk rök frá dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.“
Neytendur Verslun Áfengi og tóbak Netsala á áfengi Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira