„Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 08:00 Þórir Hergeirsson með Ólympíugullið. Hann hefur þó fengið þetta lánað frá einum leikmanni sínum því þjálfarar á Ólympíuleikum fá ekki verðlaun. @mariathorisdottir María Þórisdóttir var meðal áhorfanda í París um helgina þegar faðir hennar, Þórir Hergeirsson, gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum. María er mjög stolt af föður sínum sem hefur nú unnið tíu gullverðlaun á stórmótum sem aðalþjálfari norska liðsins. Norsku stelpurnar unnu þarna sitt fyrsta Ólympíugull frá árinu 2012 en í millitíðinni hafði liðið unnið tvo heimsmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla undir stjórn Þóris. Nú náðu þær aftur í Ólympíugullið. „Ólympíugullverðlaunahafi. Ég finn ekki orðin til að lýsa því hversu stolt ég er af þér. Leikmennirnir þínir og starfsfólkið þitt hafið náð þessu enn á ný. Þvílíkt afrek,“ skrifaði María. „Ég svo ánægð með að hafa fengið að upplifa þetta. Þvílík lífsreynsla,“ skrifaði María. „Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af sem er að veiða á Íslandi,“ skrifaði María. Hún birti myndir af föður sínum með gullverðlaunin og fjölskyldunni sem var komin til að horfa á Þóri landa gullinu. Þórir gaf ekkert upp um framtíðarplön sín eftir sigurinn á Frökkum í úrslitaleiknum. Hann er með lausan samning en ætlar að taka sér út ágúst til að meta stöðuna. Þórir sagði frá því eftir leikinn að hann væri á leiðinni til Íslands til að veiða í Veiðivötnum. Okkar sigursælasti stóramótaþjálfari mun því anda að sér íslenska fjallaloftinu og njóta kyrrðarinnar á hálendi Íslands til að finna út hvað sé best í stöðunni. Það er stór ákvörðun að halda áfram með norska liðið enda lykilmenn líklega að hætta að spila með landsliðinu auk þess að margir leikmenn liðsins eru komnar yfir þrítugt. Haldi Þórir áfram þá þarf hann að byggja upp nýtt lið eins og hann hefur gert svo oft áður. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir) Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
María er mjög stolt af föður sínum sem hefur nú unnið tíu gullverðlaun á stórmótum sem aðalþjálfari norska liðsins. Norsku stelpurnar unnu þarna sitt fyrsta Ólympíugull frá árinu 2012 en í millitíðinni hafði liðið unnið tvo heimsmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla undir stjórn Þóris. Nú náðu þær aftur í Ólympíugullið. „Ólympíugullverðlaunahafi. Ég finn ekki orðin til að lýsa því hversu stolt ég er af þér. Leikmennirnir þínir og starfsfólkið þitt hafið náð þessu enn á ný. Þvílíkt afrek,“ skrifaði María. „Ég svo ánægð með að hafa fengið að upplifa þetta. Þvílík lífsreynsla,“ skrifaði María. „Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af sem er að veiða á Íslandi,“ skrifaði María. Hún birti myndir af föður sínum með gullverðlaunin og fjölskyldunni sem var komin til að horfa á Þóri landa gullinu. Þórir gaf ekkert upp um framtíðarplön sín eftir sigurinn á Frökkum í úrslitaleiknum. Hann er með lausan samning en ætlar að taka sér út ágúst til að meta stöðuna. Þórir sagði frá því eftir leikinn að hann væri á leiðinni til Íslands til að veiða í Veiðivötnum. Okkar sigursælasti stóramótaþjálfari mun því anda að sér íslenska fjallaloftinu og njóta kyrrðarinnar á hálendi Íslands til að finna út hvað sé best í stöðunni. Það er stór ákvörðun að halda áfram með norska liðið enda lykilmenn líklega að hætta að spila með landsliðinu auk þess að margir leikmenn liðsins eru komnar yfir þrítugt. Haldi Þórir áfram þá þarf hann að byggja upp nýtt lið eins og hann hefur gert svo oft áður. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir)
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira