„Þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur“ Atli Arason skrifar 11. ágúst 2024 22:42 Halldór Árnason er þjálfari Breiðabliks Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var verulega svekktur með 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld en Halldór var allt annað en sáttur við dómgæsluna í kvöld. „Gríðarleg vonbrigði að vinna ekki leikinn. Mér fannst við miklu betra lið í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum miklu líklegri til að fara með leikinn í þrjú eða fjögur eitt frekar en að fá þetta jöfnunar mark á okkur. Ég er mjög stoltur af frammistöðu liðsins og sérstaklega í seinni hálfleik þar sem mér fannst hún frábær. Þá vorum við virkilega góðir, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Halldór áður en hann bætti við: „Önnur viðbrögð sem mér leiðist að þurfa að nefna en dómgæslan hér í dag hefur rosaleg áhrif á það sem gerist í leiknum. Fyrri hálfleikurinn, sem var ákveðin skák, þá fannst mér eins og við værum með þá en þeir voru bara að beita löngum boltum frá Árna [Snæ Ólafssyni] og Gumma [Kristjánssyni] upp á Emil [Atlason]. Boltar sem mér fannst Damir [Muminovic] og Viktor [Örn Margeirsson] díla mjög vel við.“ „Samt förum við inn í hálfleikinn 1-0 undir vegna þess að þeir fá vítaspyrnu, þar sem Davíð Ingvars stendur inn í teig, ég held það hafi verið Emil, sem setur báðar hendur á hann og grýtir honum í jörðina og það er nær því að vera gult spjald frekar en eitthvað annað. Svo stendur hann upp, snýr baki í leikinn og snýr sér við með höndina alveg upp við fótinn á sér. Boltinn skoppar upp í höndina á honum og þá er dæmd vítaspyrna,“ sagði Halldór áður en hann hélt áfram aðspurður nánar út í málið. „Boltinn fór í höndina á honum og allt það en það sem gerist á undan, að enginn af þessum fjórum ágætu dómurum hafi séð það er ótrúlegt. Það sem er enn þá ótrúlegra er að þegar ég ræði við þá, þá fæ ég einhverja söguskýringu um eitthvað atvik sem átti sér stað sennilega í einhverjum öðrum heimi eða í einhverjum öðrum leik. Lýsingar að Davíð hefði brotið á sér, það er ótrúlegt. Það verður erfitt fyrir þá, dómarana, að sjá þetta aftur. Svo þegar ég spurði aftur þá fékk ég þau skilaboð að ef ég myndi spyrja aftur þá fengi ég rautt spjald. Þannig gengum við frá málinu.“ Halldór fékk síðar gult spjald frá Sigurði Hirti dómara, spjald sem hann telur að hafi alltaf verið á leiðinni sama hvað en spjaldið fékk Halldór fyrir að skamma sinn eigin leikmann. „Ég sagði við Viktor Örn að hann mætti ekki brjóta, hann var að pressa Helga Fróða upp og pressaði með til baka. Mér fannst við vera með þá, svo fer Viktor aftan í hann Helga og ég sýni eitthvað látbragð í áttina að Viktori og lét hann vita að hann ætti ekki að brjóta. Dómarinn var bara búinn að bíða eftir því að spjalda mig frá því í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór „Svo er sparkað í andlitið á Höskuldi þegar hann er að reyna að skalla boltann í netið nánast frá marklínu, þá er enginn vítaspyrna í því auðvitað. Það er ógeðslega leiðinlegt að þurfa að tala um þetta og ég veit að þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur, sérstaklega þegar þeir fara yfir skýringarnar sem fylgdu,“ sagði Halldór Árnason að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira
„Gríðarleg vonbrigði að vinna ekki leikinn. Mér fannst við miklu betra lið í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum miklu líklegri til að fara með leikinn í þrjú eða fjögur eitt frekar en að fá þetta jöfnunar mark á okkur. Ég er mjög stoltur af frammistöðu liðsins og sérstaklega í seinni hálfleik þar sem mér fannst hún frábær. Þá vorum við virkilega góðir, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Halldór áður en hann bætti við: „Önnur viðbrögð sem mér leiðist að þurfa að nefna en dómgæslan hér í dag hefur rosaleg áhrif á það sem gerist í leiknum. Fyrri hálfleikurinn, sem var ákveðin skák, þá fannst mér eins og við værum með þá en þeir voru bara að beita löngum boltum frá Árna [Snæ Ólafssyni] og Gumma [Kristjánssyni] upp á Emil [Atlason]. Boltar sem mér fannst Damir [Muminovic] og Viktor [Örn Margeirsson] díla mjög vel við.“ „Samt förum við inn í hálfleikinn 1-0 undir vegna þess að þeir fá vítaspyrnu, þar sem Davíð Ingvars stendur inn í teig, ég held það hafi verið Emil, sem setur báðar hendur á hann og grýtir honum í jörðina og það er nær því að vera gult spjald frekar en eitthvað annað. Svo stendur hann upp, snýr baki í leikinn og snýr sér við með höndina alveg upp við fótinn á sér. Boltinn skoppar upp í höndina á honum og þá er dæmd vítaspyrna,“ sagði Halldór áður en hann hélt áfram aðspurður nánar út í málið. „Boltinn fór í höndina á honum og allt það en það sem gerist á undan, að enginn af þessum fjórum ágætu dómurum hafi séð það er ótrúlegt. Það sem er enn þá ótrúlegra er að þegar ég ræði við þá, þá fæ ég einhverja söguskýringu um eitthvað atvik sem átti sér stað sennilega í einhverjum öðrum heimi eða í einhverjum öðrum leik. Lýsingar að Davíð hefði brotið á sér, það er ótrúlegt. Það verður erfitt fyrir þá, dómarana, að sjá þetta aftur. Svo þegar ég spurði aftur þá fékk ég þau skilaboð að ef ég myndi spyrja aftur þá fengi ég rautt spjald. Þannig gengum við frá málinu.“ Halldór fékk síðar gult spjald frá Sigurði Hirti dómara, spjald sem hann telur að hafi alltaf verið á leiðinni sama hvað en spjaldið fékk Halldór fyrir að skamma sinn eigin leikmann. „Ég sagði við Viktor Örn að hann mætti ekki brjóta, hann var að pressa Helga Fróða upp og pressaði með til baka. Mér fannst við vera með þá, svo fer Viktor aftan í hann Helga og ég sýni eitthvað látbragð í áttina að Viktori og lét hann vita að hann ætti ekki að brjóta. Dómarinn var bara búinn að bíða eftir því að spjalda mig frá því í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór „Svo er sparkað í andlitið á Höskuldi þegar hann er að reyna að skalla boltann í netið nánast frá marklínu, þá er enginn vítaspyrna í því auðvitað. Það er ógeðslega leiðinlegt að þurfa að tala um þetta og ég veit að þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur, sérstaklega þegar þeir fara yfir skýringarnar sem fylgdu,“ sagði Halldór Árnason að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira