„Þetta getur ekki verið svona aftur á næsta ári“ Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2024 20:39 Óhöppin áttu sér stað á fjölmennu horni fyrir utan veitingahúsið Aroy Dee. Aðsend Betur fór en á horfðist þegar bílstjórar tveggja vagna í Gleðigöngu Hinsegin daga keyrðu á grindverk sem stóð við mannþvögu á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs í dag. Járngrindverk splundraðist í sundur að sögn sjónarvotta og steinstólpi losnaði en ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. „Við vorum rosalega hrædd, okkur brá afskaplega mikið að ég er í svolítilli móðu. Ef ég hefði ekki þurft að stilla mig krakkanna vegna þá hefði ég brotnað saman en maður var að reyna að halda kúlinu fyrir þau,“ segir Guðrún Valdimarsdóttir sem stóð við grindverkið ásamt tveimur börnum sínum. Ótrúlegt sé að enginn hafi slasast alvarlega í seinni ákeyrslunni sem átti sér stað um klukkan þrjú síðdegis. „Þetta var risatrukkur að keyra niður fullt af járngirðingum sem eru kyrfilega festar saman og þær fara í sundur eins og eitthvað pappírsdót. Þetta voru járngirðingar sem fara í allar áttir og losna í sundur og steinstólpi sem fellur þarna. Það voru rosalega mikil læti.“ Málið hafði ekki komið inn á borð lögreglu þegar fréttastofa náði tali af aðstoðaryfirlögregluþjóni um klukkan sex í kvöld. Formanni Hinsegin daga þykir málið miður og segir að óhöppin verði tekin til skoðunar. Of þröngt fyrir stór ökutæki Guðrún segir greinilegt að breytingar þurfi að gera á leið Gleðigöngunnar þar sem umrætt horn sé þröngt og erfitt fyrir ökumenn stórra ökutækja. Hún hafi verið alveg upp við grindverkið þegar fyrri áreksturinn átti sér stað til að leyfa sjö og tíu ára gömlum börnunum að sjá vagnana. „Ég stend fyrir aftan þau og það er rosalega mikill troðningur og fólk þétt upp við okkur. Allt í einu sér maður að vagninn er kominn á hliðið og ég næ einhvern veginn að kippa krökkunum til baka og einhver hliðin alveg krambúlerast.“ Svona leit grindverkið og steinstólpinn út eftir seinni áreksturinn.Aðsend „Öllum bregður svolítið en það gerist samt ekki neitt. Þetta er ekkert rosalega dramatískt í fyrra skiptið. Allir ná að kippa sínum börnum til baka, fullorðna fólkið er nokkuð öruggt með sig og þetta er bara lagað. Það er starfsfólk á staðnum, bílstjórinn stoppar og þetta er ekkert mikið mál,“ bætir Guðrún við. Eftir þetta hafi hún verið varari um sig en samt haldið sig á sama stað svo krakkarnir gætu áfram fylgst með göngunni. „Ég held betur utan um þau og er svona að fylgjast með. Það koma þarna tveir stórir trukkar í viðbót og strætó og allt í góðu,“ segir Guðrún. Beittar stangir flogið í allar áttir Eftir fyrra óhappið taldi Guðrún fullvíst að skipuleggjendur göngunnar hafi verið upplýstir um málið og bílstjórar fengið tilmæli um að gæta sín betur. Síðan kom að appelsínugulum trukki, þeim seinasta á undan vagni tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar sem er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu. „Þetta gerðist svo snöggt, hann bara allt í einu keyrði á grindverkið og stangirnar bara stingast í allar áttir og það fer allt í klessu. Hann keyrir á þetta, ég einhvern veginn næ að kippa krökkunum til baka en kemst samt ekkert mikið af því það er svo mikið af fólki fyrir aftan okkur, svo við getum ekkert bakkað neitt sérstaklega. Það er bara fullt af fólki og allir einhvern veginn að öskra.“ Fólki hafi verið brugðið og bílstjórinn stöðvað vagninn í stutta stund en svo haldið áfram án þess að fara fyrst út og kanna aðstæður. „Hann tekur niður meira af girðingunni og stóran grjótstólpa sem eru þarna á öllum Skólavörðustígnum. Hann keyrir það niður. Sjö ára stelpan mín er svolítið lítil og hún var fremst og ég rétt næ að kippa henni undan því að eiginlega lenda undir annað hvort grindverkinu eða stólpunum,“ segir Guðrún. „Ég er ekki mjög dramatísk að eðlisfari en það er eiginlega bara stórfurðulegt að það hafi ekki neinn stórslasað sig þarna. Það munaði bara hársbreidd á því að þessar járngrindur hefðu stungist í einhvern eða einhver kramist þarna undir eða vagninn hreinlega bara keyrt á einhvern.“ Gleðigangan ekki lengur staðið undir nafni Guðrún segir þetta hafa verið mjög tæpt og hún furði sig á því að ökumaðurinn hafi ekki stöðvað för sína eftir fyrri áreksturinn. „Það var bara erfitt að hafa gaman af göngunni. Þarna var svo Palli að koma eftir þetta og ég var bara í áfalli og held ég bara margir fleiri í kringum mig.“ Eiginmaður Guðrúnar stóð hinum megin við götuna á meðan á þessu stóð og upplifði sömuleiðis hvernig andrúmsloftið í hópnum breyttist á skotstundu. „Þetta var eiginlega stórfurðulegt. Það virtust fáir starfsmenn vera að fylgja þessum vagni eftir sérstaklega. Maður hefur séð áður að fólk labbi við hliðina á, það var ekki með þessum. Bílstjórinn stoppaði ekki og það var svo mikið að lögreglu þarna fyrst. Það var einhvern veginn enginn að gera neitt í þessu. Það hlupu einhverjir til og brutu saman grindverkin og drógu þau eitthvað til,“ segir Guðrún. Gangan hafi svo haldið áfram líkt og ekkert hefði í skorist. Hún bætir við að börnin hafi áttað sig vel á hættunni og verið í áfalli eftir atvikin. „Yngra barnið mitt fór alveg að hágráta. Hún var þarna kramin milli fólks einhvern veginn í þessu öllu og það var líka hávaði sem fylgdi þessu,“ segir Guðrún sem krefst úrbóta. „Þetta getur ekki verið svona aftur á næsta ári. Þetta voru bara stórstórhættulegar aðstæður.“ Fréttin var uppfærð eftir að viðbrögð fengust frá stjórn Hinsegin daga. Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
„Við vorum rosalega hrædd, okkur brá afskaplega mikið að ég er í svolítilli móðu. Ef ég hefði ekki þurft að stilla mig krakkanna vegna þá hefði ég brotnað saman en maður var að reyna að halda kúlinu fyrir þau,“ segir Guðrún Valdimarsdóttir sem stóð við grindverkið ásamt tveimur börnum sínum. Ótrúlegt sé að enginn hafi slasast alvarlega í seinni ákeyrslunni sem átti sér stað um klukkan þrjú síðdegis. „Þetta var risatrukkur að keyra niður fullt af járngirðingum sem eru kyrfilega festar saman og þær fara í sundur eins og eitthvað pappírsdót. Þetta voru járngirðingar sem fara í allar áttir og losna í sundur og steinstólpi sem fellur þarna. Það voru rosalega mikil læti.“ Málið hafði ekki komið inn á borð lögreglu þegar fréttastofa náði tali af aðstoðaryfirlögregluþjóni um klukkan sex í kvöld. Formanni Hinsegin daga þykir málið miður og segir að óhöppin verði tekin til skoðunar. Of þröngt fyrir stór ökutæki Guðrún segir greinilegt að breytingar þurfi að gera á leið Gleðigöngunnar þar sem umrætt horn sé þröngt og erfitt fyrir ökumenn stórra ökutækja. Hún hafi verið alveg upp við grindverkið þegar fyrri áreksturinn átti sér stað til að leyfa sjö og tíu ára gömlum börnunum að sjá vagnana. „Ég stend fyrir aftan þau og það er rosalega mikill troðningur og fólk þétt upp við okkur. Allt í einu sér maður að vagninn er kominn á hliðið og ég næ einhvern veginn að kippa krökkunum til baka og einhver hliðin alveg krambúlerast.“ Svona leit grindverkið og steinstólpinn út eftir seinni áreksturinn.Aðsend „Öllum bregður svolítið en það gerist samt ekki neitt. Þetta er ekkert rosalega dramatískt í fyrra skiptið. Allir ná að kippa sínum börnum til baka, fullorðna fólkið er nokkuð öruggt með sig og þetta er bara lagað. Það er starfsfólk á staðnum, bílstjórinn stoppar og þetta er ekkert mikið mál,“ bætir Guðrún við. Eftir þetta hafi hún verið varari um sig en samt haldið sig á sama stað svo krakkarnir gætu áfram fylgst með göngunni. „Ég held betur utan um þau og er svona að fylgjast með. Það koma þarna tveir stórir trukkar í viðbót og strætó og allt í góðu,“ segir Guðrún. Beittar stangir flogið í allar áttir Eftir fyrra óhappið taldi Guðrún fullvíst að skipuleggjendur göngunnar hafi verið upplýstir um málið og bílstjórar fengið tilmæli um að gæta sín betur. Síðan kom að appelsínugulum trukki, þeim seinasta á undan vagni tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar sem er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu. „Þetta gerðist svo snöggt, hann bara allt í einu keyrði á grindverkið og stangirnar bara stingast í allar áttir og það fer allt í klessu. Hann keyrir á þetta, ég einhvern veginn næ að kippa krökkunum til baka en kemst samt ekkert mikið af því það er svo mikið af fólki fyrir aftan okkur, svo við getum ekkert bakkað neitt sérstaklega. Það er bara fullt af fólki og allir einhvern veginn að öskra.“ Fólki hafi verið brugðið og bílstjórinn stöðvað vagninn í stutta stund en svo haldið áfram án þess að fara fyrst út og kanna aðstæður. „Hann tekur niður meira af girðingunni og stóran grjótstólpa sem eru þarna á öllum Skólavörðustígnum. Hann keyrir það niður. Sjö ára stelpan mín er svolítið lítil og hún var fremst og ég rétt næ að kippa henni undan því að eiginlega lenda undir annað hvort grindverkinu eða stólpunum,“ segir Guðrún. „Ég er ekki mjög dramatísk að eðlisfari en það er eiginlega bara stórfurðulegt að það hafi ekki neinn stórslasað sig þarna. Það munaði bara hársbreidd á því að þessar járngrindur hefðu stungist í einhvern eða einhver kramist þarna undir eða vagninn hreinlega bara keyrt á einhvern.“ Gleðigangan ekki lengur staðið undir nafni Guðrún segir þetta hafa verið mjög tæpt og hún furði sig á því að ökumaðurinn hafi ekki stöðvað för sína eftir fyrri áreksturinn. „Það var bara erfitt að hafa gaman af göngunni. Þarna var svo Palli að koma eftir þetta og ég var bara í áfalli og held ég bara margir fleiri í kringum mig.“ Eiginmaður Guðrúnar stóð hinum megin við götuna á meðan á þessu stóð og upplifði sömuleiðis hvernig andrúmsloftið í hópnum breyttist á skotstundu. „Þetta var eiginlega stórfurðulegt. Það virtust fáir starfsmenn vera að fylgja þessum vagni eftir sérstaklega. Maður hefur séð áður að fólk labbi við hliðina á, það var ekki með þessum. Bílstjórinn stoppaði ekki og það var svo mikið að lögreglu þarna fyrst. Það var einhvern veginn enginn að gera neitt í þessu. Það hlupu einhverjir til og brutu saman grindverkin og drógu þau eitthvað til,“ segir Guðrún. Gangan hafi svo haldið áfram líkt og ekkert hefði í skorist. Hún bætir við að börnin hafi áttað sig vel á hættunni og verið í áfalli eftir atvikin. „Yngra barnið mitt fór alveg að hágráta. Hún var þarna kramin milli fólks einhvern veginn í þessu öllu og það var líka hávaði sem fylgdi þessu,“ segir Guðrún sem krefst úrbóta. „Þetta getur ekki verið svona aftur á næsta ári. Þetta voru bara stórstórhættulegar aðstæður.“ Fréttin var uppfærð eftir að viðbrögð fengust frá stjórn Hinsegin daga.
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira