Keppni heldur áfram á heimsleikunum: „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. ágúst 2024 08:00 Snorri Barón Jónsson er staddur á heimsleikunum þar sem Lazar Ðukic lést í gær. Heimsleikarnir í CrossFit hófust á fimmtudag en keppni var skyndilega hætt þegar Lazar Ðukic drukknaði. Umdeild ákvörðun var svo tekin í gær um að halda keppni áfram yfir helgina. Umboðsmaðurinn Snorri Barón segir íþróttafólk ekki allt andlega tilbúið til þess. Hræðilegur atburður átti sér stað í fyrstu grein keppninnar þar sem keppendur hlupu fyrst fimm kílómetra og áttu svo að synda átta hundruð metra. Lazar Ðukic var meðal fremstu manna í sundinu en skilaði sér ekki upp úr vatninu. „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni, drukkni eða hvað annað. Það er rosalega margt búið að koma fram núna eftir á sem bendir skýrt á að það var eitt og annað ábótavant. Mögulega eða örugglega jafnvel, hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega slys,“ segir Snorri Barón Jónsson, CrossFit umboðsmaður sem staddur er á heimsleikunum í Fort Worth, Texas. Andlegt ójafnvægi Umdeild ákvörðun var tekin að halda áfram keppni á heimsleikunum um helgina, sem íþróttafólkið þarf að sætta sig við eða segja sig frá keppni. „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið. Það er enginn búinn að ná utan um þetta. Fólki líður mjög skringilega en ég finn alveg líka til með þeim sem eru að halda viðburðinn, það eru þúsundir manna samankomnir og rosalega mikið á línunni. Það er bara verið að finna út úr því hvernig er best að gera þetta því það bjó sig enginn undir þetta. Þetta er bara erfitt, sama hver niðurstaðan er verður þetta alltaf erfitt.“ Hlupu áður en þau stungu sér til sunds Gagnrýni beindist einnig að skipuleggjendum fyrir röðun keppnisgreina. Margir benda á hættuna sem felst í því að hafa sund á eftir hlaupi, frekar en öfugt. Til dæmis má nefna að í þríþrautarkeppnum er sund alltaf fyrsta grein, svo keppendur örmagnist frekar á landi en í vatni. „Svo ég gefi smá samhengi. Á heimsleikunum í CrossFit er búið að sía úr hundruðum þúsunda íþróttamanna niður í áttatíu, sem koma saman á hverju ári og leggja á sig ótrúlegt erfiði í fjóra daga. Þetta var fyrsti viðburðurinn, snemma um morgun… Það er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á og benda á að sundið hefði örugglega átt að vera fyrst en ég hef ekki sérþekkingu til að tjá mig um það,“ segir Snorri og bætir við: „Lazar var gríðarlega góður sundmaður, einn af þeim sem var talinn hvað líklegastur til að vinna þessa fyrstu þraut og hann var nokkuð framarlega. Fyrir lífverðina var ekkert endalaust af fólki sem þurfti að hafa augu á þegar þetta gerist, sem gerir þetta svo sárt líka.“ Ákvörðunin tekin í samráði við fjölskylduna Hávær áköll bárust úr ýmsum áttum að blása keppnina af en ákvörðunin er tekin í samráði fjölskyldu Lazars, þar með talið bróður hans Luka Ðukic sem var einnig meðal keppenda. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Snorri Barón veitti viðtal í Sportpakkanum í gær sem má sjá í spilaranum hér að ofan. CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Hræðilegur atburður átti sér stað í fyrstu grein keppninnar þar sem keppendur hlupu fyrst fimm kílómetra og áttu svo að synda átta hundruð metra. Lazar Ðukic var meðal fremstu manna í sundinu en skilaði sér ekki upp úr vatninu. „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni, drukkni eða hvað annað. Það er rosalega margt búið að koma fram núna eftir á sem bendir skýrt á að það var eitt og annað ábótavant. Mögulega eða örugglega jafnvel, hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega slys,“ segir Snorri Barón Jónsson, CrossFit umboðsmaður sem staddur er á heimsleikunum í Fort Worth, Texas. Andlegt ójafnvægi Umdeild ákvörðun var tekin að halda áfram keppni á heimsleikunum um helgina, sem íþróttafólkið þarf að sætta sig við eða segja sig frá keppni. „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið. Það er enginn búinn að ná utan um þetta. Fólki líður mjög skringilega en ég finn alveg líka til með þeim sem eru að halda viðburðinn, það eru þúsundir manna samankomnir og rosalega mikið á línunni. Það er bara verið að finna út úr því hvernig er best að gera þetta því það bjó sig enginn undir þetta. Þetta er bara erfitt, sama hver niðurstaðan er verður þetta alltaf erfitt.“ Hlupu áður en þau stungu sér til sunds Gagnrýni beindist einnig að skipuleggjendum fyrir röðun keppnisgreina. Margir benda á hættuna sem felst í því að hafa sund á eftir hlaupi, frekar en öfugt. Til dæmis má nefna að í þríþrautarkeppnum er sund alltaf fyrsta grein, svo keppendur örmagnist frekar á landi en í vatni. „Svo ég gefi smá samhengi. Á heimsleikunum í CrossFit er búið að sía úr hundruðum þúsunda íþróttamanna niður í áttatíu, sem koma saman á hverju ári og leggja á sig ótrúlegt erfiði í fjóra daga. Þetta var fyrsti viðburðurinn, snemma um morgun… Það er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á og benda á að sundið hefði örugglega átt að vera fyrst en ég hef ekki sérþekkingu til að tjá mig um það,“ segir Snorri og bætir við: „Lazar var gríðarlega góður sundmaður, einn af þeim sem var talinn hvað líklegastur til að vinna þessa fyrstu þraut og hann var nokkuð framarlega. Fyrir lífverðina var ekkert endalaust af fólki sem þurfti að hafa augu á þegar þetta gerist, sem gerir þetta svo sárt líka.“ Ákvörðunin tekin í samráði við fjölskylduna Hávær áköll bárust úr ýmsum áttum að blása keppnina af en ákvörðunin er tekin í samráði fjölskyldu Lazars, þar með talið bróður hans Luka Ðukic sem var einnig meðal keppenda. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Snorri Barón veitti viðtal í Sportpakkanum í gær sem má sjá í spilaranum hér að ofan.
CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti