Þurfti að berjast við krabbamein í stríðshrjáðu landi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. ágúst 2024 10:31 Ferðalag Mounu einkennist af því að flýja stríðshrjáð Sýrland, lifa af brjóstakrabbamein og byggja upp nýtt líf í Evrópu. Samsett „Ég var hrædd við að deyja, vissi ekki hvort það yrði úr krabbameini eða af völdum sprengju,“ segir Mouna Nasr en hún greindist með árásargjarnt hormónabrjóstakrabbamein einungis 30 ára gömul. Hún stóð frammi fyrir þeirri áskorun að lifa af á stríðsátaka svæði og berjast við lífshættulegan sjúkdóm á sama tíma. Mouna er sýrlensk-venesúelsk en býr í dag á Íslandi. Hún er ein þeirra sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem gefið var út á dögunum í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Sjúkrahúsið var margsinnist sprengt Fjölmenningararfleifð Mounu má rekja til búferlaflutninga föður hennar frá Sýrlandi til Venesúela, þar sem hann kynntist móður hennar. Mouna eyddi æsku sinni ýmist í Venesúela eða Sýrlands þar til fjölskylda hennar settist að í Sýrlandi. Þegar stríðið braust út neyddust þau hins vegar til að flytja aftur. Mouna er lyfjafræðingur að mennt og starfaði hjá Rauða krossinum í Sýrlandi þar sem áhersla var lögð á næringu barna og barnshafandi kvenna. Mitt í þessari vinnu, í október 2017, þegar hún var að fræða mæður um brjóstagjöf og forvarnir gegn brjóstakrabbameini, uppgötvaði hún hnút í eigin brjósti. Síðar kom í ljós að um var að ræða 0,5 cm æxli sem krafðist tafar[1]lausrar skurðaðgerðar, lyfja- og geislameðferðar. Á sama tíma bjó Mouna við stöðugar sprengjuárásir í Damaskus og hótanir um árásir. „Stundum var öruggara að ferðast með rútu á spítalann, þrátt fyrir að vera hræðilega veik af lyfjameðferð, til að forðast mannrán og önnur stríðsvandamál, sem og vegna skorts á bensíni fyrir bílinn minn,“ segir Mouna jafnframt og bætir við að aðstæðurnar í heimalandi hennar hafi hindrað hana í að fá áreiðanlega meðferð. Ofan á allt saman hafði eiginmaður hennar, sem er læknismenntaður, þurft að flýja til Venesúela til að forðast það að vera kallaður í herinn. Seinna sótti hann um hæli á Íslandi. Mouna stóð því ein eftir með unga dóttur sína. „Damaskus var mjög óörugg og sjúkrahúsið hafði margsinnis verið sprengt. Ég þurfti að borga fyrir innfluttu lyfjameðferðina mína og stól þar sem ég gat setið og fengið meðferðina mína. Ef ég hefði ekki átt peninga hefði ég ekki fengið meðferð.“ Mouna vonast til að geta átt gott og öruggt líf á Íslandi ásamt eiginmanni sínum og dóttur.Kraftur stuðningsfélag Nýtt líf á Íslandi Í kjölfarið tók Mouna þá erfiðu ákvörðun að yfirgefa Sýrland. Mæðgurnar fluttu til Hollands í leit að öruggara lífi. Þar kom hún í kynni stuðningssamtök fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Samtökin veittu henni nauðsynlegan tilfinningalegan stuðning og hjálpuðu henni að vafra um flókið kerfi þar sem hún þurfti áframhaldandi krabbameinsmeðferð og að fara í aðra aðgerð í Hollandi. Árið 2022 voru Mouna og eiginmaður hennar loks sameinuð á ný – á Íslandi. „Við erum saman og það skiptir mestu máli,“ segir Mouna en hér á landi hefur hún gengist frekari krabbameinsmeðferðir og er á biðlista eftir þriðju aðgerðinni sinni. Hún segir íslenska heilbrigðiskerfið hafa gefið sér von á ný. Hún hefur einnig nýtt sér starfsemi Krafts og ber félaginu vel söguna. Í dag starfar Mouna í apóteki Landspítalans en bæði hún og eiginmaður hennar sem er kvensjúkdómalæknir, standa frammi fyrir áskorunum vegna bakgrunns utan EES. Þau hafa hvorugt fengið viðurkenningu á menntun sinni og reynslu en halda í vonina. „Ég vil lifa venjulegu og öruggu lífi hér á Íslandi.“ Krabbamein Heilbrigðismál Hælisleitendur Sýrland Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Mouna er sýrlensk-venesúelsk en býr í dag á Íslandi. Hún er ein þeirra sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem gefið var út á dögunum í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Sjúkrahúsið var margsinnist sprengt Fjölmenningararfleifð Mounu má rekja til búferlaflutninga föður hennar frá Sýrlandi til Venesúela, þar sem hann kynntist móður hennar. Mouna eyddi æsku sinni ýmist í Venesúela eða Sýrlands þar til fjölskylda hennar settist að í Sýrlandi. Þegar stríðið braust út neyddust þau hins vegar til að flytja aftur. Mouna er lyfjafræðingur að mennt og starfaði hjá Rauða krossinum í Sýrlandi þar sem áhersla var lögð á næringu barna og barnshafandi kvenna. Mitt í þessari vinnu, í október 2017, þegar hún var að fræða mæður um brjóstagjöf og forvarnir gegn brjóstakrabbameini, uppgötvaði hún hnút í eigin brjósti. Síðar kom í ljós að um var að ræða 0,5 cm æxli sem krafðist tafar[1]lausrar skurðaðgerðar, lyfja- og geislameðferðar. Á sama tíma bjó Mouna við stöðugar sprengjuárásir í Damaskus og hótanir um árásir. „Stundum var öruggara að ferðast með rútu á spítalann, þrátt fyrir að vera hræðilega veik af lyfjameðferð, til að forðast mannrán og önnur stríðsvandamál, sem og vegna skorts á bensíni fyrir bílinn minn,“ segir Mouna jafnframt og bætir við að aðstæðurnar í heimalandi hennar hafi hindrað hana í að fá áreiðanlega meðferð. Ofan á allt saman hafði eiginmaður hennar, sem er læknismenntaður, þurft að flýja til Venesúela til að forðast það að vera kallaður í herinn. Seinna sótti hann um hæli á Íslandi. Mouna stóð því ein eftir með unga dóttur sína. „Damaskus var mjög óörugg og sjúkrahúsið hafði margsinnis verið sprengt. Ég þurfti að borga fyrir innfluttu lyfjameðferðina mína og stól þar sem ég gat setið og fengið meðferðina mína. Ef ég hefði ekki átt peninga hefði ég ekki fengið meðferð.“ Mouna vonast til að geta átt gott og öruggt líf á Íslandi ásamt eiginmanni sínum og dóttur.Kraftur stuðningsfélag Nýtt líf á Íslandi Í kjölfarið tók Mouna þá erfiðu ákvörðun að yfirgefa Sýrland. Mæðgurnar fluttu til Hollands í leit að öruggara lífi. Þar kom hún í kynni stuðningssamtök fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Samtökin veittu henni nauðsynlegan tilfinningalegan stuðning og hjálpuðu henni að vafra um flókið kerfi þar sem hún þurfti áframhaldandi krabbameinsmeðferð og að fara í aðra aðgerð í Hollandi. Árið 2022 voru Mouna og eiginmaður hennar loks sameinuð á ný – á Íslandi. „Við erum saman og það skiptir mestu máli,“ segir Mouna en hér á landi hefur hún gengist frekari krabbameinsmeðferðir og er á biðlista eftir þriðju aðgerðinni sinni. Hún segir íslenska heilbrigðiskerfið hafa gefið sér von á ný. Hún hefur einnig nýtt sér starfsemi Krafts og ber félaginu vel söguna. Í dag starfar Mouna í apóteki Landspítalans en bæði hún og eiginmaður hennar sem er kvensjúkdómalæknir, standa frammi fyrir áskorunum vegna bakgrunns utan EES. Þau hafa hvorugt fengið viðurkenningu á menntun sinni og reynslu en halda í vonina. „Ég vil lifa venjulegu og öruggu lífi hér á Íslandi.“
Krabbamein Heilbrigðismál Hælisleitendur Sýrland Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp