Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Lovísa Arnardóttir skrifar 9. ágúst 2024 07:50 Palestínumenn flýja Khan Younis eftir að Ísraelar gáfu út nýja fyrirskipun um brottflutning. Vísir/EPA Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. Í yfirlýsingu landanna þriggja sagði að það væri nauðsynlegt að Hamas og Ísrael kæmu aftur að samningaborðinu til að koma á vopnahlé og til að komast að samkomulagi um lausn gísla sem enn eru í haldi Hamas frá því í október. Í ákalli landanna þriggja kom fram að það væri engin ástæða eða afsökun til að fresta viðræðum frekar. Pursuant to the proposal by the US and the mediators, Israel will – on 15 August – send the negotiations team to a place to be determined in order to finalize the details of the implementation of the framework agreement.— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) August 9, 2024 Löndin þrjú hafa um mánaðarskeið reynt að aðstoða Hamas og Ísrael við að komast að samkomulagi svo hægt sé að binda enda á stríðið í Palestínu. Alls hafa um 40 þúsund látist á Gasa því að árásir Ísraela stigmögnuðust þar í kjölfar innrásar Hamas þann 7. október. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanahjú, segir sendinefnd Ísrael mæta á fundinn.Vísir/EPA Í yfirlýsingu Katar, Egyptalands og Bandaríkjanna kom fram að fundirnir gætu annað hvort farið fram í Katar eða Doha þann 15. Ágúst og því bætt við að það væri tímabært að aflétta umsátursástandinu á Gasa og frelsa gíslana og binda þannig enda á þjáningu allra. Samkvæmt yfirlýsingunni er rammi samkomulagsins tilbúinn en enn á eftir að fara yfir einhver einstök atriði. Á vef Guardian segir að Hamas hafi enn ekki svarað ákallinu og því er enn ekki ljóst hvort þeir mæta þann 15. ágúst Fyrirskipa brottflutning Yfirlýsingin kom á sama tíma og ísraelski herinn endurnýjaði fyrirskipun um brottflutning Palestínumanna í eystri hluta Khan Younis. Fyrirskipunin var birt á samfélagsmiðlinum X en íbúar í suðurhluta Gasa sögðust hafa fengið SMS og hljóðskilaboð um brottflutninginn. Einhverjir lögðu af stað vestur til Al-Mawasi. Svæðinu er stýrt af mannúðarsamtökum en er ofsetið af fjölskyldum sem hafa þurft að flýja heimili sín á svæðinu. Ástandið á svæðinu hefur verið spennuþrungið frá því að stjórnmálaleiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, var drepinn í lok síðasta mánaðar í Íran. Nýr leiðtogi Hamas Yahya Al-Sinwar tók við í upphafi vikunnar.Vísir/EPA Á vef BBC segir að allar samningaviðræður geti verið gerðar enn erfiðari vegna ákvörðunar Hamas að kjósa Yahya Sinwar sem sinn nýja leiðtoga. Sinwar er talinn einn sá öfgafyllsti innan hópsins. Ísraelsk yfirvöld hafa sagt að það telji hann hafa skipulagt árásina í Ísrael þann 7. Október þar sem Hamas-liðar drápu um 1.200 hermenn og almenna borgara og tóku 253 gísla Í frétt Guardian um málið er haft eftir bandarískum embættismanni að yfirlýsing Bandaríkjamanna, Katar og Egyptalands hafi ekki verið sniðin að því að reyna að hafa áhrif á Íran. Ef aðstæður muni stigmagnast á svæðinu muni setja samkomulagið á milli Ísrael og Hamas í hættu. Þá er einnig haft eftir honum að hann eigi alls ekki von á því að samkomulagið verði undirritað á fundinum í næstu viku því enn eigi eftir að fara yfir ýmis alvarleg atriði er varða röðun samskipta á milli Hamas og Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Íran Tengdar fréttir Höfuðpaurinn á bakvið árásirnar á Ísrael nýr pólitískur leiðtogi Hamas Hamas samtökin í Palestínu hafa útnefnt Yahya Sinwar sem nýjan pólitískan leiðtoga sinn eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. 7. ágúst 2024 07:02 Viðbúnaður aukinn vegna mögulegra átaka milli Íran og Ísrael Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með þjóðaröryggisráði landsins í gær vegna mögulegra hefndaraðgerða Íran gegn Ísrael. Viðbúnaður Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum hefur verið aukinn. 6. ágúst 2024 07:23 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Harris þaggaði niður í stuðningsfólki Palestínumanna Mótmælendur sem kyrjuðu slagorð um stríðsátökin á Gasa trufluðu endurtekið kosningafund Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, í Michigan í Bandaríkjunum í gær. Harris hvatti fólkið til þess að segja það hreint út ef það vildi fá Donald Trump sem forseta. 8. ágúst 2024 15:35 Lést af völdum sprengju sem var falin fyrir tveimur mánuðum Sprengjan sem varð Ismail Haniyeh að bana var smyglað inn á gestaíbúð þar sem hann dvaldi fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan. Hún var sett af stað úr fjarlægð þegar staðfesting fékkst á því að Haniyeh væri í íbúðinni. 2. ágúst 2024 08:08 Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Í yfirlýsingu landanna þriggja sagði að það væri nauðsynlegt að Hamas og Ísrael kæmu aftur að samningaborðinu til að koma á vopnahlé og til að komast að samkomulagi um lausn gísla sem enn eru í haldi Hamas frá því í október. Í ákalli landanna þriggja kom fram að það væri engin ástæða eða afsökun til að fresta viðræðum frekar. Pursuant to the proposal by the US and the mediators, Israel will – on 15 August – send the negotiations team to a place to be determined in order to finalize the details of the implementation of the framework agreement.— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) August 9, 2024 Löndin þrjú hafa um mánaðarskeið reynt að aðstoða Hamas og Ísrael við að komast að samkomulagi svo hægt sé að binda enda á stríðið í Palestínu. Alls hafa um 40 þúsund látist á Gasa því að árásir Ísraela stigmögnuðust þar í kjölfar innrásar Hamas þann 7. október. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanahjú, segir sendinefnd Ísrael mæta á fundinn.Vísir/EPA Í yfirlýsingu Katar, Egyptalands og Bandaríkjanna kom fram að fundirnir gætu annað hvort farið fram í Katar eða Doha þann 15. Ágúst og því bætt við að það væri tímabært að aflétta umsátursástandinu á Gasa og frelsa gíslana og binda þannig enda á þjáningu allra. Samkvæmt yfirlýsingunni er rammi samkomulagsins tilbúinn en enn á eftir að fara yfir einhver einstök atriði. Á vef Guardian segir að Hamas hafi enn ekki svarað ákallinu og því er enn ekki ljóst hvort þeir mæta þann 15. ágúst Fyrirskipa brottflutning Yfirlýsingin kom á sama tíma og ísraelski herinn endurnýjaði fyrirskipun um brottflutning Palestínumanna í eystri hluta Khan Younis. Fyrirskipunin var birt á samfélagsmiðlinum X en íbúar í suðurhluta Gasa sögðust hafa fengið SMS og hljóðskilaboð um brottflutninginn. Einhverjir lögðu af stað vestur til Al-Mawasi. Svæðinu er stýrt af mannúðarsamtökum en er ofsetið af fjölskyldum sem hafa þurft að flýja heimili sín á svæðinu. Ástandið á svæðinu hefur verið spennuþrungið frá því að stjórnmálaleiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, var drepinn í lok síðasta mánaðar í Íran. Nýr leiðtogi Hamas Yahya Al-Sinwar tók við í upphafi vikunnar.Vísir/EPA Á vef BBC segir að allar samningaviðræður geti verið gerðar enn erfiðari vegna ákvörðunar Hamas að kjósa Yahya Sinwar sem sinn nýja leiðtoga. Sinwar er talinn einn sá öfgafyllsti innan hópsins. Ísraelsk yfirvöld hafa sagt að það telji hann hafa skipulagt árásina í Ísrael þann 7. Október þar sem Hamas-liðar drápu um 1.200 hermenn og almenna borgara og tóku 253 gísla Í frétt Guardian um málið er haft eftir bandarískum embættismanni að yfirlýsing Bandaríkjamanna, Katar og Egyptalands hafi ekki verið sniðin að því að reyna að hafa áhrif á Íran. Ef aðstæður muni stigmagnast á svæðinu muni setja samkomulagið á milli Ísrael og Hamas í hættu. Þá er einnig haft eftir honum að hann eigi alls ekki von á því að samkomulagið verði undirritað á fundinum í næstu viku því enn eigi eftir að fara yfir ýmis alvarleg atriði er varða röðun samskipta á milli Hamas og Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Íran Tengdar fréttir Höfuðpaurinn á bakvið árásirnar á Ísrael nýr pólitískur leiðtogi Hamas Hamas samtökin í Palestínu hafa útnefnt Yahya Sinwar sem nýjan pólitískan leiðtoga sinn eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. 7. ágúst 2024 07:02 Viðbúnaður aukinn vegna mögulegra átaka milli Íran og Ísrael Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með þjóðaröryggisráði landsins í gær vegna mögulegra hefndaraðgerða Íran gegn Ísrael. Viðbúnaður Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum hefur verið aukinn. 6. ágúst 2024 07:23 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Harris þaggaði niður í stuðningsfólki Palestínumanna Mótmælendur sem kyrjuðu slagorð um stríðsátökin á Gasa trufluðu endurtekið kosningafund Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, í Michigan í Bandaríkjunum í gær. Harris hvatti fólkið til þess að segja það hreint út ef það vildi fá Donald Trump sem forseta. 8. ágúst 2024 15:35 Lést af völdum sprengju sem var falin fyrir tveimur mánuðum Sprengjan sem varð Ismail Haniyeh að bana var smyglað inn á gestaíbúð þar sem hann dvaldi fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan. Hún var sett af stað úr fjarlægð þegar staðfesting fékkst á því að Haniyeh væri í íbúðinni. 2. ágúst 2024 08:08 Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Höfuðpaurinn á bakvið árásirnar á Ísrael nýr pólitískur leiðtogi Hamas Hamas samtökin í Palestínu hafa útnefnt Yahya Sinwar sem nýjan pólitískan leiðtoga sinn eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. 7. ágúst 2024 07:02
Viðbúnaður aukinn vegna mögulegra átaka milli Íran og Ísrael Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með þjóðaröryggisráði landsins í gær vegna mögulegra hefndaraðgerða Íran gegn Ísrael. Viðbúnaður Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum hefur verið aukinn. 6. ágúst 2024 07:23
Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51
Harris þaggaði niður í stuðningsfólki Palestínumanna Mótmælendur sem kyrjuðu slagorð um stríðsátökin á Gasa trufluðu endurtekið kosningafund Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, í Michigan í Bandaríkjunum í gær. Harris hvatti fólkið til þess að segja það hreint út ef það vildi fá Donald Trump sem forseta. 8. ágúst 2024 15:35
Lést af völdum sprengju sem var falin fyrir tveimur mánuðum Sprengjan sem varð Ismail Haniyeh að bana var smyglað inn á gestaíbúð þar sem hann dvaldi fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan. Hún var sett af stað úr fjarlægð þegar staðfesting fékkst á því að Haniyeh væri í íbúðinni. 2. ágúst 2024 08:08
Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59