„Þannig að við erum ekki gift“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2024 11:02 Nadine Guðrún og Snorri giftu sig með pompi og prakt á Siglufirði í sumar. Blik studio Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum Segðu mér í umsjón Viktoríu Hermannsdóttur þar sem Nadine er gestur. Þau Snorri og Nadine giftu sig með sannkölluðu pompi og prakt á Siglufirði í sumar svo athygli vakti. „Svo var að koma í ljós að við erum ekki gift, við þurfum að fara út til Katar að sækja frumrit af fæðingarvottorðinu mínu af því að Þjóðskrá vill ekki gifta okkur,“ segir Nadine í þættinum. Vísir hefur sent Þjóðskrá og Sýslumanni fyrirspurn vegna málsins. Fær vottorðið ekki í pósti Hún útskýrir að hún hafi fæðst á spítala í Doha í Katar. Þegar maður gifti sig þurfi að skila inn pappírum til Sýslumanns. „Svo bara fæ ég þær fréttir að fæðingarvottorðið mitt sem er bara eitthvað skjáskot af einhverju sem við fengum sent þaðan nægir ekki, þau þurfa frumritið. Það þarf að senda mér það í bréfpósti en spítalinn úti vill ekki gera það,“ útskýrir Nadine. Þess í stað er ætlast til þess að Nadine mæti á svæðið. Því stefnir allt í að Nadine muni þurfa að ferðast utan til Katar ætli hún að fá hjónaband sitt og Snorra lögfest. Hún segir að svo gæti farið að brúðkaupsferð þeirra verði farin þangað. Bæði fermd og skírð á Íslandi „Mér finnst þetta ógeðslega skrítið af því að ég er bæði fermd og skírð á Íslandi en allt í einu núna þurfa þau eitthvað fæðingarvottorð. Þannig þetta er búið að vera pínu drama,“ segir Nadine í þættinum. Þetta hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir brúðkaupið. Þá sá Nadine á svörum frá embættunum í tölvupósti að sjálft frumritið af fæðingarvottorðinu þyrfti til. „Ég hélt bara að þetta hefði allt gengið þangað til að ég fattaði að svo er ekki. Þannig að við erum ekki gift. Þetta var bara allt eitthvað leikrit,“ segir Nadine í gríni. Brúðkaup Ástin og lífið Tengdar fréttir Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. 27. apríl 2024 14:03 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtalsþættinum Segðu mér í umsjón Viktoríu Hermannsdóttur þar sem Nadine er gestur. Þau Snorri og Nadine giftu sig með sannkölluðu pompi og prakt á Siglufirði í sumar svo athygli vakti. „Svo var að koma í ljós að við erum ekki gift, við þurfum að fara út til Katar að sækja frumrit af fæðingarvottorðinu mínu af því að Þjóðskrá vill ekki gifta okkur,“ segir Nadine í þættinum. Vísir hefur sent Þjóðskrá og Sýslumanni fyrirspurn vegna málsins. Fær vottorðið ekki í pósti Hún útskýrir að hún hafi fæðst á spítala í Doha í Katar. Þegar maður gifti sig þurfi að skila inn pappírum til Sýslumanns. „Svo bara fæ ég þær fréttir að fæðingarvottorðið mitt sem er bara eitthvað skjáskot af einhverju sem við fengum sent þaðan nægir ekki, þau þurfa frumritið. Það þarf að senda mér það í bréfpósti en spítalinn úti vill ekki gera það,“ útskýrir Nadine. Þess í stað er ætlast til þess að Nadine mæti á svæðið. Því stefnir allt í að Nadine muni þurfa að ferðast utan til Katar ætli hún að fá hjónaband sitt og Snorra lögfest. Hún segir að svo gæti farið að brúðkaupsferð þeirra verði farin þangað. Bæði fermd og skírð á Íslandi „Mér finnst þetta ógeðslega skrítið af því að ég er bæði fermd og skírð á Íslandi en allt í einu núna þurfa þau eitthvað fæðingarvottorð. Þannig þetta er búið að vera pínu drama,“ segir Nadine í þættinum. Þetta hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir brúðkaupið. Þá sá Nadine á svörum frá embættunum í tölvupósti að sjálft frumritið af fæðingarvottorðinu þyrfti til. „Ég hélt bara að þetta hefði allt gengið þangað til að ég fattaði að svo er ekki. Þannig að við erum ekki gift. Þetta var bara allt eitthvað leikrit,“ segir Nadine í gríni.
Brúðkaup Ástin og lífið Tengdar fréttir Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. 27. apríl 2024 14:03 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Sjá meira
Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. 27. apríl 2024 14:03
Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00
Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58