Þjóðverjar í undanúrslit eftir ótrúlega dramatík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2024 13:44 Alfreð Gíslason er búinn að koma Þýskalandi í undanúrslit á Ólympíuleikunum. getty/Marcus Brandt Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar eru komnir í undanúrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Frökkum, 35-34. Renars Uscins fór hamförum í þýska liðinu og skoraði fjórtán mörk, þar á meðal sigurmarkið. Frakkland leiddi nær allan tímann og komst mest sex mörkum yfir. Þýskaland sýndi samt mikinn styrk og náði forystunni þegar skammt var til leiksloka. Frakkar náðu aftur yfirhöndinni og voru tveimur mörkum yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. En Þjóðverjum tókst á ótrúlegan hátt að jafna og knýja fram framlengingu þar sem þeir höfðu svo betur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland liði Spánverja. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var Vincent Gerard sem varði tólf skot og dró tennurnar úr þýsku sóknarmönnunum. Á meðan varði Andreas Wolff ekkert í þýska markinu. David Späth gekk öllu betur eftir að hann kom inn á og varði virkilega vel. Þökk sé frábærri frammistöðu Gerards, öflugum varnarleik og vel útfærðum hraðaupphlaupum var Frakkland með undirtökin og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-17. Útlitið varð svo verulega svart fyrir Þjóðverja eftir að Frakkar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náðu sex marka forskoti, 14-20. Strákarnir hans Alfreðs tóku við sér eftir þessa slæmu byrjun á seinni hálfleik, minnkuðu muninn og jöfnuðu svo í 25-25 þegar þrettán mínútur voru eftir. Sebastian Heymann kom Þjóðverjum svo yfir, 26-25. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 sem Þýskaland var með forystuna. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Þjóðverjum, Frakkar skoruðu næstu þrjú mörk og komust í 26-28. Uscins minnkaði muninn í 27-28 en Dika Mem svaraði fyrir Frakkland. Uscins minnkaði muninn aftur í 28-29 og Frakkar tóku leikhlé þegar sex sekúndur voru eftir. Eftir það tapaði Mem boltanum afar klaufalega og Uscins jafnaði í 29-29. Ótrúleg atburðarrás. ÓTRÚLEGAR lokasekúndur í venjulegum leiktíma í leik Þýskalands og Frakklands í 8-liða úrslitum! 0,1% líkur segir Höddi Magg, ég skal sýna þér 0,1% líkur segir Renars Uscins😱🤯 pic.twitter.com/QZecCfJx7K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Framlengingin var æsispennandi og úrslitin réðust á lokasekúndum hennar. Nedim Remili jafnaði í 34-34 en Þjóðverjar fóru í sókn og Uscins kom þeim yfir, 35-34, með sínu fjórtánda marki. Späth tryggði þýska liðinu svo sigur með því að verja lokaskot Valentins Porte. Ekki var dramatíkin minni á lokasekúndum framlengingarinnar en Alfreð Gíslason og Þjóðverjar slá ríkjandi Ólympíumeistara Frakka út á heimavelli og eru komnir í undanúrslit👏👏 pic.twitter.com/SOKZFstagA— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Þetta reyndist vera síðasti leikurinn á ferli Nikolas Karabatic en þessi frábæri leikmaður var búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana. Uscins skoraði sem fyrr sagði fjórtán mörk fyrir Þjóðverja. Heymann og Johannes Golla voru með sex mörk hvor og Juri Knorr fimm auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Mem skoraði tíu mörk fyrir Frakka og Hugo Descat átta. Späth varði fjórtán skot í þýska markinu (39 prósent) en Gerard 24 í franska markinu (42 prósent). Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira
Frakkland leiddi nær allan tímann og komst mest sex mörkum yfir. Þýskaland sýndi samt mikinn styrk og náði forystunni þegar skammt var til leiksloka. Frakkar náðu aftur yfirhöndinni og voru tveimur mörkum yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. En Þjóðverjum tókst á ótrúlegan hátt að jafna og knýja fram framlengingu þar sem þeir höfðu svo betur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland liði Spánverja. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var Vincent Gerard sem varði tólf skot og dró tennurnar úr þýsku sóknarmönnunum. Á meðan varði Andreas Wolff ekkert í þýska markinu. David Späth gekk öllu betur eftir að hann kom inn á og varði virkilega vel. Þökk sé frábærri frammistöðu Gerards, öflugum varnarleik og vel útfærðum hraðaupphlaupum var Frakkland með undirtökin og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-17. Útlitið varð svo verulega svart fyrir Þjóðverja eftir að Frakkar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náðu sex marka forskoti, 14-20. Strákarnir hans Alfreðs tóku við sér eftir þessa slæmu byrjun á seinni hálfleik, minnkuðu muninn og jöfnuðu svo í 25-25 þegar þrettán mínútur voru eftir. Sebastian Heymann kom Þjóðverjum svo yfir, 26-25. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 sem Þýskaland var með forystuna. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Þjóðverjum, Frakkar skoruðu næstu þrjú mörk og komust í 26-28. Uscins minnkaði muninn í 27-28 en Dika Mem svaraði fyrir Frakkland. Uscins minnkaði muninn aftur í 28-29 og Frakkar tóku leikhlé þegar sex sekúndur voru eftir. Eftir það tapaði Mem boltanum afar klaufalega og Uscins jafnaði í 29-29. Ótrúleg atburðarrás. ÓTRÚLEGAR lokasekúndur í venjulegum leiktíma í leik Þýskalands og Frakklands í 8-liða úrslitum! 0,1% líkur segir Höddi Magg, ég skal sýna þér 0,1% líkur segir Renars Uscins😱🤯 pic.twitter.com/QZecCfJx7K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Framlengingin var æsispennandi og úrslitin réðust á lokasekúndum hennar. Nedim Remili jafnaði í 34-34 en Þjóðverjar fóru í sókn og Uscins kom þeim yfir, 35-34, með sínu fjórtánda marki. Späth tryggði þýska liðinu svo sigur með því að verja lokaskot Valentins Porte. Ekki var dramatíkin minni á lokasekúndum framlengingarinnar en Alfreð Gíslason og Þjóðverjar slá ríkjandi Ólympíumeistara Frakka út á heimavelli og eru komnir í undanúrslit👏👏 pic.twitter.com/SOKZFstagA— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Þetta reyndist vera síðasti leikurinn á ferli Nikolas Karabatic en þessi frábæri leikmaður var búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana. Uscins skoraði sem fyrr sagði fjórtán mörk fyrir Þjóðverja. Heymann og Johannes Golla voru með sex mörk hvor og Juri Knorr fimm auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Mem skoraði tíu mörk fyrir Frakka og Hugo Descat átta. Späth varði fjórtán skot í þýska markinu (39 prósent) en Gerard 24 í franska markinu (42 prósent).
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira