Barajas varð þar með fyrsti Kólumbíumaðurinn til að vinna til Ólympíuverðlauna í fimleikum. Hann framkvæmdi erfiðustu æfinguna af öllum þeim átta sem komst í úrslit og fékk einkunn upp á 7,933 fyrir æfingu sem var með 6,600 í erfiðleikastigi.
Hann fékk því samtals 14,533 í einkunn, jafn hátt og Japaninn Shinnosuke Oka. Þar sem Oka fékk hærri framkvæmdareinkunn fagnaði hann sigri, en Barajas þurfti að gera sér silfrið að góðu.
Barajas, sem er aðeins 17 ára gamall, á þó framtíðina fyrir sér á stóra sviðinu í fimleikum. Óhætt er að segja að við Íslendingar eigum einhvern þátt í því að Barajas hafði lagt fimleikana fyrir sig, því hann virðist hafa litið mikið upp til Íþróttaálfsins í Latabæ sem barn.
Íþróttaálfarnir tveir, þeir Magnús Scheving, sem skapaði persónuna, og Dýri Kristjánsson, sem nú fer með hlutverkið, hafa báðir óskað Barajas til hamingju með árangurinn.
Letting you all know that Ángel Barajas, who just won Colombia our first Olympic medal in gymnastics, started practicing because he was inspired by Lazy Town's Sportacus when he was a kid pic.twitter.com/ymNfHNkXoc
— José María Luna (@JoseMLuna) August 5, 2024