Óvíst hvort ferðamennirnir séu á yfirgefna bílaleigubílnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2024 16:19 Bjarki Oddsson er varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Ívar Fannar Ekki er víst að bílaleigubíll sem fannst yfirgefinn á bílastæði við tjaldstæði í Kerlingarfjöllum sé á vegum ferðamanna sem tilkynntu Neyðarlínunni í netspjalli í gær að þeir væru fastir í helli. Þetta segir Bjarki Oddsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Ekki er mikið um þekkta hella á svæðinu við Kerlingarfjöll. Bergvin Snær Andrésson í vettvangsstjórn tjáði fréttastofu fyrr í dag að ekki væri útilokað að mennirnir væru í óþekktum helli eða nýmynduðum helli. Þá hefur því verið velt upp hvort mennirnir gætu verið í jökulsprungu. „Það liggur bara ekki fyrir eins og staðan er núna. Við göngum út frá öllum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Hann segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvaða fólk sé með bílinn á leigu sem fannst við tjaldsvæðið. „Nei, það er verkefni sem við erum að vinna í núna. Að nálgast upplýsingar um þetta fólk sem við höfum ekki fengið enn en vinnum að því að fá,“ segir Bjarki. Lögregla sé í góðu sambandi við viðkomandi bílaleigu. Möguleiki sé að einhverjir aðrir eigi þennan bíl. „Það er ein af fjölmörgum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Vel geti verið að einhver annar ótengdur eigi bílinn. „Vissulega er það möguleiki sem við göngum út frá líka.“ Bjarki segir sífellda endurskoðun í gangi á leitaraðgerðum. „Við gerum ráð fyrir að klára þennan verkþátt sem er að tengja við þennan bíl. Ef það gengur verður staðan endurmetin. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta muni þróast.“ Viðbúið sé að fjölgi í leitarhópnum. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Tengdar fréttir Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. 6. ágúst 2024 11:27 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Þetta segir Bjarki Oddsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Ekki er mikið um þekkta hella á svæðinu við Kerlingarfjöll. Bergvin Snær Andrésson í vettvangsstjórn tjáði fréttastofu fyrr í dag að ekki væri útilokað að mennirnir væru í óþekktum helli eða nýmynduðum helli. Þá hefur því verið velt upp hvort mennirnir gætu verið í jökulsprungu. „Það liggur bara ekki fyrir eins og staðan er núna. Við göngum út frá öllum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Hann segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvaða fólk sé með bílinn á leigu sem fannst við tjaldsvæðið. „Nei, það er verkefni sem við erum að vinna í núna. Að nálgast upplýsingar um þetta fólk sem við höfum ekki fengið enn en vinnum að því að fá,“ segir Bjarki. Lögregla sé í góðu sambandi við viðkomandi bílaleigu. Möguleiki sé að einhverjir aðrir eigi þennan bíl. „Það er ein af fjölmörgum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Vel geti verið að einhver annar ótengdur eigi bílinn. „Vissulega er það möguleiki sem við göngum út frá líka.“ Bjarki segir sífellda endurskoðun í gangi á leitaraðgerðum. „Við gerum ráð fyrir að klára þennan verkþátt sem er að tengja við þennan bíl. Ef það gengur verður staðan endurmetin. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta muni þróast.“ Viðbúið sé að fjölgi í leitarhópnum.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Tengdar fréttir Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. 6. ágúst 2024 11:27 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29
Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. 6. ágúst 2024 11:27
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent