„Það er semsagt bíll á bílastæðinu sem að virðist hafa komið í gærkvöldi, og ekki finnst neinn sem kannast við að vera á þeim bíl. Það er ástæðan fyrir því að óskað hefur verið eftir leitarhundum, sporhundum,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingarfulltrúi Landsbjargar.

Bíllinn er bílaleigubíll sem skráður er á tvo erlenda ferðamenn.
Leitin, sem staðið hefur yfir síðan í gærkvöldi hefur enn engan árangur borið. Tilkynning barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar um að tveir einstaklingar væru fastir í helli, þar sem grjót hafði hrunið fyrir, og gefið var upp staðsetningarhnit. Leitin við staðsetningarhnitin hefur engan árangur borið hingað til, og leitarsvæðið hefur verið útvíkkað.
Fréttamaður Stöðvar 2 tók björgunarsveitamann tali rétt áður en bíllinn fannst. Þá sagði hann leitarsvæðið torsótt og erfitt yfirferðar.