Mennt er máttur í sjávarútvegi – Skóli sjávarútvegs og siglinga Eyjólfur Ármannsson skrifar 6. ágúst 2024 13:31 Skipstjórnarnám á sér langa sögu á Íslandi. Frá 1891 til 2003 var skipstjórnarnámið í sjálfstæðum skóla. Saga skipstjórnarnáms á Íslandi hefst með stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891 sem var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Bygging Sjómannaskólans í Reykjavík var vígð 4. júní 1944 og var hluti af lýðveldisstofnuninni nokkrum dögum síðar. Sjómannaskólinn, byggingin, er helsta einkenni höfuðborgarinnar og eign sjómannastéttarinnar. Við undirbúning byggingarinnar á kreppuárunum var tekið fram að skólinn skyldi vera djarfmannleg auglýsing um þýðingu hinnar íslensku sjómannastéttar fyrir samfélagið. Sá andi og metnaður sem lá að baki byggingu skólans fyrir 80 árum virðist gjörsamlega á bak og burt. Í dag er námið í Tækniskóla Íslands og hluti af framhaldsskólanámi sem þar er boðið upp á. Að undanförnu hefur komið fram vaxandi óánægja með nám í skipstjórn í Tækniskólanum á meðal starfandi skipstjórnarmanna, nemenda, kennara og útgerða. Þessa óánægju ber að taka alvarlega. Félag skipstjórnarmanna hefur vísað til ofangreindrar óánægju og lagt fram skýrar tillögur um framtíð skipstjórnarnáms á Íslandi sem fela í sér að stórefla nám í skipstjórn og sjávarútvegstengdum greinum og leggur til að stofnaður verði skóli sjávarútvegs og siglinga. Skóli sjávarútvegs og siglinga yrði í húsi Sjómannaskólans sem yrði mennta- og þekkingarsetur sjávarútvegs á Íslandi. Menntun skipstjórnarmanna er að hluta til starfsnám sem verður að byggja á góðri sjómennsku. Sjómennska er reynslufag sem ekki verður lært í framhaldsskóla á aldrinum 16-19 ára. Mikilvægt er því að í skipstjórnarnámið sæki eldri nemendur sem hafa verið nokkur ár til sjós og öðlast þar góða sjóreynslu og eru tilbúnir að námi loknu að takast á við þá miklu ábyrgð sem skipstjórn fylgir. Einungis góður sjómaður getur orðið góður skipstjóri. Sérskóli tengdur atvinnugreininni er mun líklegri til að ná til eldri nemenda en skóli sem tekur á móti 16 ára nemendum eftir grunnskóla. Hér er um að ræða nám sem menntar fólk til að stjórna verðmætustu atvinnutækjum samfélagsins í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Verðmætasköpun atvinnugreinarinnar hefur verið og er ein helsta undirstaða velmegunar í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að sjávarútvegur, ein helsta atvinnugrein þjóðarinnar, eigi sitt menntasetur. Án aðgerða gæti framtíðin orðið sú að farið verði að manna fiskiskipflotann með erlendum verktökum. Viljum við það? Til samanburðar má benda á að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er menntasetur landbúnaðarins og bænda í landinu. Íslenskir sjómenn og sjávarútvegur þurfa slíkt menntasetur. Í tillögum Félags skipstjórnarmanna er gert ráð fyrir námi í skipstjórn, vélstjórn, fisktækni, fiskeldi, slysavörnum, þróun veiðarfæra og nýsköpun í samvinnu við fyrirtæki innan greinarinnar. Ég skora á menntamálaráðherra og alla þá sem láta sig menntun í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar varða, og þá sérstaklega útgerðarmenn, að taka tillögur Félags skipstjórnarmanna til alvarlegrar skoðunar. Við þurfum að hefja umræðu um þetta mikilvæga mál. Með samvinnu getur orðið til skóli sem tryggir orðstír greinarinnar og þeirra sem innan hennar starfa. Sjávarútvegur á Íslandi dafnar einungis með vel menntuðum starfsmönnum. Mennt er máttur í sjávarútvegi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eyjólfur Ármannsson Sjávarútvegur Skóla- og menntamál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Skipstjórnarnám á sér langa sögu á Íslandi. Frá 1891 til 2003 var skipstjórnarnámið í sjálfstæðum skóla. Saga skipstjórnarnáms á Íslandi hefst með stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891 sem var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Bygging Sjómannaskólans í Reykjavík var vígð 4. júní 1944 og var hluti af lýðveldisstofnuninni nokkrum dögum síðar. Sjómannaskólinn, byggingin, er helsta einkenni höfuðborgarinnar og eign sjómannastéttarinnar. Við undirbúning byggingarinnar á kreppuárunum var tekið fram að skólinn skyldi vera djarfmannleg auglýsing um þýðingu hinnar íslensku sjómannastéttar fyrir samfélagið. Sá andi og metnaður sem lá að baki byggingu skólans fyrir 80 árum virðist gjörsamlega á bak og burt. Í dag er námið í Tækniskóla Íslands og hluti af framhaldsskólanámi sem þar er boðið upp á. Að undanförnu hefur komið fram vaxandi óánægja með nám í skipstjórn í Tækniskólanum á meðal starfandi skipstjórnarmanna, nemenda, kennara og útgerða. Þessa óánægju ber að taka alvarlega. Félag skipstjórnarmanna hefur vísað til ofangreindrar óánægju og lagt fram skýrar tillögur um framtíð skipstjórnarnáms á Íslandi sem fela í sér að stórefla nám í skipstjórn og sjávarútvegstengdum greinum og leggur til að stofnaður verði skóli sjávarútvegs og siglinga. Skóli sjávarútvegs og siglinga yrði í húsi Sjómannaskólans sem yrði mennta- og þekkingarsetur sjávarútvegs á Íslandi. Menntun skipstjórnarmanna er að hluta til starfsnám sem verður að byggja á góðri sjómennsku. Sjómennska er reynslufag sem ekki verður lært í framhaldsskóla á aldrinum 16-19 ára. Mikilvægt er því að í skipstjórnarnámið sæki eldri nemendur sem hafa verið nokkur ár til sjós og öðlast þar góða sjóreynslu og eru tilbúnir að námi loknu að takast á við þá miklu ábyrgð sem skipstjórn fylgir. Einungis góður sjómaður getur orðið góður skipstjóri. Sérskóli tengdur atvinnugreininni er mun líklegri til að ná til eldri nemenda en skóli sem tekur á móti 16 ára nemendum eftir grunnskóla. Hér er um að ræða nám sem menntar fólk til að stjórna verðmætustu atvinnutækjum samfélagsins í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Verðmætasköpun atvinnugreinarinnar hefur verið og er ein helsta undirstaða velmegunar í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að sjávarútvegur, ein helsta atvinnugrein þjóðarinnar, eigi sitt menntasetur. Án aðgerða gæti framtíðin orðið sú að farið verði að manna fiskiskipflotann með erlendum verktökum. Viljum við það? Til samanburðar má benda á að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er menntasetur landbúnaðarins og bænda í landinu. Íslenskir sjómenn og sjávarútvegur þurfa slíkt menntasetur. Í tillögum Félags skipstjórnarmanna er gert ráð fyrir námi í skipstjórn, vélstjórn, fisktækni, fiskeldi, slysavörnum, þróun veiðarfæra og nýsköpun í samvinnu við fyrirtæki innan greinarinnar. Ég skora á menntamálaráðherra og alla þá sem láta sig menntun í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar varða, og þá sérstaklega útgerðarmenn, að taka tillögur Félags skipstjórnarmanna til alvarlegrar skoðunar. Við þurfum að hefja umræðu um þetta mikilvæga mál. Með samvinnu getur orðið til skóli sem tryggir orðstír greinarinnar og þeirra sem innan hennar starfa. Sjávarútvegur á Íslandi dafnar einungis með vel menntuðum starfsmönnum. Mennt er máttur í sjávarútvegi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun