Hljóp til að bjarga lífi sínu undan fljúgandi brettum á brennunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. ágúst 2024 16:52 Það virðist sem að mjóu hafi munað að hann fengi bretti á fleygiferð í sig. Vísir/Samsett Ansi óhugnanlegt myndband frá tendrun brennunnar í Herjólfsdal í gærnótt hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Sökum mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar hrundi brennan ofan í dalinn í stað þess að hrynja inn á sig með þeim afleiðingum að bretti þutu á fleygiferð niður brekkuna. Dagur Arnarsson, handboltamaður og sjálfboðaliði á Þjóðhátíð, þurfti að hlaupa fyrir lífi sínu undan brettunum með tilþrifum. Dagur segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki verið eins mikil hætta á ferð og myndbandið gefur til kynna. Allir sjálfboðaliðarnir hafi verið meðvitaðir um að brennan myndi hrynja í dalinn en að hún hafi gert það aðeins fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Dagur segist þó hafa séð brettið sem þaut í áttina að honum í tæka tíð og þess vegna hafi honum tekist að koma sér undan því með kollhnís. Hann segir alla sem komu að brennunni búa yfir margra ára reynslu og að vel sé valið í hópinn. „Þetta fór allt vel og allir eru heilir,“ segir Dagur. Ástæðuna fyrir því að jafnmjóu hafi munað og myndbandið ber vitni um segir Dagur vera þá að ekki hafi tekist að bera eld að aftari hluta brennunnar. Vindurinn hafi verið það mikill og vindáttin það óhagstæð að fremsti hlutinn hafi einn logað. Því hrundi brennan ofan í dalinn með tilheyrandi látum og fljúgandi spýtnabraki. Dagur ítrekar að þó að myndbandið sé frekar óhugnanlegt hafi enginn verið í hættu og að allir sluppu óskaddaðir. „Gleðilega þjóðhátíð!“ segir hann að lokum. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Dagur segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki verið eins mikil hætta á ferð og myndbandið gefur til kynna. Allir sjálfboðaliðarnir hafi verið meðvitaðir um að brennan myndi hrynja í dalinn en að hún hafi gert það aðeins fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Dagur segist þó hafa séð brettið sem þaut í áttina að honum í tæka tíð og þess vegna hafi honum tekist að koma sér undan því með kollhnís. Hann segir alla sem komu að brennunni búa yfir margra ára reynslu og að vel sé valið í hópinn. „Þetta fór allt vel og allir eru heilir,“ segir Dagur. Ástæðuna fyrir því að jafnmjóu hafi munað og myndbandið ber vitni um segir Dagur vera þá að ekki hafi tekist að bera eld að aftari hluta brennunnar. Vindurinn hafi verið það mikill og vindáttin það óhagstæð að fremsti hlutinn hafi einn logað. Því hrundi brennan ofan í dalinn með tilheyrandi látum og fljúgandi spýtnabraki. Dagur ítrekar að þó að myndbandið sé frekar óhugnanlegt hafi enginn verið í hættu og að allir sluppu óskaddaðir. „Gleðilega þjóðhátíð!“ segir hann að lokum.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira