Hljóp til að bjarga lífi sínu undan fljúgandi brettum á brennunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. ágúst 2024 16:52 Það virðist sem að mjóu hafi munað að hann fengi bretti á fleygiferð í sig. Vísir/Samsett Ansi óhugnanlegt myndband frá tendrun brennunnar í Herjólfsdal í gærnótt hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Sökum mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar hrundi brennan ofan í dalinn í stað þess að hrynja inn á sig með þeim afleiðingum að bretti þutu á fleygiferð niður brekkuna. Dagur Arnarsson, handboltamaður og sjálfboðaliði á Þjóðhátíð, þurfti að hlaupa fyrir lífi sínu undan brettunum með tilþrifum. Dagur segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki verið eins mikil hætta á ferð og myndbandið gefur til kynna. Allir sjálfboðaliðarnir hafi verið meðvitaðir um að brennan myndi hrynja í dalinn en að hún hafi gert það aðeins fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Dagur segist þó hafa séð brettið sem þaut í áttina að honum í tæka tíð og þess vegna hafi honum tekist að koma sér undan því með kollhnís. Hann segir alla sem komu að brennunni búa yfir margra ára reynslu og að vel sé valið í hópinn. „Þetta fór allt vel og allir eru heilir,“ segir Dagur. Ástæðuna fyrir því að jafnmjóu hafi munað og myndbandið ber vitni um segir Dagur vera þá að ekki hafi tekist að bera eld að aftari hluta brennunnar. Vindurinn hafi verið það mikill og vindáttin það óhagstæð að fremsti hlutinn hafi einn logað. Því hrundi brennan ofan í dalinn með tilheyrandi látum og fljúgandi spýtnabraki. Dagur ítrekar að þó að myndbandið sé frekar óhugnanlegt hafi enginn verið í hættu og að allir sluppu óskaddaðir. „Gleðilega þjóðhátíð!“ segir hann að lokum. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Dagur segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki verið eins mikil hætta á ferð og myndbandið gefur til kynna. Allir sjálfboðaliðarnir hafi verið meðvitaðir um að brennan myndi hrynja í dalinn en að hún hafi gert það aðeins fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Dagur segist þó hafa séð brettið sem þaut í áttina að honum í tæka tíð og þess vegna hafi honum tekist að koma sér undan því með kollhnís. Hann segir alla sem komu að brennunni búa yfir margra ára reynslu og að vel sé valið í hópinn. „Þetta fór allt vel og allir eru heilir,“ segir Dagur. Ástæðuna fyrir því að jafnmjóu hafi munað og myndbandið ber vitni um segir Dagur vera þá að ekki hafi tekist að bera eld að aftari hluta brennunnar. Vindurinn hafi verið það mikill og vindáttin það óhagstæð að fremsti hlutinn hafi einn logað. Því hrundi brennan ofan í dalinn með tilheyrandi látum og fljúgandi spýtnabraki. Dagur ítrekar að þó að myndbandið sé frekar óhugnanlegt hafi enginn verið í hættu og að allir sluppu óskaddaðir. „Gleðilega þjóðhátíð!“ segir hann að lokum.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira