„Þetta er þúsundum sinnum þess virði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2024 07:00 Vivianne Robinson er að njóta tímans í París en hún er að mæta á sína sjöundu Ólympíuleika á fjörutíu árum. Getty/Sebastian Kahnert Ofuraðdáendi Ólympíuleikanna keypti miða á 38 viðburði og hefur aldrei eytt svona miklum peningi í ferð á leikana. Vivianne Robinson fer ekkert fram hjá neinum þegar hún gengur um stræti Parísar á leið sinni á milli viðburða á Ólympíuleikunum. Þessi bandaríska kona gengur um með risa Ólympíuhatt og er með Ólympíunælur af öllum gerðum festar á bæði hatt sinn og peysu. Það er líka óhætt að kalla Vivianne ofuraðdáenda Ólympíuleikanna. Hún er að mæta á sína sjöundu Ólympíuleika á síðustu fjörutíu árum en allt byrjaði þetta á heimavelli í Los Angeles árið 1984. AP-fréttastofan tók viðtal við hana og komst að því að ferðin til Parísar kostar hana alla hennar sparipeninga. Ein af uppáhaldsborgunum mínum „Ég hef aldrei áður eytt svona miklu í eina Ólympíuleika. Ég var alveg staðráðin í því að ná að sjá Ólympíuleikana í París sem er ein af uppáhaldsborgunum mínum,“ sagði Vivianne Robinson. „Ég eyddi meira en tíu þúsund dölum til að komast hingað og fór yfir um á næstum því öllum kredit kortunum mínum,“ sagði Vivianne en það eru meira en 1,3 milljónir í íslenskum krónum. „Ég var í tveimur störfum, einu á ströndinni á morgnanna og svo í öðru á kvöldin í matvöruverslun. Ég sparaði bara og sparaði,“ sagði Vivianne. Erfitt að safna fyrir þessu öllu „Ég var líka alltaf að kaupa miða á leikana og endaði með 38 miða á viðburði á leikunum,“ sagði Vivianne. „Ég fór kannski aðeins yfir um en ég er njóta tímans hér. Það var erfitt að safna fyrir þessu öllu saman en þetta er þúsundum sinnum þess virði,“ sagði Vivianne. View this post on Instagram A post shared by The Associated Press (AP) (@apnews) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Vivianne Robinson fer ekkert fram hjá neinum þegar hún gengur um stræti Parísar á leið sinni á milli viðburða á Ólympíuleikunum. Þessi bandaríska kona gengur um með risa Ólympíuhatt og er með Ólympíunælur af öllum gerðum festar á bæði hatt sinn og peysu. Það er líka óhætt að kalla Vivianne ofuraðdáenda Ólympíuleikanna. Hún er að mæta á sína sjöundu Ólympíuleika á síðustu fjörutíu árum en allt byrjaði þetta á heimavelli í Los Angeles árið 1984. AP-fréttastofan tók viðtal við hana og komst að því að ferðin til Parísar kostar hana alla hennar sparipeninga. Ein af uppáhaldsborgunum mínum „Ég hef aldrei áður eytt svona miklu í eina Ólympíuleika. Ég var alveg staðráðin í því að ná að sjá Ólympíuleikana í París sem er ein af uppáhaldsborgunum mínum,“ sagði Vivianne Robinson. „Ég eyddi meira en tíu þúsund dölum til að komast hingað og fór yfir um á næstum því öllum kredit kortunum mínum,“ sagði Vivianne en það eru meira en 1,3 milljónir í íslenskum krónum. „Ég var í tveimur störfum, einu á ströndinni á morgnanna og svo í öðru á kvöldin í matvöruverslun. Ég sparaði bara og sparaði,“ sagði Vivianne. Erfitt að safna fyrir þessu öllu „Ég var líka alltaf að kaupa miða á leikana og endaði með 38 miða á viðburði á leikunum,“ sagði Vivianne. „Ég fór kannski aðeins yfir um en ég er njóta tímans hér. Það var erfitt að safna fyrir þessu öllu saman en þetta er þúsundum sinnum þess virði,“ sagði Vivianne. View this post on Instagram A post shared by The Associated Press (AP) (@apnews)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira