Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Rafn Ágúst Ragnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. ágúst 2024 15:51 Jómfrúarþjóðhátíð Kristínar og Köru byrjar hressilega með hávaðaroki og mígandi rigningu. Kolbeinn Tumi Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. Kristín og Karen eru á sinni jómfrúarþjóðhátíð og þeim ber ekki saman um líkurnar á því að þær komi aftur á næsta ári. „Það byrjaði með að við komum og það var mígandi rigning. Aldrei séð jafnmikla rigningu áður. Síðan um kvöldið byrjaði að hvessa. Við komum heim um nóttina eftir að hafa verið í Herjólfsdal og það var fínt veður þá. En svo er búið að vera brjálaður vindur og tjaldið okkar er í hakki,“ segir Karen. Ekkert heldur tjaldinu Þær segjast vera með þrjár ólíkar gerðir tjaldhæla en ekkert nær að tjóðra tjaldið við jörðina. Svefntjaldið sé búið að rifna og skjólið lítið sem ekkert. „Þetta er stemmari,“ segir Karen. Þær segjast vera að skoða möguleika sína en kalla eftir því að íþróttahúsið verði opnað fyrir næturgestum. „Þeir verða eiginlega að gera það því það er fullt af tjöldum hérna handónýt og mér finnst það það eina í stöðunni fyrir þau,“ segir Karen. Þeim bar ekki saman um hvort þær ætluðu sér að fara aftur til eyja næsta sumar. Aðspurð segir Kristín ekki ætla að koma aftur og að hún sé jafnvel að spá í að fara aftur í bæinn í dag. „Nei nei, við komum aftur á næsta ári og það er bókað mál að við verðum í húsi,“ segir Karen þá. Opna samkomuhúsið næturgestum Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að það hafi verið reifað í gærkvöldi að opna íþróttahúsið og leyfa fólki að koma sér fyrir þar yfir nóttina en að veðrið hafi batnað umtalsvert um kvöldið þannig að hætt var við það. Hann segir að samkomuhús sem opið er Þjóðhátíðargestum til að flýja vindinn, hlaða síma og fleira verði opnað og fólki leyft að gista þar sé fólk í sömu sporum og Kristín og Karen. „Þá gerum við það, klárlega. Við viljum hugsa mjög vel um fólkið,“ segir Jónas. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Kristín og Karen eru á sinni jómfrúarþjóðhátíð og þeim ber ekki saman um líkurnar á því að þær komi aftur á næsta ári. „Það byrjaði með að við komum og það var mígandi rigning. Aldrei séð jafnmikla rigningu áður. Síðan um kvöldið byrjaði að hvessa. Við komum heim um nóttina eftir að hafa verið í Herjólfsdal og það var fínt veður þá. En svo er búið að vera brjálaður vindur og tjaldið okkar er í hakki,“ segir Karen. Ekkert heldur tjaldinu Þær segjast vera með þrjár ólíkar gerðir tjaldhæla en ekkert nær að tjóðra tjaldið við jörðina. Svefntjaldið sé búið að rifna og skjólið lítið sem ekkert. „Þetta er stemmari,“ segir Karen. Þær segjast vera að skoða möguleika sína en kalla eftir því að íþróttahúsið verði opnað fyrir næturgestum. „Þeir verða eiginlega að gera það því það er fullt af tjöldum hérna handónýt og mér finnst það það eina í stöðunni fyrir þau,“ segir Karen. Þeim bar ekki saman um hvort þær ætluðu sér að fara aftur til eyja næsta sumar. Aðspurð segir Kristín ekki ætla að koma aftur og að hún sé jafnvel að spá í að fara aftur í bæinn í dag. „Nei nei, við komum aftur á næsta ári og það er bókað mál að við verðum í húsi,“ segir Karen þá. Opna samkomuhúsið næturgestum Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að það hafi verið reifað í gærkvöldi að opna íþróttahúsið og leyfa fólki að koma sér fyrir þar yfir nóttina en að veðrið hafi batnað umtalsvert um kvöldið þannig að hætt var við það. Hann segir að samkomuhús sem opið er Þjóðhátíðargestum til að flýja vindinn, hlaða síma og fleira verði opnað og fólki leyft að gista þar sé fólk í sömu sporum og Kristín og Karen. „Þá gerum við það, klárlega. Við viljum hugsa mjög vel um fólkið,“ segir Jónas.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira