„Það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 20:01 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Vilhelm Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af aukningu innbrota og skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Innbrot valdi verslunarmönnum miklu tjóni og nær engin áhætta sé fólgin í að iðka slíka brotastarfsemi hér á landi þar sem málin leiði sjaldnast til ákæru. Framkvæmdastjóri SVÞ skorar á stjórnvöld að taka vandann fastari tökum. Myndband af innbroti í verslunina King Kong fyrr í vikunni hefur vakið athygli, en eigandi verslunarinnar segir virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi. Einnig var brotist inn í verslun sömu eigenda í desember í fyrra. Verslunin er ekki sú eina sem orðið hefur fyrir barði innbrotsþjófa, en framkvæmdastjóri Samtak verslunar og þjónustu segist merkja aukningu í slíkum málum. „Við höfum sífellt meiri áhyggjur í okkar geira. Þetta er viðvarandi vandamál, búið að vera lengi en þetta er klárlega að aukast. Skýringarnar eru ýmis konar að okkar mati og ekki síst það breytta þjóðfélagsmynstur sem við erum að sjá,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Hann segir þróunina bera öll merki þess að oft sé um að ræða erlenda skipulagða brotastarfsemi. „Þar sem fólk kemur hérna, er sent hingað heim, fólk sem stendur höllum fæti einhvers staðar gjarnan í Evrópu, gagngert til að fremja svona afbrot. Síðan þegar búið er að handtaka það kannski tvisvar, þrisvar þá er því kippt til baka og aðrir sendir,“ segir Andrés. Þjófarnir séu þannig í flestum tilfellum farnir fljótt aftur af landi brott og þess vegna komist fæst þessara mála til ákærumeðferðar í réttarvörslukerfinu. Samtökin hafi reynt að benda yfirvöldum á þetta vandamál í mörg ár. „Eins og við erum búin að segja við stjórnvöld í mörg undanfarin ár, þetta er vandamál sem lögreglan virðist ekki ráða við að leysa. Það eru allt of fá tilvik þar sem brot af þessu tagi enda í ákærumeðferð,“ segir Andrés. Segir allar tegundir verslana í hættu Brot af þessum toga valdi verslunina gríðarlegu tjóni. „áttatíu prósent af tjónunum eru í tuttugu prósent tilvikanna. Þannig að þeir sem eru að fremja þessi afbrot í skipulögðum tilgangi eru að valda mestu tjóninu hjá fyrirtækjunum hjá okkur,“ segir Andrés. Hann segir ekki hægt að einskorða þetta við einhverja eina tegund verslana, en nefnir þó til að mynda stórverslanir og byggingavöruverslanir sem dæmi. „En það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu af þessum ástæðum,“ segir Andrés. Hann segir samtökin ítrekað hafa vakið athygli stjórnvalda á vandanum, meðal annars við dómsmálaráðherra og lögreglu. „Eins og við erum búin að segja þráfaldlega við stjórnvöld mörg undanfarin ár, að ef að á að stemma stigu við þessum vanda þá verða stjórnvöld að taka þetta fastari tökum. Það eru engin varnaðaráhrif vegna þess að í sárafáum tilfellum leiðir þetta til þess að brotamenn eru ákærðir. Þannig að áhættan af því að stunda þessa starfsemi er nær engin,“ segir Andrés. Hann segir samtökin hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að rannsókn mála af þessum toga séu ekki forgangsmál hjá lögreglu. „Það er bara vitað og lögreglan hefur margoft sagt okkur þetta.“ Lögreglumál Verslun Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Myndband af innbroti í verslunina King Kong fyrr í vikunni hefur vakið athygli, en eigandi verslunarinnar segir virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi. Einnig var brotist inn í verslun sömu eigenda í desember í fyrra. Verslunin er ekki sú eina sem orðið hefur fyrir barði innbrotsþjófa, en framkvæmdastjóri Samtak verslunar og þjónustu segist merkja aukningu í slíkum málum. „Við höfum sífellt meiri áhyggjur í okkar geira. Þetta er viðvarandi vandamál, búið að vera lengi en þetta er klárlega að aukast. Skýringarnar eru ýmis konar að okkar mati og ekki síst það breytta þjóðfélagsmynstur sem við erum að sjá,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Hann segir þróunina bera öll merki þess að oft sé um að ræða erlenda skipulagða brotastarfsemi. „Þar sem fólk kemur hérna, er sent hingað heim, fólk sem stendur höllum fæti einhvers staðar gjarnan í Evrópu, gagngert til að fremja svona afbrot. Síðan þegar búið er að handtaka það kannski tvisvar, þrisvar þá er því kippt til baka og aðrir sendir,“ segir Andrés. Þjófarnir séu þannig í flestum tilfellum farnir fljótt aftur af landi brott og þess vegna komist fæst þessara mála til ákærumeðferðar í réttarvörslukerfinu. Samtökin hafi reynt að benda yfirvöldum á þetta vandamál í mörg ár. „Eins og við erum búin að segja við stjórnvöld í mörg undanfarin ár, þetta er vandamál sem lögreglan virðist ekki ráða við að leysa. Það eru allt of fá tilvik þar sem brot af þessu tagi enda í ákærumeðferð,“ segir Andrés. Segir allar tegundir verslana í hættu Brot af þessum toga valdi verslunina gríðarlegu tjóni. „áttatíu prósent af tjónunum eru í tuttugu prósent tilvikanna. Þannig að þeir sem eru að fremja þessi afbrot í skipulögðum tilgangi eru að valda mestu tjóninu hjá fyrirtækjunum hjá okkur,“ segir Andrés. Hann segir ekki hægt að einskorða þetta við einhverja eina tegund verslana, en nefnir þó til að mynda stórverslanir og byggingavöruverslanir sem dæmi. „En það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu af þessum ástæðum,“ segir Andrés. Hann segir samtökin ítrekað hafa vakið athygli stjórnvalda á vandanum, meðal annars við dómsmálaráðherra og lögreglu. „Eins og við erum búin að segja þráfaldlega við stjórnvöld mörg undanfarin ár, að ef að á að stemma stigu við þessum vanda þá verða stjórnvöld að taka þetta fastari tökum. Það eru engin varnaðaráhrif vegna þess að í sárafáum tilfellum leiðir þetta til þess að brotamenn eru ákærðir. Þannig að áhættan af því að stunda þessa starfsemi er nær engin,“ segir Andrés. Hann segir samtökin hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að rannsókn mála af þessum toga séu ekki forgangsmál hjá lögreglu. „Það er bara vitað og lögreglan hefur margoft sagt okkur þetta.“
Lögreglumál Verslun Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent