„Það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 20:01 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Vilhelm Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af aukningu innbrota og skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Innbrot valdi verslunarmönnum miklu tjóni og nær engin áhætta sé fólgin í að iðka slíka brotastarfsemi hér á landi þar sem málin leiði sjaldnast til ákæru. Framkvæmdastjóri SVÞ skorar á stjórnvöld að taka vandann fastari tökum. Myndband af innbroti í verslunina King Kong fyrr í vikunni hefur vakið athygli, en eigandi verslunarinnar segir virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi. Einnig var brotist inn í verslun sömu eigenda í desember í fyrra. Verslunin er ekki sú eina sem orðið hefur fyrir barði innbrotsþjófa, en framkvæmdastjóri Samtak verslunar og þjónustu segist merkja aukningu í slíkum málum. „Við höfum sífellt meiri áhyggjur í okkar geira. Þetta er viðvarandi vandamál, búið að vera lengi en þetta er klárlega að aukast. Skýringarnar eru ýmis konar að okkar mati og ekki síst það breytta þjóðfélagsmynstur sem við erum að sjá,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Hann segir þróunina bera öll merki þess að oft sé um að ræða erlenda skipulagða brotastarfsemi. „Þar sem fólk kemur hérna, er sent hingað heim, fólk sem stendur höllum fæti einhvers staðar gjarnan í Evrópu, gagngert til að fremja svona afbrot. Síðan þegar búið er að handtaka það kannski tvisvar, þrisvar þá er því kippt til baka og aðrir sendir,“ segir Andrés. Þjófarnir séu þannig í flestum tilfellum farnir fljótt aftur af landi brott og þess vegna komist fæst þessara mála til ákærumeðferðar í réttarvörslukerfinu. Samtökin hafi reynt að benda yfirvöldum á þetta vandamál í mörg ár. „Eins og við erum búin að segja við stjórnvöld í mörg undanfarin ár, þetta er vandamál sem lögreglan virðist ekki ráða við að leysa. Það eru allt of fá tilvik þar sem brot af þessu tagi enda í ákærumeðferð,“ segir Andrés. Segir allar tegundir verslana í hættu Brot af þessum toga valdi verslunina gríðarlegu tjóni. „áttatíu prósent af tjónunum eru í tuttugu prósent tilvikanna. Þannig að þeir sem eru að fremja þessi afbrot í skipulögðum tilgangi eru að valda mestu tjóninu hjá fyrirtækjunum hjá okkur,“ segir Andrés. Hann segir ekki hægt að einskorða þetta við einhverja eina tegund verslana, en nefnir þó til að mynda stórverslanir og byggingavöruverslanir sem dæmi. „En það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu af þessum ástæðum,“ segir Andrés. Hann segir samtökin ítrekað hafa vakið athygli stjórnvalda á vandanum, meðal annars við dómsmálaráðherra og lögreglu. „Eins og við erum búin að segja þráfaldlega við stjórnvöld mörg undanfarin ár, að ef að á að stemma stigu við þessum vanda þá verða stjórnvöld að taka þetta fastari tökum. Það eru engin varnaðaráhrif vegna þess að í sárafáum tilfellum leiðir þetta til þess að brotamenn eru ákærðir. Þannig að áhættan af því að stunda þessa starfsemi er nær engin,“ segir Andrés. Hann segir samtökin hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að rannsókn mála af þessum toga séu ekki forgangsmál hjá lögreglu. „Það er bara vitað og lögreglan hefur margoft sagt okkur þetta.“ Lögreglumál Verslun Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Myndband af innbroti í verslunina King Kong fyrr í vikunni hefur vakið athygli, en eigandi verslunarinnar segir virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi. Einnig var brotist inn í verslun sömu eigenda í desember í fyrra. Verslunin er ekki sú eina sem orðið hefur fyrir barði innbrotsþjófa, en framkvæmdastjóri Samtak verslunar og þjónustu segist merkja aukningu í slíkum málum. „Við höfum sífellt meiri áhyggjur í okkar geira. Þetta er viðvarandi vandamál, búið að vera lengi en þetta er klárlega að aukast. Skýringarnar eru ýmis konar að okkar mati og ekki síst það breytta þjóðfélagsmynstur sem við erum að sjá,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Hann segir þróunina bera öll merki þess að oft sé um að ræða erlenda skipulagða brotastarfsemi. „Þar sem fólk kemur hérna, er sent hingað heim, fólk sem stendur höllum fæti einhvers staðar gjarnan í Evrópu, gagngert til að fremja svona afbrot. Síðan þegar búið er að handtaka það kannski tvisvar, þrisvar þá er því kippt til baka og aðrir sendir,“ segir Andrés. Þjófarnir séu þannig í flestum tilfellum farnir fljótt aftur af landi brott og þess vegna komist fæst þessara mála til ákærumeðferðar í réttarvörslukerfinu. Samtökin hafi reynt að benda yfirvöldum á þetta vandamál í mörg ár. „Eins og við erum búin að segja við stjórnvöld í mörg undanfarin ár, þetta er vandamál sem lögreglan virðist ekki ráða við að leysa. Það eru allt of fá tilvik þar sem brot af þessu tagi enda í ákærumeðferð,“ segir Andrés. Segir allar tegundir verslana í hættu Brot af þessum toga valdi verslunina gríðarlegu tjóni. „áttatíu prósent af tjónunum eru í tuttugu prósent tilvikanna. Þannig að þeir sem eru að fremja þessi afbrot í skipulögðum tilgangi eru að valda mestu tjóninu hjá fyrirtækjunum hjá okkur,“ segir Andrés. Hann segir ekki hægt að einskorða þetta við einhverja eina tegund verslana, en nefnir þó til að mynda stórverslanir og byggingavöruverslanir sem dæmi. „En það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu af þessum ástæðum,“ segir Andrés. Hann segir samtökin ítrekað hafa vakið athygli stjórnvalda á vandanum, meðal annars við dómsmálaráðherra og lögreglu. „Eins og við erum búin að segja þráfaldlega við stjórnvöld mörg undanfarin ár, að ef að á að stemma stigu við þessum vanda þá verða stjórnvöld að taka þetta fastari tökum. Það eru engin varnaðaráhrif vegna þess að í sárafáum tilfellum leiðir þetta til þess að brotamenn eru ákærðir. Þannig að áhættan af því að stunda þessa starfsemi er nær engin,“ segir Andrés. Hann segir samtökin hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að rannsókn mála af þessum toga séu ekki forgangsmál hjá lögreglu. „Það er bara vitað og lögreglan hefur margoft sagt okkur þetta.“
Lögreglumál Verslun Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira