Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. ágúst 2024 20:31 Arnar/Ívar Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Breyting var gerð á reglum um bílastæðagjöld fyrir tveimur árum en þar kemur fram að rafmagnsbílar geti lagt í gjaldskyld bílastæði sér að kostnaðarlausu svo lengi sem þeir eru í hleðslu. Brot gegn þessu fellur undir sama sektarákvæði og að misnota bílastæði fyrir hreyfihamlaða. 700 sektir frá áramótum Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavík segir þau reglulega verða var við það að fólk svindli sér í stæði. „Þetta geta almennt verið bæði bensín- og dísilbílar. Síðan eru auðvitað líka rafmagnsbílar sem er lagt í og er ekki verið að hlaða. Frá áramótum hefur verið lagt á um 700 gjöld fyrir að leggja í stæði fyrir rafmagnsbíla. Sumir leggja beint í stæðin og eru ekkert að pæla frekar. Síðan eru aðrir sem tengja snúruna en hefja ekki hleðslu og það auðvitað er þá ekki rafbíll í hleðslu eins og lögin segja til um.“ Sömu lögmál gildi og um stæði fyrir hreyfihamlaða Hann tekur fram að starfsmenn Bílastæðasjóðar séu alltaf með augun opin fyrir brotum sem þessum. ísorka á og rekur rafhleðslustöðvar í miðborginni en Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn og að þau verði af miklum tekjum vegna þessa. „Þetta hefur líka áhrif á bara þjónustuverið hjá okkur. Það er fólk að hringja og kvarta. Það eru rafbílaeigendur sem verða fyrir þjónusturofi. Það er að segja þeir geta ekki hlaðið af því að það eru bílar lagðir í stæðin. Flestum er illa við að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða þannig að þetta á að snerta samviskuna þín jafn mikið að leggja í hleðslustæði.“ Þurfi að sýna notendum virðingu Sigurður hvetur fólk til að leggja ekki af ástæðulausu í rafhleðslustæði og sýna þar með þeim sem þurfa að hlaða virðingu. „Það væri bara ótrúlega nice að aðrir sem ekki eru að nýta þessi stæði bara leggi í þau stæði sem eru fyrir þá sem eru ekki með hleðslustöð og það er nóg af þeim!“ Bílastæði Reykjavík Bílar Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Breyting var gerð á reglum um bílastæðagjöld fyrir tveimur árum en þar kemur fram að rafmagnsbílar geti lagt í gjaldskyld bílastæði sér að kostnaðarlausu svo lengi sem þeir eru í hleðslu. Brot gegn þessu fellur undir sama sektarákvæði og að misnota bílastæði fyrir hreyfihamlaða. 700 sektir frá áramótum Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavík segir þau reglulega verða var við það að fólk svindli sér í stæði. „Þetta geta almennt verið bæði bensín- og dísilbílar. Síðan eru auðvitað líka rafmagnsbílar sem er lagt í og er ekki verið að hlaða. Frá áramótum hefur verið lagt á um 700 gjöld fyrir að leggja í stæði fyrir rafmagnsbíla. Sumir leggja beint í stæðin og eru ekkert að pæla frekar. Síðan eru aðrir sem tengja snúruna en hefja ekki hleðslu og það auðvitað er þá ekki rafbíll í hleðslu eins og lögin segja til um.“ Sömu lögmál gildi og um stæði fyrir hreyfihamlaða Hann tekur fram að starfsmenn Bílastæðasjóðar séu alltaf með augun opin fyrir brotum sem þessum. ísorka á og rekur rafhleðslustöðvar í miðborginni en Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn og að þau verði af miklum tekjum vegna þessa. „Þetta hefur líka áhrif á bara þjónustuverið hjá okkur. Það er fólk að hringja og kvarta. Það eru rafbílaeigendur sem verða fyrir þjónusturofi. Það er að segja þeir geta ekki hlaðið af því að það eru bílar lagðir í stæðin. Flestum er illa við að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða þannig að þetta á að snerta samviskuna þín jafn mikið að leggja í hleðslustæði.“ Þurfi að sýna notendum virðingu Sigurður hvetur fólk til að leggja ekki af ástæðulausu í rafhleðslustæði og sýna þar með þeim sem þurfa að hlaða virðingu. „Það væri bara ótrúlega nice að aðrir sem ekki eru að nýta þessi stæði bara leggi í þau stæði sem eru fyrir þá sem eru ekki með hleðslustöð og það er nóg af þeim!“
Bílastæði Reykjavík Bílar Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira