Segja hægt að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi Alzheimers tilvika Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 10:54 Inngripin ná til allra aldurshópa og spanna allt frá góðri menntun barna til þess að sjá öldruðum fyrir heyrnatækjum og félagsskap. Getty Hægt er að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi allra Alzheimers-tilvika með því að varast fjórtán áhættuþætti, að sögn helstu sérfræðinga heims í sjúkdómnum. Um er að ræða niðurstöður sem 27 vísindamenn hafa birt í Lancet en þeir segja að með því að forðast umrædda áhættuþætti sé hægt að koma í veg fyrir eða seinka 45 prósent Alzheimers-tilvika, jafnvel þótt fólk sé almennt að lifa lengur. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu Alzheimer's Association í Bandaríkjunum en áætlað er að fjöldi einstaklinga með Alzheimers muni þrefaldast og verða 153 milljónir árið 2050. Kostnaður við sjúkdóminn á heimsvísu er áætlaður yfir billjón Bandaríkjadala. „Margt fólk um allan heim heldur að heilabilun (e. dementia) sé óumflýjanleg en hún er það ekki,“ segir Gill Livingston, sem fór fyrir rannsókninni. „Niðurstöður okkar eru þær að þú getur stóraukið líkurnar á að þróa ekki með þér heilabilun eða að fresta henni.“ Current projections estimate 153 million people will be living with dementia by 2050. Nearly half of dementia cases could be prevented or delayed by tackling 14 risk factors starting in childhood, suggests new report from a standing Lancet Commission: https://t.co/ZFRBBbIfdZ pic.twitter.com/fRA8WYcUVH— The Lancet (@TheLancet) July 31, 2024 Livingston segir aldrei of seint að grípa til aðgerða en segja má að skipta megi áhættuþáttunum í tvo flokka; annars vegar þá sem einstaklingar geta haft áhrif á og hins vegar þá þar sem samfélagið eða yfirvöld þurfa að grípa inn í. Tólf áhættuþættir hafa verið þekktir frá 2020 eða lengur; lágt menntastig, heyrnaskerðing, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, ónóg hreyfing, sykursýki, ofneysla áfengis, heilaskaði, loftmengun og félagsleg einangrun. Þessir þættir tengjast samtals um 36 prósent Alzheimers-tilvika. Þá hafa vísindamenn borið kennsl á tvo til viðbótar; hátt „slæmt“ kólesteról, sem er til staðar í 7 prósent tilvika, og ómeðhöndluð sjónskerðing seinna á lífsleiðinni, sem er til staðar í 2 prósent tilvika. Vísindamennirnir hafa lagt til ýmsar aðgerðir til að stuðla að færri Alzheimers-tilvikum, meðal annars aukið aðgengi að heyrnatækjum og meðferð gegn háu kólesteróli frá fertugu. Þá hvetja þeir til þess að börn fái almennilega menntun og að fólk gæti að því að halda hugastarfseminni við. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Um er að ræða niðurstöður sem 27 vísindamenn hafa birt í Lancet en þeir segja að með því að forðast umrædda áhættuþætti sé hægt að koma í veg fyrir eða seinka 45 prósent Alzheimers-tilvika, jafnvel þótt fólk sé almennt að lifa lengur. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu Alzheimer's Association í Bandaríkjunum en áætlað er að fjöldi einstaklinga með Alzheimers muni þrefaldast og verða 153 milljónir árið 2050. Kostnaður við sjúkdóminn á heimsvísu er áætlaður yfir billjón Bandaríkjadala. „Margt fólk um allan heim heldur að heilabilun (e. dementia) sé óumflýjanleg en hún er það ekki,“ segir Gill Livingston, sem fór fyrir rannsókninni. „Niðurstöður okkar eru þær að þú getur stóraukið líkurnar á að þróa ekki með þér heilabilun eða að fresta henni.“ Current projections estimate 153 million people will be living with dementia by 2050. Nearly half of dementia cases could be prevented or delayed by tackling 14 risk factors starting in childhood, suggests new report from a standing Lancet Commission: https://t.co/ZFRBBbIfdZ pic.twitter.com/fRA8WYcUVH— The Lancet (@TheLancet) July 31, 2024 Livingston segir aldrei of seint að grípa til aðgerða en segja má að skipta megi áhættuþáttunum í tvo flokka; annars vegar þá sem einstaklingar geta haft áhrif á og hins vegar þá þar sem samfélagið eða yfirvöld þurfa að grípa inn í. Tólf áhættuþættir hafa verið þekktir frá 2020 eða lengur; lágt menntastig, heyrnaskerðing, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, ónóg hreyfing, sykursýki, ofneysla áfengis, heilaskaði, loftmengun og félagsleg einangrun. Þessir þættir tengjast samtals um 36 prósent Alzheimers-tilvika. Þá hafa vísindamenn borið kennsl á tvo til viðbótar; hátt „slæmt“ kólesteról, sem er til staðar í 7 prósent tilvika, og ómeðhöndluð sjónskerðing seinna á lífsleiðinni, sem er til staðar í 2 prósent tilvika. Vísindamennirnir hafa lagt til ýmsar aðgerðir til að stuðla að færri Alzheimers-tilvikum, meðal annars aukið aðgengi að heyrnatækjum og meðferð gegn háu kólesteróli frá fertugu. Þá hvetja þeir til þess að börn fái almennilega menntun og að fólk gæti að því að halda hugastarfseminni við. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira