Frumsýning á Vísi: Sagði Audda að fangelsisvistin hefði verið þrælskemmtileg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2024 12:00 Herbert Guðmunds er meðal þeirra sem opna sig upp á gátt fyrir Audda. Þriðja þáttaröðin af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið á Stöð 2 í ágúst. Auðunn Blöndal umsjónarmaður þáttanna segist virkilega spenntur að sýna þjóðinni þættina en undirbúningur og tökur hafa staðið yfir síðasta árið og er fyrsta stiklan úr þáttaröðinni nú komin í loftið. „Ég er virkilega ánægður með þessa seríu, þetta er virkilega fjölbreyttur hópur, þau eru öll mjög ólík,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Viðmælendur Auðuns í þetta skiptið eru Páll Óskar, Bríet, Björn Jörundur, Lóa Hjálmtýs, Svala Björgvins og Herbert Guðmundsson. Fyrstu stikluna úr þáttaröðinni má sjá hér að neðan. Klippa: Tónlistarmennirnir okkar - Þriðja sería Traustið gerir þetta þægilegra og skemmtilegra „Tökur hófust í ágúst í fyrra, þannig ferlið hefur staðið yfir í ár. Það er svo mikill munur að gera þetta svona, fá virkilega að vera með viðmælendunum í stað þess til dæmis að hitta þau þrisvar eða fjórum sinnum á tíu dögum. Þarna myndast ákveðið traust og þetta verður einhvern veginn þægilegra og skemmtilegra.“ Í stiklunni fyrir seríuna sjást tónlistarmennirnir slá á létta strengi með Audda. Bríet ræðir tilurð eins síns vinsælasta lags og Herbert Guðmundsson nefnir að honum hafi þótt þrælgaman að vera í fangelsi svo fátt eitt sé nefnt. Auðunn nefnir að eitt það besta við þessa seríu, líkt og systurseríuna Atvinnumennirnir okkar þar sem hann fylgdi eftir fjölbreyttum hópi íþróttafólks, sé að kynna þjóðina fyrir fólki sem hefur ekki endilega verið mikið í sviðsljósinu þrátt fyrir að hafa skarað framúr á sínu sviði. „Ég get ímyndað mér að það séu fullt af fólki á Íslandi sem átti sig engan veginn á því hvað til dæmis Lóa Hjálmtýs er mikill snillingur og hversu fyndin hún er af því hún hefur ekki endilega verið það mikið í fjölmiðlum,“ segir Auðunn um listakonuna og forsprakka rafhljómsveitarinnar FM Belfast. Hefði aldrei búist við að fá verðlaun fyrir menningarþátt Auðunn rifjar upp að það hafi vakið heilmikla athygli þegar Halldór Helgason snjóbrettakappi opnaði sig fyrir honum í Atvinnumennirnir okkar. „Það var svo frábært að fá að fá að gera heilan þátt um hann og mér hefur alltaf fundist gaman að vera með fjölbreyttan hóp, að vera með ólíka viðmælendur, því þarna er svo auðvitað líka fólk sem hefur verið meira í fjölmiðlum.“ Serían hefur vakið mikla athygli undanfarin ár enda þykir Audda takast vel til að sýna nýjar og ólíkar hliðar á viðmælendum sínum. Árið 2022 fékk þáttaröðin Edduverðlaun og rifjar Auðunn upp að þetta sé eina serían sem hann hafi stýrt sem hafi fengið slík verðlaun. „Hún fékk það sem menningarþáttur ársins. Ef einhver hefði sagt mér það í 70 mínútum að fyrsta Eddan yrði fyrir menningarþátt ársins þá hefði ég nú örugglega hlegið,“ segir Auðunn léttur í bragði. Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með þessa seríu, þetta er virkilega fjölbreyttur hópur, þau eru öll mjög ólík,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Viðmælendur Auðuns í þetta skiptið eru Páll Óskar, Bríet, Björn Jörundur, Lóa Hjálmtýs, Svala Björgvins og Herbert Guðmundsson. Fyrstu stikluna úr þáttaröðinni má sjá hér að neðan. Klippa: Tónlistarmennirnir okkar - Þriðja sería Traustið gerir þetta þægilegra og skemmtilegra „Tökur hófust í ágúst í fyrra, þannig ferlið hefur staðið yfir í ár. Það er svo mikill munur að gera þetta svona, fá virkilega að vera með viðmælendunum í stað þess til dæmis að hitta þau þrisvar eða fjórum sinnum á tíu dögum. Þarna myndast ákveðið traust og þetta verður einhvern veginn þægilegra og skemmtilegra.“ Í stiklunni fyrir seríuna sjást tónlistarmennirnir slá á létta strengi með Audda. Bríet ræðir tilurð eins síns vinsælasta lags og Herbert Guðmundsson nefnir að honum hafi þótt þrælgaman að vera í fangelsi svo fátt eitt sé nefnt. Auðunn nefnir að eitt það besta við þessa seríu, líkt og systurseríuna Atvinnumennirnir okkar þar sem hann fylgdi eftir fjölbreyttum hópi íþróttafólks, sé að kynna þjóðina fyrir fólki sem hefur ekki endilega verið mikið í sviðsljósinu þrátt fyrir að hafa skarað framúr á sínu sviði. „Ég get ímyndað mér að það séu fullt af fólki á Íslandi sem átti sig engan veginn á því hvað til dæmis Lóa Hjálmtýs er mikill snillingur og hversu fyndin hún er af því hún hefur ekki endilega verið það mikið í fjölmiðlum,“ segir Auðunn um listakonuna og forsprakka rafhljómsveitarinnar FM Belfast. Hefði aldrei búist við að fá verðlaun fyrir menningarþátt Auðunn rifjar upp að það hafi vakið heilmikla athygli þegar Halldór Helgason snjóbrettakappi opnaði sig fyrir honum í Atvinnumennirnir okkar. „Það var svo frábært að fá að fá að gera heilan þátt um hann og mér hefur alltaf fundist gaman að vera með fjölbreyttan hóp, að vera með ólíka viðmælendur, því þarna er svo auðvitað líka fólk sem hefur verið meira í fjölmiðlum.“ Serían hefur vakið mikla athygli undanfarin ár enda þykir Audda takast vel til að sýna nýjar og ólíkar hliðar á viðmælendum sínum. Árið 2022 fékk þáttaröðin Edduverðlaun og rifjar Auðunn upp að þetta sé eina serían sem hann hafi stýrt sem hafi fengið slík verðlaun. „Hún fékk það sem menningarþáttur ársins. Ef einhver hefði sagt mér það í 70 mínútum að fyrsta Eddan yrði fyrir menningarþátt ársins þá hefði ég nú örugglega hlegið,“ segir Auðunn léttur í bragði.
Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira