Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2024 08:45 Skríll hægriöfgamanna gerði aðsúg að mosku eftir minningarstund í Southport í gærkvöldi. Þeir létu svo lausamuni rigna yfir lögreglumenn. AP/Richard McCarthy/PA Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. Óeirðirnar brutust út þegar hópur manna gerði aðsúg að mosku skömmu eftir minningarstundina í gærkvöldi. Talið er að þar hafi verið á ferð stuðningsmenn hægriöfgasamtakanna Enska varnarbandalagsins (EDL). Átta lögreglumenn slösuðust alvarlega í átökunum samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. Sautján ára gamall piltur stakk fjölda barna og tvo fullorðna sem reyndu að koma þeim til varnar á dansnámskeiði með Taylor Swift þema á mánudag. Þrjár stúlkur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fleiri liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Rangar fullyrðingar um árásarmanninn í dreifingu Lögreglan segir að öfgamönnunum hafi hlaupið kapp í kinn vegna rangra fullyrða á samfélagmiðlum um að árásin tengdist íslamskri öfgahyggju. Árásarmaðurinn er fæddur í Cardiff í Wales en einhverjir enskir fjölmiðlar hafa sagt hann son innflytjenda frá Rúanda. Breska ríkisútvarpið BBC segir piltinn ekki hafa nein þekkt tengsl við íslam. Yfirvöld og lögregla höfðu áður varað almenning við því að dreifa ekki óstaðfestum fréttum af árásinni. Engu að síður hafa rangar fullyrðingar um að pilturinn sé hælisleitandi með arabískt nafn farið sem eldur í sinu í kreðsum hægriöfgamanna og útlendingahatara. „Það hafa verið svo miklar vangaveltur og tilgátur um stöðu sautján ára gamals karlmanns sem er í haldi lögreglu og sumir notfæra sér það til þess að koma með ofbeldi og glundroða á götur okkar. Við höfum þegar sagt að sá handtekni fæddist í Bretlandi og vangaveltur hjálpa engum á þessari stundu,“ segir Alex Goss, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Um þúsund manns voru viðstaddir minningarstund um fórnarlömb árásarinnar í Southport í gærkvöldi.AP/James Speakman/PA Ræna sorg aðstandenda og bæjarins Öfgamennirnir réðust á moskuna, köstuðu múrsteinum, flösku, flugeldum og steinum. Margir þeirra voru hettu- eða grímuklæddir. Þegar lögreglumenn reyndu að skakka leikinn rifu mótmælendurnir meðal annars múrsteina úr garðveggjum og sóttu sér ruslatunnur sem þeir hentu í lögreglumenn sem reyndu að verja sig með óeirðarskjöldum. Patrick Hurley, þingmaður Southport úr Verkamannaflokknum, lýsti mótmælendunum sem „ölvuðum óþokkum“ og að óeirðunum hefði verið stýrt af aðkomumönnum. Sakaði hann þá um að notfæra sér dauða þriggja barna í pólitískum tilgangi. Þeir hafi „rænt“ sorg bæjarins og fjölskyldna þeirra. „Þetta fólk vanvirðir algerlega fjölskyldur þeirra látnu og særðu og vanvirða algerlega bæinn,“ sagði Hurley í útvarpsviðtali. Fordæmdi hann ennfremur að lögreglumenn sem daginn áður hafi hugað að særðum fórnarlömbum árásarinnar hafi mátt sæta grjótkasti í gærkvöldi. Bretland Hnífaárás í Southport Erlend sakamál Tengdar fréttir Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Óeirðirnar brutust út þegar hópur manna gerði aðsúg að mosku skömmu eftir minningarstundina í gærkvöldi. Talið er að þar hafi verið á ferð stuðningsmenn hægriöfgasamtakanna Enska varnarbandalagsins (EDL). Átta lögreglumenn slösuðust alvarlega í átökunum samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. Sautján ára gamall piltur stakk fjölda barna og tvo fullorðna sem reyndu að koma þeim til varnar á dansnámskeiði með Taylor Swift þema á mánudag. Þrjár stúlkur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fleiri liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Rangar fullyrðingar um árásarmanninn í dreifingu Lögreglan segir að öfgamönnunum hafi hlaupið kapp í kinn vegna rangra fullyrða á samfélagmiðlum um að árásin tengdist íslamskri öfgahyggju. Árásarmaðurinn er fæddur í Cardiff í Wales en einhverjir enskir fjölmiðlar hafa sagt hann son innflytjenda frá Rúanda. Breska ríkisútvarpið BBC segir piltinn ekki hafa nein þekkt tengsl við íslam. Yfirvöld og lögregla höfðu áður varað almenning við því að dreifa ekki óstaðfestum fréttum af árásinni. Engu að síður hafa rangar fullyrðingar um að pilturinn sé hælisleitandi með arabískt nafn farið sem eldur í sinu í kreðsum hægriöfgamanna og útlendingahatara. „Það hafa verið svo miklar vangaveltur og tilgátur um stöðu sautján ára gamals karlmanns sem er í haldi lögreglu og sumir notfæra sér það til þess að koma með ofbeldi og glundroða á götur okkar. Við höfum þegar sagt að sá handtekni fæddist í Bretlandi og vangaveltur hjálpa engum á þessari stundu,“ segir Alex Goss, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Um þúsund manns voru viðstaddir minningarstund um fórnarlömb árásarinnar í Southport í gærkvöldi.AP/James Speakman/PA Ræna sorg aðstandenda og bæjarins Öfgamennirnir réðust á moskuna, köstuðu múrsteinum, flösku, flugeldum og steinum. Margir þeirra voru hettu- eða grímuklæddir. Þegar lögreglumenn reyndu að skakka leikinn rifu mótmælendurnir meðal annars múrsteina úr garðveggjum og sóttu sér ruslatunnur sem þeir hentu í lögreglumenn sem reyndu að verja sig með óeirðarskjöldum. Patrick Hurley, þingmaður Southport úr Verkamannaflokknum, lýsti mótmælendunum sem „ölvuðum óþokkum“ og að óeirðunum hefði verið stýrt af aðkomumönnum. Sakaði hann þá um að notfæra sér dauða þriggja barna í pólitískum tilgangi. Þeir hafi „rænt“ sorg bæjarins og fjölskyldna þeirra. „Þetta fólk vanvirðir algerlega fjölskyldur þeirra látnu og særðu og vanvirða algerlega bæinn,“ sagði Hurley í útvarpsviðtali. Fordæmdi hann ennfremur að lögreglumenn sem daginn áður hafi hugað að særðum fórnarlömbum árásarinnar hafi mátt sæta grjótkasti í gærkvöldi.
Bretland Hnífaárás í Southport Erlend sakamál Tengdar fréttir Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52
Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15
Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45