„Kvarta ekki þegar við siglum þessu heim eitt-núll“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 30. júlí 2024 22:36 Jóhannes Karl Sigsteinsson tók við Stjörnunni af Kristjáni Guðmundssyni. vísir/diego Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan og góðan sigur á liði Fylkis, 0-1, í kvöld þegar þessi lið mættust í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna. „Góð tilfinning að klára þetta. Þetta var skrítinn leikur og við byrjuðum frábærlega. Mér fannst fyrstu þrjátíu mínúturnar verulega sterkar. Við vorum að koma okkur mikið inn í box og skapa færi. Við skorum eitt mark og eftir það kemur Fylkir bara inn í leikinn og þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og það sást alveg í dag að þær voru til í að selja sig mjög dýrt og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan réði lögum og lofum fyrsta hálftíma leiksins og voru í raun óheppnar að leiða ekki leikinn með meira en einu marki. „Ef þú lætur ekki kné fylgja kviði meðan þú hefur augnablikið með þá þarf svo lítið til að skipta leikjum. Fylkir er með hörku lið og um leið og þær fundu að við fórum að taka eina, tvær feil sendingar og fórum aðeins að minnka pressuna á þær að þá ganga þær á lagið og vinna sig inn í leikinn,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan spilaði ágætlega í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær voru mjög ógnandi í föstum leikatriðum. „Við stjórnum leiknum framan af og erum að skapa bæði úr opnum leik og erum líka að fá mjög mikið af aukaspyrnum, hornspyrnum og löngum innköstum og skorum úr einu slíku og það er kannski það sem skilur á milli í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Seinni hálfleikurinn er miklu opnari. Fylkir koma bara mjög sterkar og setja erfiða pressu á okkur sem við þurfum að losa með að sparka boltanum frá okkur. Heilt yfir þá hefði ég viljað sjá okkur gera betur í opnum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik þegar að Fylkir er að ýta svona. Þá fáum við skyndisóknir sem að ég hefði viljað sjá betur útfærðar en ég kvarta ekki þegar við siglum þessu heim eitt núll.“ Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
„Góð tilfinning að klára þetta. Þetta var skrítinn leikur og við byrjuðum frábærlega. Mér fannst fyrstu þrjátíu mínúturnar verulega sterkar. Við vorum að koma okkur mikið inn í box og skapa færi. Við skorum eitt mark og eftir það kemur Fylkir bara inn í leikinn og þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og það sást alveg í dag að þær voru til í að selja sig mjög dýrt og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan réði lögum og lofum fyrsta hálftíma leiksins og voru í raun óheppnar að leiða ekki leikinn með meira en einu marki. „Ef þú lætur ekki kné fylgja kviði meðan þú hefur augnablikið með þá þarf svo lítið til að skipta leikjum. Fylkir er með hörku lið og um leið og þær fundu að við fórum að taka eina, tvær feil sendingar og fórum aðeins að minnka pressuna á þær að þá ganga þær á lagið og vinna sig inn í leikinn,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan spilaði ágætlega í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær voru mjög ógnandi í föstum leikatriðum. „Við stjórnum leiknum framan af og erum að skapa bæði úr opnum leik og erum líka að fá mjög mikið af aukaspyrnum, hornspyrnum og löngum innköstum og skorum úr einu slíku og það er kannski það sem skilur á milli í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Seinni hálfleikurinn er miklu opnari. Fylkir koma bara mjög sterkar og setja erfiða pressu á okkur sem við þurfum að losa með að sparka boltanum frá okkur. Heilt yfir þá hefði ég viljað sjá okkur gera betur í opnum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik þegar að Fylkir er að ýta svona. Þá fáum við skyndisóknir sem að ég hefði viljað sjá betur útfærðar en ég kvarta ekki þegar við siglum þessu heim eitt núll.“
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti