Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 08:00 Lögregla girti af vettvang árásarinnar í Southport með tjöldum og borðum. Þá var flug dróna og þyrlna takmarkað á meðan aðgerðir voru í gangi. Vísir/EPA Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. Árásin átti sér stað á dansnámskeiði með Taylor Swift þema fyrir börn í gær. Ungi maðurinn er sagður hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar segjast sjónarvottar hafa séð nokkur ung börn blóðug úti á götu. Kona hafi heyrst öskra: „dóttir mín var stungin!“ Verkstæðiseigandi í nágrenni félagsmiðstöðvarinnar þar sem árásin var framin segist hafa séð örvæntingarfullar mæður mæta á vettvang og að mörg börn hafi leitað skjóls í nærliggjandi íbúðarhúsum. Foreldri stúlku sem var á skemmtuninni segir að dóttir sín sé í áfalli eftir að henni tókst að hlaupa undan árásarmanninum. Árásarmaðurinn er sagður frá Cardiff í Wales upphaflega en að hann hafi verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Hann er í haldi lögreglu sem segir að árásin sé ekki rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk og að einskis annars sé leitað vegna hennar. Auk barnanna tveggja sem létust særðust níu önnur börn og tveir fullorðnir. Þeir fullorðnu eru sagðir hafa særst þegar þeir reyndu að verja börnin, að sögn lögreglunnar á Merseyside. Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, kom til Southport í morgun, en búist er við því að Keir Starmer, forsætisráðherra, heimsæki borgina einnig á næstunni. Bretland Erlend sakamál Tengdar fréttir Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Grunaður árásarmaður sautján ára gamall Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina 29. júlí 2024 16:46 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Árásin átti sér stað á dansnámskeiði með Taylor Swift þema fyrir börn í gær. Ungi maðurinn er sagður hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar segjast sjónarvottar hafa séð nokkur ung börn blóðug úti á götu. Kona hafi heyrst öskra: „dóttir mín var stungin!“ Verkstæðiseigandi í nágrenni félagsmiðstöðvarinnar þar sem árásin var framin segist hafa séð örvæntingarfullar mæður mæta á vettvang og að mörg börn hafi leitað skjóls í nærliggjandi íbúðarhúsum. Foreldri stúlku sem var á skemmtuninni segir að dóttir sín sé í áfalli eftir að henni tókst að hlaupa undan árásarmanninum. Árásarmaðurinn er sagður frá Cardiff í Wales upphaflega en að hann hafi verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Hann er í haldi lögreglu sem segir að árásin sé ekki rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk og að einskis annars sé leitað vegna hennar. Auk barnanna tveggja sem létust særðust níu önnur börn og tveir fullorðnir. Þeir fullorðnu eru sagðir hafa særst þegar þeir reyndu að verja börnin, að sögn lögreglunnar á Merseyside. Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, kom til Southport í morgun, en búist er við því að Keir Starmer, forsætisráðherra, heimsæki borgina einnig á næstunni.
Bretland Erlend sakamál Tengdar fréttir Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Grunaður árásarmaður sautján ára gamall Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina 29. júlí 2024 16:46 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38
Grunaður árásarmaður sautján ára gamall Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina 29. júlí 2024 16:46
Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45