Sleit sambandinu með símtali Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2024 14:31 Katrín og Vilhjálmur hafa ýmsa fjöruna sopið saman. EPA-EFE/AARON CHOWN / POOL Samband Vilhjálms Bretaprinsar og Katrínar Middleton hefur ekki alltaf verið dans á rósum, að því er fram kemur í nýrri bók sem fjallar um ævi Katrínar. Þar segir að Vilhjálmur hafi verið haldinn efasemdum um sambandið og sagt Katrínu upp símleiðis árið 2008. Þau hafi svo náð aftur saman í búningateiti stuttu síðar. Bókin heitir Catherine, The Princess of Wales og er eftir breska rithöfundinn Robert Jobson. Þar vísar Jobson til ýmissa heimildarmanna innan veggja bresku hallarinnar og úr bresku konungsfjölskyldunni. Eins og flestir vita hafa þau Katrín og Vilhjálmur verið saman um þrettán ára skeið en þau hófu fyrst að stinga saman nefjum þegar þau voru stúdentar í Skotlandi árið 2005. Áramótin 2007 og 2008 fullyrðir Jobson hinsvegar í bók sinni að Vilhjálmur hafi verið efins um sambandið. Hann hafi hætt við að hitta Katrínu á gamlárskvöldi og stuttu síðar hringt í hana og fullyrðir höfundur bókarinnar að þau hafi átt innilegt þrjátíu mínútna spjall. Vilhjálmur hafi tjáð henni að honum fyndist þau þurfa næði frá hvort öðru og að hann væri ekki viss um að hann vildi trúlofast henni. „Í tilfinningahlöðnu þrjátíu mínútna samtali þá sammæltust þau um að þau væru á sitthvorri blaðsíðunni. Þetta var áfall fyrir Katrínu og það bætti ekki úr skák fyrir hana að hann hafi hætt með henni í gegnum síma,“ segir í bókinni. Þar segir að Vilhjálmur hafi skellt sér á næturklúbb í London í kjölfarið en að Katrín hafi farið í mæðgnaferð til Dublin og svo til Ibiza með vinkonu. Fullyrðir Jobson að næstu vikur hafi Katrín margsinnis skellt sér út á lífið í London með systur sinni Pippu. Vilhjálmur hafi séð myndir af henni í blöðum þar sem hann var staddur herþjálfun og hafi fljótt verið farinn að fyllast efasemdum um sambandsslitin. Sameiginlegur vinur þeirra Sam Waley-Cohen hafi haldið búningapartý með kynferðislegu þema, svokallað „Freakin Naughty“ þema. Þar hafi þau hist eftir langan tíma og strax haldið út á dansgólf þar sem þau fundu ástina á ný. Fram kemur í umfjöllun People um bókina að Katrín hafi áður sagt að þetta tímabil hafi styrkt sig sem persónu. Vilhjálmur telji einnig að þetta hafi styrkt sambandið síðar meir. Kóngafólk Bretland Ástin og lífið Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Bókin heitir Catherine, The Princess of Wales og er eftir breska rithöfundinn Robert Jobson. Þar vísar Jobson til ýmissa heimildarmanna innan veggja bresku hallarinnar og úr bresku konungsfjölskyldunni. Eins og flestir vita hafa þau Katrín og Vilhjálmur verið saman um þrettán ára skeið en þau hófu fyrst að stinga saman nefjum þegar þau voru stúdentar í Skotlandi árið 2005. Áramótin 2007 og 2008 fullyrðir Jobson hinsvegar í bók sinni að Vilhjálmur hafi verið efins um sambandið. Hann hafi hætt við að hitta Katrínu á gamlárskvöldi og stuttu síðar hringt í hana og fullyrðir höfundur bókarinnar að þau hafi átt innilegt þrjátíu mínútna spjall. Vilhjálmur hafi tjáð henni að honum fyndist þau þurfa næði frá hvort öðru og að hann væri ekki viss um að hann vildi trúlofast henni. „Í tilfinningahlöðnu þrjátíu mínútna samtali þá sammæltust þau um að þau væru á sitthvorri blaðsíðunni. Þetta var áfall fyrir Katrínu og það bætti ekki úr skák fyrir hana að hann hafi hætt með henni í gegnum síma,“ segir í bókinni. Þar segir að Vilhjálmur hafi skellt sér á næturklúbb í London í kjölfarið en að Katrín hafi farið í mæðgnaferð til Dublin og svo til Ibiza með vinkonu. Fullyrðir Jobson að næstu vikur hafi Katrín margsinnis skellt sér út á lífið í London með systur sinni Pippu. Vilhjálmur hafi séð myndir af henni í blöðum þar sem hann var staddur herþjálfun og hafi fljótt verið farinn að fyllast efasemdum um sambandsslitin. Sameiginlegur vinur þeirra Sam Waley-Cohen hafi haldið búningapartý með kynferðislegu þema, svokallað „Freakin Naughty“ þema. Þar hafi þau hist eftir langan tíma og strax haldið út á dansgólf þar sem þau fundu ástina á ný. Fram kemur í umfjöllun People um bókina að Katrín hafi áður sagt að þetta tímabil hafi styrkt sig sem persónu. Vilhjálmur telji einnig að þetta hafi styrkt sambandið síðar meir.
Kóngafólk Bretland Ástin og lífið Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira