Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2024 13:45 Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi. AP/James Speakman/PA Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. Árásin átti sér stað um klukkan 11:50 að staðartíma, eða 10:50 að íslenskum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sjúkraliðið á staðnum hafi sinnt að minnsta kosti átta manns með stungusár. Stórslysavakt var lýst yfir á Alder Hey-barnaspítalanum vegna þess. Staðarblaðið Liverpool Echo hefur eftir heimildum sínum að einn sé látinn og að talið sé að það sé barn. Allt að tíu manns, börn og fullorðnir, hafi verið fluttir á sjúkrahús með meiriháttar áverka. Lögreglan segir að frekari ógn steðji ekki að almenningi eftir að vopnaðir lögreglumenn höfðu hendur í hári árásarmannsins. BBC hefur jafnframt eftir Tim Johnson, blaðamanni frá staðarmiðlinum Eye of Southport, sem kom á vettvang um tuttugu mínútum eftir að lögregla var kölluð til að árásin hafi verið gerð í félagsmiðstöð fyrir börn í gömlu vöruhúsi. Fórnarlömbin séu börn. Hann hafi meðal annars séð stúlku alblóðuga á sjúkrabörum. „Foreldrar hennar hlupu á eftir henni. Þetta var hræðilegt. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Johnson. „Ég sá sjúkraliða, karla og konur, grátandi. Fólk grét á götum úti.“ One man, who has been helping to direct traffic next to the scene, told the Echo: “I saw a man from the ARV come out the cordon and he was white as a sheet. He just shook his head and I thought he was going to cry.” pic.twitter.com/Usj0rPh6h0— Ben Roberts-Haslam (@benhaslm) July 29, 2024 Forsætisráðherrann sleginn yfir tíðindunum Southport er strandbær á norðvesturströnd Englands, tæpa þrjátíu kílómetra norður af Liverpool. Colin Parry, eigandi verkstæðis nærri vettvangi árásarinnar, segir AP-fréttastofunni að hann telji að fjöldi barna hafi verið stunginn. „Þetta er eins og eitthvað frá Bandaríkjunum, ekki sólríka Southport,“ sagði hann. BBC segir að Parry hafi gert lögreglu viðvart um árásina. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði fréttirnar frá Southport, hryllilegar og sláandi í færslu á samfélagsmiðlinum X. Hann fái reglulegar upplýsingar um framvindu mála þar. Sagði hann hug sinn hjá þeim sem ættu um sárt að binda. Horrendous and deeply shocking news emerging from Southport. My thoughts are with all those affected.I would like to thank the police and emergency services for their swift response.I am being kept updated as the situation develops.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) July 29, 2024 Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, lýsti yfir áhyggjum af árásinni á X. I am deeply concerned at the very serious incident in Southport. All my thoughts are with the families & loved ones of those affected.I have spoken to the Merseyside Police & Crime Commissioner to convey full support to the police & thanks to the emergency services responding.— Yvette Cooper (@YvetteCooperMP) July 29, 2024 Steve Rotherham, borgarstjóri Liverpool-stórborgarsvæðisins, hvatti fólk til þess að bíða eftir upplýsingum frá opinberum aðilum og forðast að dreifa óstaðfestum orðrómum eða röngum upplýsingum. Fréttin verður uppfærð. Bretland Erlend sakamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Árásin átti sér stað um klukkan 11:50 að staðartíma, eða 10:50 að íslenskum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sjúkraliðið á staðnum hafi sinnt að minnsta kosti átta manns með stungusár. Stórslysavakt var lýst yfir á Alder Hey-barnaspítalanum vegna þess. Staðarblaðið Liverpool Echo hefur eftir heimildum sínum að einn sé látinn og að talið sé að það sé barn. Allt að tíu manns, börn og fullorðnir, hafi verið fluttir á sjúkrahús með meiriháttar áverka. Lögreglan segir að frekari ógn steðji ekki að almenningi eftir að vopnaðir lögreglumenn höfðu hendur í hári árásarmannsins. BBC hefur jafnframt eftir Tim Johnson, blaðamanni frá staðarmiðlinum Eye of Southport, sem kom á vettvang um tuttugu mínútum eftir að lögregla var kölluð til að árásin hafi verið gerð í félagsmiðstöð fyrir börn í gömlu vöruhúsi. Fórnarlömbin séu börn. Hann hafi meðal annars séð stúlku alblóðuga á sjúkrabörum. „Foreldrar hennar hlupu á eftir henni. Þetta var hræðilegt. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Johnson. „Ég sá sjúkraliða, karla og konur, grátandi. Fólk grét á götum úti.“ One man, who has been helping to direct traffic next to the scene, told the Echo: “I saw a man from the ARV come out the cordon and he was white as a sheet. He just shook his head and I thought he was going to cry.” pic.twitter.com/Usj0rPh6h0— Ben Roberts-Haslam (@benhaslm) July 29, 2024 Forsætisráðherrann sleginn yfir tíðindunum Southport er strandbær á norðvesturströnd Englands, tæpa þrjátíu kílómetra norður af Liverpool. Colin Parry, eigandi verkstæðis nærri vettvangi árásarinnar, segir AP-fréttastofunni að hann telji að fjöldi barna hafi verið stunginn. „Þetta er eins og eitthvað frá Bandaríkjunum, ekki sólríka Southport,“ sagði hann. BBC segir að Parry hafi gert lögreglu viðvart um árásina. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði fréttirnar frá Southport, hryllilegar og sláandi í færslu á samfélagsmiðlinum X. Hann fái reglulegar upplýsingar um framvindu mála þar. Sagði hann hug sinn hjá þeim sem ættu um sárt að binda. Horrendous and deeply shocking news emerging from Southport. My thoughts are with all those affected.I would like to thank the police and emergency services for their swift response.I am being kept updated as the situation develops.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) July 29, 2024 Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, lýsti yfir áhyggjum af árásinni á X. I am deeply concerned at the very serious incident in Southport. All my thoughts are with the families & loved ones of those affected.I have spoken to the Merseyside Police & Crime Commissioner to convey full support to the police & thanks to the emergency services responding.— Yvette Cooper (@YvetteCooperMP) July 29, 2024 Steve Rotherham, borgarstjóri Liverpool-stórborgarsvæðisins, hvatti fólk til þess að bíða eftir upplýsingum frá opinberum aðilum og forðast að dreifa óstaðfestum orðrómum eða röngum upplýsingum. Fréttin verður uppfærð.
Bretland Erlend sakamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira