Fjórtán ára Ólympíumeistari og samfélagsmiðlastjarna á palli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 15:00 Coco Yoshizawa fagnar hér Ólympíugulli sínu í keppni á hjólabrettum. Getty/ Julian Finney Coco Yoshizawa varð í gær Ólympíumeistari í keppni á hjólabrettum á leikunum í París og aðra leikana i röð fagnaði því japanskur táningur sigri í þessari grein. Yoshizawa er aðeins fjórtán ára gömul en fyrir þremur árum var landa hennar Momiji Nishiya aðeins þrettán ára þegar hún vann gullið í Tókýó. Nishiya er nú sextán ára gömul en tókst ekki að vinna sér sæti í Ólympíuliði Japana að þessu sinni. Þetta er grein þeirra ungu og þegar þú ert orðin sautján ára þá ertu þegar kominn i hóp þeirra gömlu. Fædd árið 2009 Í hennar stað var það Yoshizawa sem hélt Ólympíugullinu í Japan en hún fæddist 22. september árið 2009. „Ég vildi vinna gullið og lét bara vaða. Ég vissi að ég þurfti að gera eitthvað sérstakt til að vinna og gaf bara allt í þetta,“ sagði Yoshizawa sem fékk 96.49 stig fyrir ein tilþrifin sín, sem er frábær einkunn. Pele hjólabrettanna Brasilíska samfélagsmiðlastjarnan Rayssa Leal komst á verðlaunapall en hún er með 6,7 milljón fylgjendur á Instagram og er kölluð Pele hjólabrettanna. Hún byrjaði ekki vel en en sýndi frábær tilþrif sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda og komu henni upp í þriðja sætið. Liz Akama frá Japan tók silfurverðlaunin. „Ég hef blendnar tilfinningar. Ég ánægð með að vinna verðlaun en ég vildi gullið miklu frekar,“ sagði hin fimmtán ára gamla Akama. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Hjólabretti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Yoshizawa er aðeins fjórtán ára gömul en fyrir þremur árum var landa hennar Momiji Nishiya aðeins þrettán ára þegar hún vann gullið í Tókýó. Nishiya er nú sextán ára gömul en tókst ekki að vinna sér sæti í Ólympíuliði Japana að þessu sinni. Þetta er grein þeirra ungu og þegar þú ert orðin sautján ára þá ertu þegar kominn i hóp þeirra gömlu. Fædd árið 2009 Í hennar stað var það Yoshizawa sem hélt Ólympíugullinu í Japan en hún fæddist 22. september árið 2009. „Ég vildi vinna gullið og lét bara vaða. Ég vissi að ég þurfti að gera eitthvað sérstakt til að vinna og gaf bara allt í þetta,“ sagði Yoshizawa sem fékk 96.49 stig fyrir ein tilþrifin sín, sem er frábær einkunn. Pele hjólabrettanna Brasilíska samfélagsmiðlastjarnan Rayssa Leal komst á verðlaunapall en hún er með 6,7 milljón fylgjendur á Instagram og er kölluð Pele hjólabrettanna. Hún byrjaði ekki vel en en sýndi frábær tilþrif sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda og komu henni upp í þriðja sætið. Liz Akama frá Japan tók silfurverðlaunin. „Ég hef blendnar tilfinningar. Ég ánægð með að vinna verðlaun en ég vildi gullið miklu frekar,“ sagði hin fimmtán ára gamla Akama. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics)
Hjólabretti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira