Skipuleggjendur ÓL biðjast afsökunar á atriði á setningarhátíðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júlí 2024 07:00 Atriðið vakti misgóð viðbrögð. Skjáskot Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í París hafa beðist afsökunar á atriði sem var hluti af setningarhátíð leikanna sem fram fór síðastliðinn föstudag. Í einu atriði setningarhátíðarinnar sátu dragdrottningar við borð og virtist uppsetningin minna mikið á málverk Leonardo Da Vinci af síðustu kvöldmáltíðinni. Þetta fræga málverk frá 15. öld sínir Jesú Krist sitja við borð með lærisveinum sínum. Í atriðinu birtist einnig hálfnakinn maður sem átti að tákna gríska guðinn Díonýsos, eða Bakkus, guð víns, ölvunar, frjósemi og innblásturs. Atriðið hlaut misgóð viðbrögð og voru margir sem gagnrýndu það. Meðal þeirra sem gagnrýndu atriðið voru meðlimir í kaþólsku kirkjunni í Frakklandi og sagði kirkjan meðal annars að atriðið væri „til marks um háð og spott á kristna trú.“ Þá sagðist fjarskiptafyrirtækið C Spire ætla að draga sig úr auglýsingasamningum við Ólympíuleikana og að fyrirtækið væri „hneykslað yfir háði síðustu kvöldmáltíðarinnar á opnunarathöfninni.“ This is crazy. Opening your event by replacing Jesus and the disciples at the The Last Supper with men in drag. There are 2.4 billion Christians on earth and apparently the Olympics wanted to declare loudly to all of them, right out of the gateNOT WELCOME pic.twitter.com/T88AmXbqXL— Clint Russell (@LibertyLockPod) July 26, 2024 Talsfólk Ólympíuleikana hefur nú beðist afsökunar á því að atriðið hafi móðgað fólk. Það hafi aldrei verið ætlunin og atriðið hafi ekki átt að tákna síðustu kvöldmáltíðina, heldur hafi það átt að vera tilvitnun í hollenskt málverk af guðum Ólympus. Some are angry about the "anti-Christian depiction of the last supper" at the Olympic Opening ceremony. (@elonmusk and @realDonaldTrump among others)A Dutch art historian explains it's not the last supper but a Dutch painting of the Olympic gods.And I explain what I loved.🧵 pic.twitter.com/ZMftlt7dTO— AukeHoekstra (@AukeHoekstra) July 28, 2024 „Það var augljóslega ekki ætlunin að vanvirða nokkurn trúarhóp,“ sagði Anne Descamps, talskona Ólympíuleikanna. „Þvert á móti held ég að Thomas Jolly [listrænn yfirmaður setningarhátíðarinnar] hafi ætlað sér að fagna umburðarlyndi samfélagsins. Okkur finnst það hafa tekist. Ef einhverjir móðguðust þá biðjumst við að sjálfsögðu innilegrar afsökunar.“ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Í einu atriði setningarhátíðarinnar sátu dragdrottningar við borð og virtist uppsetningin minna mikið á málverk Leonardo Da Vinci af síðustu kvöldmáltíðinni. Þetta fræga málverk frá 15. öld sínir Jesú Krist sitja við borð með lærisveinum sínum. Í atriðinu birtist einnig hálfnakinn maður sem átti að tákna gríska guðinn Díonýsos, eða Bakkus, guð víns, ölvunar, frjósemi og innblásturs. Atriðið hlaut misgóð viðbrögð og voru margir sem gagnrýndu það. Meðal þeirra sem gagnrýndu atriðið voru meðlimir í kaþólsku kirkjunni í Frakklandi og sagði kirkjan meðal annars að atriðið væri „til marks um háð og spott á kristna trú.“ Þá sagðist fjarskiptafyrirtækið C Spire ætla að draga sig úr auglýsingasamningum við Ólympíuleikana og að fyrirtækið væri „hneykslað yfir háði síðustu kvöldmáltíðarinnar á opnunarathöfninni.“ This is crazy. Opening your event by replacing Jesus and the disciples at the The Last Supper with men in drag. There are 2.4 billion Christians on earth and apparently the Olympics wanted to declare loudly to all of them, right out of the gateNOT WELCOME pic.twitter.com/T88AmXbqXL— Clint Russell (@LibertyLockPod) July 26, 2024 Talsfólk Ólympíuleikana hefur nú beðist afsökunar á því að atriðið hafi móðgað fólk. Það hafi aldrei verið ætlunin og atriðið hafi ekki átt að tákna síðustu kvöldmáltíðina, heldur hafi það átt að vera tilvitnun í hollenskt málverk af guðum Ólympus. Some are angry about the "anti-Christian depiction of the last supper" at the Olympic Opening ceremony. (@elonmusk and @realDonaldTrump among others)A Dutch art historian explains it's not the last supper but a Dutch painting of the Olympic gods.And I explain what I loved.🧵 pic.twitter.com/ZMftlt7dTO— AukeHoekstra (@AukeHoekstra) July 28, 2024 „Það var augljóslega ekki ætlunin að vanvirða nokkurn trúarhóp,“ sagði Anne Descamps, talskona Ólympíuleikanna. „Þvert á móti held ég að Thomas Jolly [listrænn yfirmaður setningarhátíðarinnar] hafi ætlað sér að fagna umburðarlyndi samfélagsins. Okkur finnst það hafa tekist. Ef einhverjir móðguðust þá biðjumst við að sjálfsögðu innilegrar afsökunar.“
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti