Þriðja ungmennið handtekið vegna drápsins í Landskrónu Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 15:38 Sænsku lögreglumaður að störfum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA Fimmtán ára stúlka var handtekin í tengslum við dráp á táningsstúlku í bænum Landskrónu í Svíþjóð. Hún neitar allri sök. Tvö önnur ungmenni eru grunuð um aðild að drápinu á stúlkunni. Lík fjórtán ára gamallar stúlku fannst illa út leikið á lestarstöð í Landskrónu á þriðjudag. Lögreglan þar telur að henni hafi verið ráðinn bani. Hún fannst bundin á höndum og með áverka um allan líkamann. Jafnaldra fórnarlambsins var handtekin sama dag, grunuð um aðild að dauða stúlkunnar. Hún er talin hafa þekkt fórnarlambið. Annað ungmenni á aldrinum fimmtán til átján ára var einnig handtekið. Stúlkan sem nú hefur verið handtekin neitaði allri sök þegar gæsluvarðhaldskrafa yfir henni var tekin fyrir í dag. Hún kom fyrir dóminn í gegnum fjarfundarbúnað, að sögn sænska blaðsins Dagens nyheter. Tomas Olvmyr, saksóknari, færði rök fyrir því að hætta væri á að stúlkan reyndi að spilla sönnunargögnum eða leggja stein í götu rannsóknarinnar ef hún sætti ekki varðhaldi. Olvmyr segir að stúlkurnar tvær sem voru handteknar þekkist en séu ekki skyldar. Við yfirheyrslur hafi þær viðurkennt þátt í málinu. Þriðji sakborningurinn er sakaður um að hylma yfir glæp. Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hafa átt sér stað í Landskrónu eftir að stúlkan fannst látin, þar á meðal hafa kafarar leitað í síki í miðbænum. Þá eru tveir hnífar sagðir hafa fundist nærri staðnum sem líkið fannst. Lögreglan rannsakar hvort þeir tengist drápinu. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Lík fjórtán ára gamallar stúlku fannst illa út leikið á lestarstöð í Landskrónu á þriðjudag. Lögreglan þar telur að henni hafi verið ráðinn bani. Hún fannst bundin á höndum og með áverka um allan líkamann. Jafnaldra fórnarlambsins var handtekin sama dag, grunuð um aðild að dauða stúlkunnar. Hún er talin hafa þekkt fórnarlambið. Annað ungmenni á aldrinum fimmtán til átján ára var einnig handtekið. Stúlkan sem nú hefur verið handtekin neitaði allri sök þegar gæsluvarðhaldskrafa yfir henni var tekin fyrir í dag. Hún kom fyrir dóminn í gegnum fjarfundarbúnað, að sögn sænska blaðsins Dagens nyheter. Tomas Olvmyr, saksóknari, færði rök fyrir því að hætta væri á að stúlkan reyndi að spilla sönnunargögnum eða leggja stein í götu rannsóknarinnar ef hún sætti ekki varðhaldi. Olvmyr segir að stúlkurnar tvær sem voru handteknar þekkist en séu ekki skyldar. Við yfirheyrslur hafi þær viðurkennt þátt í málinu. Þriðji sakborningurinn er sakaður um að hylma yfir glæp. Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hafa átt sér stað í Landskrónu eftir að stúlkan fannst látin, þar á meðal hafa kafarar leitað í síki í miðbænum. Þá eru tveir hnífar sagðir hafa fundist nærri staðnum sem líkið fannst. Lögreglan rannsakar hvort þeir tengist drápinu.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira