Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júlí 2024 12:06 Mikill viðbúnaður er í Parísarborg í kringum Ólympíuleikanna. Vilhelm/EPA/RITCHIE B. TONGO Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. Formleg setningarathöfn Ólympíuleikanna er í kvöld en tveir íslenskir keppendur taka þátt sem fánaberar. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri hópsins, segir óljóst hvort að umfangsmikil skemmdarverk sem voru unnin á lestarkerfinu umhverfis París í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska hópinn. Vésteinn tekur þó fram að skipulagsleysi setji svip sinn á samgöngumál á mótinu. Leið yfir keppanda í rútu „Við vitum það ekki þetta er bara nýtilkomið. Það hefur verið mikið vesen með samgöngur hérna, það hefur verið aðallega kvartað undan því. Rútukerfi leikanna hefur ekki virkað og bílstjórarnir vita ekki hvert þeir eru að fara og svona. Af alls konar öryggisástæðum má ekki opna glugga í rútunni og það leið yfir eina sundkonu frá Írlandi út af súrefnisskorti. Við vitum hreinlega ekki hvort þessi skemmdarverk hafi áhrif á okkur en hinað til erum við bara í rútum, við erum ekki í þessum samgöngumálum. Við erum með nokkra starfsmenn sem eru fyrir utan þorpið og það gæti haft áhrif á þau. Við erum með b-plan í þessu öllu saman og erum með bíla til að ná í þau. “ Lítið af mat fyrstu daganna Jafnframt hefur verið kvartað töluvert undan matnum á mótinu en Vésteinn tekur fram að búið sé að bæta úr því. „Fyrstu daganna hérna var lítið af mat og lítið af próteini. Eggin voru búin og ýmislegt svona í morgunmatnum. Það er búið að laga það sæmilega vel. Við vorum í kvöldmat í gær með þrjú þúsund manns og ég held að það hafi allir fengið nóg að borða.“ Átta tíma ferðalag fyrir setningarathöfnina Vésteinn segir að mikil spenna sé á meðal keppenda fyrir leikunum og að undirbúningur sé búin að ganga mjög vel. Hann nefnir að þrír af fimm keppendum muni ekki taka þátt í setningarathöfninni til að og undirbúa sig fyrir keppnina sjálfa. Þetta er í fyrsta sinn sem athöfnin fer ekki fram á íþróttaleikvangi en í kvöld munu keppendur frá 207 löndum sigla niður Signu um borð í 85 bátum. Mikil leynd ríkir um skemmtiatriði kvöldsins en búist er við að Lady Gaga og Celine Dion komi fram í kvöld. „Við förum héðan þremur tímum fyrir bátsferðina svo að allur pakkinn er átta og hálfur tími. Síðan er bátsferðin 42 mínútur og síðan förum við í land eftir tvo klukkutíma því þetta eru svo margir bátar og svo er þetta í Trocadero eftir það. Þannig að þetta er heljarinnar batterí.“ Mikill viðbúnaður í kringum þorpið Vésteinn segir mikinn viðbúnað á svæðinu og að mikil áhersla sé lögð á öryggismál. „Við erum í sömu götu og Ísrael. Þeir eru hérna þremur blokkum frá okkur og það er lokað stundum þar. Það er eina blokkin sem er ekki merkt. Hér labba menn um með stór skotvopn og það er mjög mikið öryggi og það kemst enginn inn. Það er vel hugsað um þá sem eru í stríðsátökum og við getum náttúrulega ekkert annað en bara fylgt þeim reglum.“ Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Formleg setningarathöfn Ólympíuleikanna er í kvöld en tveir íslenskir keppendur taka þátt sem fánaberar. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri hópsins, segir óljóst hvort að umfangsmikil skemmdarverk sem voru unnin á lestarkerfinu umhverfis París í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska hópinn. Vésteinn tekur þó fram að skipulagsleysi setji svip sinn á samgöngumál á mótinu. Leið yfir keppanda í rútu „Við vitum það ekki þetta er bara nýtilkomið. Það hefur verið mikið vesen með samgöngur hérna, það hefur verið aðallega kvartað undan því. Rútukerfi leikanna hefur ekki virkað og bílstjórarnir vita ekki hvert þeir eru að fara og svona. Af alls konar öryggisástæðum má ekki opna glugga í rútunni og það leið yfir eina sundkonu frá Írlandi út af súrefnisskorti. Við vitum hreinlega ekki hvort þessi skemmdarverk hafi áhrif á okkur en hinað til erum við bara í rútum, við erum ekki í þessum samgöngumálum. Við erum með nokkra starfsmenn sem eru fyrir utan þorpið og það gæti haft áhrif á þau. Við erum með b-plan í þessu öllu saman og erum með bíla til að ná í þau. “ Lítið af mat fyrstu daganna Jafnframt hefur verið kvartað töluvert undan matnum á mótinu en Vésteinn tekur fram að búið sé að bæta úr því. „Fyrstu daganna hérna var lítið af mat og lítið af próteini. Eggin voru búin og ýmislegt svona í morgunmatnum. Það er búið að laga það sæmilega vel. Við vorum í kvöldmat í gær með þrjú þúsund manns og ég held að það hafi allir fengið nóg að borða.“ Átta tíma ferðalag fyrir setningarathöfnina Vésteinn segir að mikil spenna sé á meðal keppenda fyrir leikunum og að undirbúningur sé búin að ganga mjög vel. Hann nefnir að þrír af fimm keppendum muni ekki taka þátt í setningarathöfninni til að og undirbúa sig fyrir keppnina sjálfa. Þetta er í fyrsta sinn sem athöfnin fer ekki fram á íþróttaleikvangi en í kvöld munu keppendur frá 207 löndum sigla niður Signu um borð í 85 bátum. Mikil leynd ríkir um skemmtiatriði kvöldsins en búist er við að Lady Gaga og Celine Dion komi fram í kvöld. „Við förum héðan þremur tímum fyrir bátsferðina svo að allur pakkinn er átta og hálfur tími. Síðan er bátsferðin 42 mínútur og síðan förum við í land eftir tvo klukkutíma því þetta eru svo margir bátar og svo er þetta í Trocadero eftir það. Þannig að þetta er heljarinnar batterí.“ Mikill viðbúnaður í kringum þorpið Vésteinn segir mikinn viðbúnað á svæðinu og að mikil áhersla sé lögð á öryggismál. „Við erum í sömu götu og Ísrael. Þeir eru hérna þremur blokkum frá okkur og það er lokað stundum þar. Það er eina blokkin sem er ekki merkt. Hér labba menn um með stór skotvopn og það er mjög mikið öryggi og það kemst enginn inn. Það er vel hugsað um þá sem eru í stríðsátökum og við getum náttúrulega ekkert annað en bara fylgt þeim reglum.“
Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira