Breskur Ólympíumeistari drýgir tekjurnar á OnlyFans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 12:31 Jack Laugher er vinsæll á OnlyFans. instagram-síða jack laugher Jack Laugher, sem varð fyrsti Ólympíumeistari Breta í dýfingum, setur inn efni á OnlyFans til að afla fjár. Hann segir ekki mjög arðbært að vera afreksmaður í dýfingum. Þrátt fyrir að hafa unnið til þriggja verðlauna á Ólympíuleikum og vera einn fremsti dýfingamaður heims er Laugher ekkert sérstaklega fjáður, allavega ekki miðað við margt annað íþróttafólk. Hann hefur því hugsað út fyrir boxið til að afla sér aukinna tekna. Og það hefur hann gert með því að selja aðgang að myndum og myndböndum af sér fáklæddum á OnlyFans. „Það er ekki mikill peningur í dýfingum svo ég geri hvað sem er fyrir auka pening. Ég hef svolítið sem fólk vill og ég sel það glaður. Þetta er mjög, mjög góð leið fyrir mig til að græða smá auka pening,“ sagði Laugher sem er kominn til Parísar þar sem hann keppir á Ólympíuleikunum. Laugher segist þéna 28 þúsund pund á ári, eða um fimm milljónir íslenskra króna. Hann segir að það sé ágætt og hann hafi það gott á þeim launum en þau séu ekki há miðað við það sem íþróttafólk í öðrum greinum þénar. Til að mynda fær keppandi sem fellur út í 1. umferð á Wimbledon-mótinu í tennis sextíu þúsund pund, eða um 10,7 milljónir króna. Pabbinn átti hugmyndina Að sögn Laughers stakk faðir hans upp á því að hann myndi rukka fólk fyrir efni með sér. „Pabbi sagði: Þú setur efni á Instagram en þegar efnið er frítt, eins og Instagram, ert þú efnið,“ sagði Laugher sem tók pabba sinn á orðinu og skráði sig á OnlyFans fyrir þremur árum, skömmu eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Laugher og Chris Mears unnu gull á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir átta árum.getty/Adam Pretty Síðan þá hefur Laugher birt 570 ljósbláar myndir af sér og 54 myndbönd. Og það hefur skilað honum þúsundum punda. Mánaðaráskrift af OnlyFans kostar tæplega fjórtán hundruð krónur og þá geta áskrifendur gefið eins konar þjórfé fyrir einstaka færslur. Laugher fékk til að mynda tæplega 61 þúsund krónur í þjórfé fyrir myndband af sér í sturtu á nærfötunum í apríl. Engin nekt Laugher er ekki beint spéhræddur enda myndi það flækja málin fyrir OnlyFans-fyrirsætu. En hann passar sig á að fara ekki yfir strikið og vera siðsamlegur. „Ég skil hvernig er litið á þetta og ef fólk horfir neikvæðum augum á þetta. En ég veit hvað ég er að gera og líður vel með það,“ sagði Laugher. Laugher á æfingu í París.getty/Clive Rose „Það kemur skýrt fram að á síðunni minni að það er engin nekt. Ég færi fólki eitthvað mjög svipað því sem ég gerði áður en ég rukka bara smá áskriftargjald fyrir það. Mér finnst gaman að sýna mig og það er það sem ég er að gera. Svona get ég bara grætt smá pening og komið mér í betri stöðu fyrir framtíðina.“ Laugher er ekki eini breski dýfingakappinn sem situr fyrir á OnlyFans því Noah Williams skráði sig inn á síðuna í fyrra. Hann er mjög virkur og hefur birt 134 myndir og 129 myndbönd á rúmu ári á OnlyFans. Ólympíuleikar 2024 í París OnlyFans Dýfingar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa unnið til þriggja verðlauna á Ólympíuleikum og vera einn fremsti dýfingamaður heims er Laugher ekkert sérstaklega fjáður, allavega ekki miðað við margt annað íþróttafólk. Hann hefur því hugsað út fyrir boxið til að afla sér aukinna tekna. Og það hefur hann gert með því að selja aðgang að myndum og myndböndum af sér fáklæddum á OnlyFans. „Það er ekki mikill peningur í dýfingum svo ég geri hvað sem er fyrir auka pening. Ég hef svolítið sem fólk vill og ég sel það glaður. Þetta er mjög, mjög góð leið fyrir mig til að græða smá auka pening,“ sagði Laugher sem er kominn til Parísar þar sem hann keppir á Ólympíuleikunum. Laugher segist þéna 28 þúsund pund á ári, eða um fimm milljónir íslenskra króna. Hann segir að það sé ágætt og hann hafi það gott á þeim launum en þau séu ekki há miðað við það sem íþróttafólk í öðrum greinum þénar. Til að mynda fær keppandi sem fellur út í 1. umferð á Wimbledon-mótinu í tennis sextíu þúsund pund, eða um 10,7 milljónir króna. Pabbinn átti hugmyndina Að sögn Laughers stakk faðir hans upp á því að hann myndi rukka fólk fyrir efni með sér. „Pabbi sagði: Þú setur efni á Instagram en þegar efnið er frítt, eins og Instagram, ert þú efnið,“ sagði Laugher sem tók pabba sinn á orðinu og skráði sig á OnlyFans fyrir þremur árum, skömmu eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Laugher og Chris Mears unnu gull á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir átta árum.getty/Adam Pretty Síðan þá hefur Laugher birt 570 ljósbláar myndir af sér og 54 myndbönd. Og það hefur skilað honum þúsundum punda. Mánaðaráskrift af OnlyFans kostar tæplega fjórtán hundruð krónur og þá geta áskrifendur gefið eins konar þjórfé fyrir einstaka færslur. Laugher fékk til að mynda tæplega 61 þúsund krónur í þjórfé fyrir myndband af sér í sturtu á nærfötunum í apríl. Engin nekt Laugher er ekki beint spéhræddur enda myndi það flækja málin fyrir OnlyFans-fyrirsætu. En hann passar sig á að fara ekki yfir strikið og vera siðsamlegur. „Ég skil hvernig er litið á þetta og ef fólk horfir neikvæðum augum á þetta. En ég veit hvað ég er að gera og líður vel með það,“ sagði Laugher. Laugher á æfingu í París.getty/Clive Rose „Það kemur skýrt fram að á síðunni minni að það er engin nekt. Ég færi fólki eitthvað mjög svipað því sem ég gerði áður en ég rukka bara smá áskriftargjald fyrir það. Mér finnst gaman að sýna mig og það er það sem ég er að gera. Svona get ég bara grætt smá pening og komið mér í betri stöðu fyrir framtíðina.“ Laugher er ekki eini breski dýfingakappinn sem situr fyrir á OnlyFans því Noah Williams skráði sig inn á síðuna í fyrra. Hann er mjög virkur og hefur birt 134 myndir og 129 myndbönd á rúmu ári á OnlyFans.
Ólympíuleikar 2024 í París OnlyFans Dýfingar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti