Fjöldi mótmælir við sögulegt ávarp Netanjahú Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2024 16:42 Mótmælendur safnast saman við þinghúsið í Washington DC til að mótmæla stríðsrekstri Ísraela á Gasa og vopnasölu Bandaríkjanna til Ísraels. EPA/Jim Lo Scalzo Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Netanjahú ætlar að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings í dag í þeirri von að tryggja áfram stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Ísraela á Gasasvæðinu. Hann er fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að ávarpa þingið fjórum sinnum. Mikill fjöldi mótmælenda safnast saman við þinghúsið í Washington DC. Netanjahú, sem ávarpar þingið klukkan sex að íslenskum tíma, kom til Bandaríkjanna á mánudag og mun í framhaldi af ávarpinu á þinginu funda með Joe Biden forseta og Kamölu Harris varaforseta. Þá hyggur hann á fund með Donald Trump, forsetaefni repúblikana. Netanjahú hefur boðað að segja sannleikann um réttlætanlegan stríðsrekstur Ísraela. Forsætisráðherrann sætir auknum alþjóðlegum þrýstingi eftir tæplega tíu mánaða stríðsrekstur á Gasa eftir hryðjuverkaárás Hamas samtakanna þann 7. október í fyrra. Reiknað er með miklum mótmælum í Washington DC af hendi stuðningsfólks Palestínu. Að neðan má sjá beina útsendingu AP frá þinghúsinu. Þá er reiknað með því að einhverjir þingmenn Demókrata sniðgangi ávarpið, þeirra á meðal Bernie Sanders, þingmaður Vermont. Þá verður Kamela Harris fjarverandi en sú skýring gefin að hún eigi ekki heimangengt. Talið er að 39 þúsund manns hafi látist á Gasa síðan í október í fyrra en nýjasta áhyggjuefnið er möguleg útbreiðsla lömunarveiki á Gasa. Heimsókn Netanjahú, sem er fyrsti erlendi leiðtogi í heiminum til að ávarpa þingið í fjórða skipti,fellur að nokkru leyti í skugga mikilla vendinga vestan hafs. Fyrst má nefna banatilræðið á Donald Trump og svo sú ákvörðun Joe Biden að draga framboð sitt til forseta til baka og styðja við varaforsetann Kamelu Harris. Frétt BBC. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Netanjahú, sem ávarpar þingið klukkan sex að íslenskum tíma, kom til Bandaríkjanna á mánudag og mun í framhaldi af ávarpinu á þinginu funda með Joe Biden forseta og Kamölu Harris varaforseta. Þá hyggur hann á fund með Donald Trump, forsetaefni repúblikana. Netanjahú hefur boðað að segja sannleikann um réttlætanlegan stríðsrekstur Ísraela. Forsætisráðherrann sætir auknum alþjóðlegum þrýstingi eftir tæplega tíu mánaða stríðsrekstur á Gasa eftir hryðjuverkaárás Hamas samtakanna þann 7. október í fyrra. Reiknað er með miklum mótmælum í Washington DC af hendi stuðningsfólks Palestínu. Að neðan má sjá beina útsendingu AP frá þinghúsinu. Þá er reiknað með því að einhverjir þingmenn Demókrata sniðgangi ávarpið, þeirra á meðal Bernie Sanders, þingmaður Vermont. Þá verður Kamela Harris fjarverandi en sú skýring gefin að hún eigi ekki heimangengt. Talið er að 39 þúsund manns hafi látist á Gasa síðan í október í fyrra en nýjasta áhyggjuefnið er möguleg útbreiðsla lömunarveiki á Gasa. Heimsókn Netanjahú, sem er fyrsti erlendi leiðtogi í heiminum til að ávarpa þingið í fjórða skipti,fellur að nokkru leyti í skugga mikilla vendinga vestan hafs. Fyrst má nefna banatilræðið á Donald Trump og svo sú ákvörðun Joe Biden að draga framboð sitt til forseta til baka og styðja við varaforsetann Kamelu Harris. Frétt BBC.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira