Missir af Ólympíuleikunum vegna veikinda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 16:03 Jannik Sinner er efsti maður heimslistans í tennis en hann verður ekki með á Ólympíuleikunum í París. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Ítalska tennisstjarnan Jannik Sinner hefur ákveðið að keppa ekki á Ólympíuleikunum í París en leikarnir verða settir á föstudaginn. Það er því ljóst að efsti maður heimslistans vinnur ekki gullið í ár. Hinn 22 ára gamli Sinner greinir frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum. „Eftir góða æfingaviku þá fór mér að líða illa. Ég reyndi samt að æfa í nokkra daga en eftir heimsókn til læknis þá komst ég að því að ég væri með hálskirtlabólgu. Læknirinn ráðlagði mér að keppa ekki,“ skrifaði Sinner. Hann segir að það séu mikil vonbrigði að missa af Ólympíuleikunum sem voru eitt af aðalmarkmiðum hans á árinu. Hann óskaði kollegum sínum góðs gengis og endaði á því að skrifa „Forza Italia“ eða „Áfram Ítalía“. Sinner þótti líklegur til afreka á Ólympíuleikunum ásamt mönnum eins og þeim Carlos Alcaraz, Novak Djokovic og Casper Ruud. Í byrjun ársins 2023 þá sat Sinner í fimmtánda sæti heimslistans en hann endaði árið í fjórða sæti. Eftir Roland-Garros mótið í júní þá komst Sinner síðan upp í efsta sæti heimslistans og getur því með réttu kallað sig besta tennismann heims um þessar mundir. Sinner vann Medvedev í úrslitaleiknum á Opna ástralska risamótinu í janúar og hefur síðan unnið mót í Rotterdam (ATP 500), Miami (Masters) og Halle (ATP 500). Það eru bara Alcaraz (tvisvar), Stefanos Tsitsipas og Daniil Medvedev sem hafa náð að vinna Ítalann á árinu 2024. Sono amareggiato di informarvi che purtroppo non potrò partecipare ai Giochi Olimpici di Parigi.Dopo una buona settimana di allenamento sulla terra ho cominciato a non sentirmi bene. Ho trascorso un paio di giorni a riposo ed in visita il medico ha riscontrato una tonsillite e… pic.twitter.com/Qrx8TJLoMA— Jannik Sinner (@janniksin) July 24, 2024 Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Sinner greinir frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum. „Eftir góða æfingaviku þá fór mér að líða illa. Ég reyndi samt að æfa í nokkra daga en eftir heimsókn til læknis þá komst ég að því að ég væri með hálskirtlabólgu. Læknirinn ráðlagði mér að keppa ekki,“ skrifaði Sinner. Hann segir að það séu mikil vonbrigði að missa af Ólympíuleikunum sem voru eitt af aðalmarkmiðum hans á árinu. Hann óskaði kollegum sínum góðs gengis og endaði á því að skrifa „Forza Italia“ eða „Áfram Ítalía“. Sinner þótti líklegur til afreka á Ólympíuleikunum ásamt mönnum eins og þeim Carlos Alcaraz, Novak Djokovic og Casper Ruud. Í byrjun ársins 2023 þá sat Sinner í fimmtánda sæti heimslistans en hann endaði árið í fjórða sæti. Eftir Roland-Garros mótið í júní þá komst Sinner síðan upp í efsta sæti heimslistans og getur því með réttu kallað sig besta tennismann heims um þessar mundir. Sinner vann Medvedev í úrslitaleiknum á Opna ástralska risamótinu í janúar og hefur síðan unnið mót í Rotterdam (ATP 500), Miami (Masters) og Halle (ATP 500). Það eru bara Alcaraz (tvisvar), Stefanos Tsitsipas og Daniil Medvedev sem hafa náð að vinna Ítalann á árinu 2024. Sono amareggiato di informarvi che purtroppo non potrò partecipare ai Giochi Olimpici di Parigi.Dopo una buona settimana di allenamento sulla terra ho cominciato a non sentirmi bene. Ho trascorso un paio di giorni a riposo ed in visita il medico ha riscontrato una tonsillite e… pic.twitter.com/Qrx8TJLoMA— Jannik Sinner (@janniksin) July 24, 2024
Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira