Söngskólinn í Reykjavík leitar nýs húsnæðis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2024 12:34 Söngskólinn hefur starfað í Sturluhöllum frá árinu 2018. Reykjavíkurborg Stjórnendur Söngskólans í Reykjavík leita nýs húsnæðis undir starfsemi skólans. Núverandi húsnæði skólans við Laufásveg í Reykjavík, sem gjarnan er kallað Sturluhallir, hefur þegar verið selt. „Eins og flestir vita er rekstur tónlistarskóla í landinu ekki mjög beysinn þessa dagana,“ segir Viðar Gunnarsson óperusöngvari og stjórnarformaður Söngskólans í samtali við fréttastofu. Hann segir skólann ekki eiga efni á framkvæmdum á húsinu, sem þurfi reglulegt viðhald enda reist fyrir um hundrað árum. Starfsemi Söngskólans í Reykjavík verður út næsta skólaár í Sturluhöllum en eftir það verður hún flutt. Stjórnendur leita nú nýs húsnæðis og hafa til þess ár. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að húsnæðið hefði verið selt í hendur nýstofnaða félagsins Laufásvegur ehf, í eigu Þrastar Bjarnhéðinssonar Johnson. Fátt er að finna um Þröst, verðandi eiganda þessa glæsibýlis, á netinu. Kaupverðið var 370 milljónir króna. Söngskólinn hefur flakkað nokkuð milli húsakynna í fimmtíu ára sögu sinni. Á vefsíðu skólans segir að í fyrstu hafi hann staðið í litlu húsi við Laufásveg, en síðar flust að Hverfisgötu 45 til árs 2002. Þá hafi starfsemin verið færð að Snorrabraut 54 í Reykjavík en húsið er jafnan kennt við Osta- og smjörsöluna. Árið 2017 sagði Garðar Cortes heitinn þáverandi skólastjóri Söngskólans í samtali við fréttastofu að skólinn hefði ekki efni á að eiga svo dýra eign. Sömu sögu virðist vera að segja af ástandinu í dag. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Hann lést í maí í fyrra. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona tók við af Garðari en hún hefur starfað við skólann frá upphafi. Fyrr í dag tilkynnti skólinn að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefði verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum. Tónlist Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
„Eins og flestir vita er rekstur tónlistarskóla í landinu ekki mjög beysinn þessa dagana,“ segir Viðar Gunnarsson óperusöngvari og stjórnarformaður Söngskólans í samtali við fréttastofu. Hann segir skólann ekki eiga efni á framkvæmdum á húsinu, sem þurfi reglulegt viðhald enda reist fyrir um hundrað árum. Starfsemi Söngskólans í Reykjavík verður út næsta skólaár í Sturluhöllum en eftir það verður hún flutt. Stjórnendur leita nú nýs húsnæðis og hafa til þess ár. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að húsnæðið hefði verið selt í hendur nýstofnaða félagsins Laufásvegur ehf, í eigu Þrastar Bjarnhéðinssonar Johnson. Fátt er að finna um Þröst, verðandi eiganda þessa glæsibýlis, á netinu. Kaupverðið var 370 milljónir króna. Söngskólinn hefur flakkað nokkuð milli húsakynna í fimmtíu ára sögu sinni. Á vefsíðu skólans segir að í fyrstu hafi hann staðið í litlu húsi við Laufásveg, en síðar flust að Hverfisgötu 45 til árs 2002. Þá hafi starfsemin verið færð að Snorrabraut 54 í Reykjavík en húsið er jafnan kennt við Osta- og smjörsöluna. Árið 2017 sagði Garðar Cortes heitinn þáverandi skólastjóri Söngskólans í samtali við fréttastofu að skólinn hefði ekki efni á að eiga svo dýra eign. Sömu sögu virðist vera að segja af ástandinu í dag. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Hann lést í maí í fyrra. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona tók við af Garðari en hún hefur starfað við skólann frá upphafi. Fyrr í dag tilkynnti skólinn að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefði verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum.
Tónlist Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00