Horfurnar versna hjá Play sem kippir afkomuspá úr gildi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2024 10:25 Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars en hann var áður stjórnarformaður félagsins. Einar Árnason Flugfélagið Play hefur fellt úr gildi afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár. Félagið fetar í fótspor Icelandair sem gerði slíkt hið sama í maí. Play birtir uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudaginn. Í tilkynningu Play í gær kom fram að vinna við árshlutareikning og uppfærslu afkomuáætlunar vegna ársins 2024 gæfi vísbendingar um að rekstrarhagnaður Play yrði ekki í kringum núll eins og áður hafði verið gefið út, heldur neikvæður. Þó stefndi í að afkoman á þennan mælikvarða yrði mun betri en í fyrra. „Erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga um þessar mundir gefur Play tilefni til að veita ekki frekari leiðsögn um rekstrarþætti félagsins fram á við,“ sagði í tilkynningunni. Íslensku flugfélögin hafa átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði samhliða jarðhræringum á Reykjanesskaga og blikum á lofti í ferðaþjónustu. Fjöldi ferðamanna í júní dróst saman um níu prósent frá því sem var í fyrra. Flestar spár höfðu gert ráð fyrir fjölgun. Þó fjölgaði farþegum með Play bæði í maí og júní. Icelandair sagði upp á níunda tug starfsmanna á skrifstofum félagsins í lok maí og tók um leið afkomuspá úr gildi. Við það tilefni sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, ekki tilefni til að breyta afkomuspá Play. Sjö vikum síðar er annað hljóð komið í strokkinn og afkomuspáin heyrir sögunni til. Rekstrarafkoma Play var neikvæð um tæpa þrjá milljarða króna í fyrra og til viðbótar bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin gerði ráð fyrir rekstrarafkomu í kringum núllið en nú er ljóst að reiknað er með neikvæðri afkomu. „Við höfum vissulega tekið eftir þeim atriðum sem tiltekin eru af hálfu Icelandair. Það er engum blöðum um það að fletta að framboð alþjóðlegra flugfélaga á sætum yfir Atlantshafið hefur aukist töluvert í sumar miðað við í fyrra, sem veldur verðþrýstingi, sem við förum ekki varhluta af. Sömuleiðis könnumst við að Ísland sem áfangastaður á örlítið undir högg að sækja í samkeppninni þessi misserin. Það hjálpar ekki heldur,“ sagði Einar Örn forstjóri Play í samtali við Innherja í lok maí. Einar Örn tók við forstjórastarfinu af Birgi Jónssyni um miðjan marsmánuð eftir að hafa áður verið stjórnarformaður félagsins. Starfsfólk Play með tíu þúsund króna gjafabréf á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Þau renna út á fimmtudaginn þegar Play kynnir árshlutauppgjör sitt.Play Athygli vakti í síðustu viku þegar flugfélagið prentaði þúsund gjafabréf upp á tíu þúsund krónur og gaf á Kjarvalsstöðum. Gjafabréfin runnu út eins og heitar lummur en gildistími þeirra var ein vika eða til fimmtudags, þegar uppgjörið verður kynnt. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. 22. júlí 2024 20:30 Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. 22. júlí 2024 13:42 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Í tilkynningu Play í gær kom fram að vinna við árshlutareikning og uppfærslu afkomuáætlunar vegna ársins 2024 gæfi vísbendingar um að rekstrarhagnaður Play yrði ekki í kringum núll eins og áður hafði verið gefið út, heldur neikvæður. Þó stefndi í að afkoman á þennan mælikvarða yrði mun betri en í fyrra. „Erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga um þessar mundir gefur Play tilefni til að veita ekki frekari leiðsögn um rekstrarþætti félagsins fram á við,“ sagði í tilkynningunni. Íslensku flugfélögin hafa átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði samhliða jarðhræringum á Reykjanesskaga og blikum á lofti í ferðaþjónustu. Fjöldi ferðamanna í júní dróst saman um níu prósent frá því sem var í fyrra. Flestar spár höfðu gert ráð fyrir fjölgun. Þó fjölgaði farþegum með Play bæði í maí og júní. Icelandair sagði upp á níunda tug starfsmanna á skrifstofum félagsins í lok maí og tók um leið afkomuspá úr gildi. Við það tilefni sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, ekki tilefni til að breyta afkomuspá Play. Sjö vikum síðar er annað hljóð komið í strokkinn og afkomuspáin heyrir sögunni til. Rekstrarafkoma Play var neikvæð um tæpa þrjá milljarða króna í fyrra og til viðbótar bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin gerði ráð fyrir rekstrarafkomu í kringum núllið en nú er ljóst að reiknað er með neikvæðri afkomu. „Við höfum vissulega tekið eftir þeim atriðum sem tiltekin eru af hálfu Icelandair. Það er engum blöðum um það að fletta að framboð alþjóðlegra flugfélaga á sætum yfir Atlantshafið hefur aukist töluvert í sumar miðað við í fyrra, sem veldur verðþrýstingi, sem við förum ekki varhluta af. Sömuleiðis könnumst við að Ísland sem áfangastaður á örlítið undir högg að sækja í samkeppninni þessi misserin. Það hjálpar ekki heldur,“ sagði Einar Örn forstjóri Play í samtali við Innherja í lok maí. Einar Örn tók við forstjórastarfinu af Birgi Jónssyni um miðjan marsmánuð eftir að hafa áður verið stjórnarformaður félagsins. Starfsfólk Play með tíu þúsund króna gjafabréf á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Þau renna út á fimmtudaginn þegar Play kynnir árshlutauppgjör sitt.Play Athygli vakti í síðustu viku þegar flugfélagið prentaði þúsund gjafabréf upp á tíu þúsund krónur og gaf á Kjarvalsstöðum. Gjafabréfin runnu út eins og heitar lummur en gildistími þeirra var ein vika eða til fimmtudags, þegar uppgjörið verður kynnt.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. 22. júlí 2024 20:30 Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. 22. júlí 2024 13:42 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. 22. júlí 2024 20:30
Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. 22. júlí 2024 13:42