Ritstjóra DV dæmdur ósigur eftir símhringingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2024 13:16 Björn (til hægri) ásamt bróður sínum Braga við skákborðið á Ingólfstorgi á laugardaginn. Björn Þorfinnsson ritstjóri DV og alþjóðlegur meistari í skák var í banastuði á útiskákmóti á Ingólfstorgi í bongóblíðunni á laugardaginn. Lífið lék við Björn þar til að sími hringdi. Björn er mikill húmoristi og segir frá laugardagsævintýrum sínum í færslu á Facebook. Blásið var til útiskákmóts á Ingólfstorgi í tilefni af hundrað ára afmæli Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. „Aðstæður gátu ekki verið betri enda var boðið upp á einn besta dag sumarins,“ segir Björn. En þegar allt lék í lyndi fór í hönd það sem Björn kallar „raðfjölskyldusímaharmleik“ sem átti eftir að setja svip sinn á mótið og í raun allan daginn. Forsetinn dæmdi tap Tefldar voru níu skákir á mótinu og hafði Björn unnið fyrstu þrjár gegn verðugum andstæðingum. Fram undan var ein af úrslitaskákum mótsins gegn Arnari Gunnarssyni. Allt var í járnum í skákinni þegar sími hringdi skyndilega. Síminn var í jakkavasa Björns. „Verður smá uppnám, aðallega því að ég þekkti ekki einu sinni hringitóninn og var að reyna að átta mig á hvað hafði gerst, en svo steig Gunnar Björnsson, forseti SÍ og skákdómari, réttilega inn í og dæmdi tap á mig,“ segir Björn. Hann var sjálfur forseti Skáksambandsins um árabil og þekkir vel reglur um símabann á skákmótum. „Ég var smá stund að meðtaka atburðarásina enda er ég mjög passasamur á að slökkva á símanum mínum í þessum aðstæðum.“ Spjallgleði drottningar Allt í einu fattaði Björn hvað hefði gerst. Sonur hans hafði rétt fyrir skákina gegn Arnari beðið föður sinn um að passa símann rétt á meðan hann skaust í nærliggjandi sjoppu. Það var svo heittelskaður betri helmingur Björns og barnsmóðir sem hringdi símtalið örlagaríka. „Það hefur tekið 24 ár að spjallgleði drottningarinnar yrði mér að fjörtjóni en sennilega var það óhjákvæmilegt!“ segir Björn og slær hvergi af í gríni sínu. „Ég var talsvert sleginn eftir þessar vendingar og tapaði einnig næstu skák í mótinu en náð svo vopnum mínum á ný og náði að landa öðru sætinu í mótinu með 7 vinninga af 9, sem ég var í raun hinn kátasti með í ljósi áðurnefndra hörmunga.“ Síminn týndur, eða hvað? Einhverjir hefðu farið að sýna þreytumerki á þessum tímapunkti, eftir níu skákir í sólinni, en ekki Björn. Hann hélt út á galeiðuna um kvöldið til að fagna stórafmæli vinar síns. „Það endaði svo að sjálfsögðu með því að síminn minn týndist einhversstaðar, líklega í leigubílnum á leiðinni heim. Björgunaraðgerðir hafa ekki reynst árangursríkar hingað til og eftir þennan strembna dag hef ég því ákveðið að segja skilið við símtæki sem samskiptatól. Verulega ofmetin tækni,“ sagði Björn í færslu sinni að morgni sunnudags. Björn tjáir blaðamanni Vísis nú á mánudegi að ekki sé loku fyrir skotið að síminn finnist. „Find my iphone“ appið hafi sýnt staðsetningu símans í miðbænum og hann grunað einhvern þrjót um græsku. En kannski ekki. „Núna rámar mig í að ég hafi beðið barþjón um að hlaða hann fyrir mig þegar gleðin var í hámarki. Svo fór ég bara trallandi heim símalaus. Bíð núna eftir því að barinn opni og verð þar fyrsti gestur á mánudegi klukkan 16,“ segir Björn sem krossleggur fingur. Reykjavík Skák Samkvæmislífið Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
Björn er mikill húmoristi og segir frá laugardagsævintýrum sínum í færslu á Facebook. Blásið var til útiskákmóts á Ingólfstorgi í tilefni af hundrað ára afmæli Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. „Aðstæður gátu ekki verið betri enda var boðið upp á einn besta dag sumarins,“ segir Björn. En þegar allt lék í lyndi fór í hönd það sem Björn kallar „raðfjölskyldusímaharmleik“ sem átti eftir að setja svip sinn á mótið og í raun allan daginn. Forsetinn dæmdi tap Tefldar voru níu skákir á mótinu og hafði Björn unnið fyrstu þrjár gegn verðugum andstæðingum. Fram undan var ein af úrslitaskákum mótsins gegn Arnari Gunnarssyni. Allt var í járnum í skákinni þegar sími hringdi skyndilega. Síminn var í jakkavasa Björns. „Verður smá uppnám, aðallega því að ég þekkti ekki einu sinni hringitóninn og var að reyna að átta mig á hvað hafði gerst, en svo steig Gunnar Björnsson, forseti SÍ og skákdómari, réttilega inn í og dæmdi tap á mig,“ segir Björn. Hann var sjálfur forseti Skáksambandsins um árabil og þekkir vel reglur um símabann á skákmótum. „Ég var smá stund að meðtaka atburðarásina enda er ég mjög passasamur á að slökkva á símanum mínum í þessum aðstæðum.“ Spjallgleði drottningar Allt í einu fattaði Björn hvað hefði gerst. Sonur hans hafði rétt fyrir skákina gegn Arnari beðið föður sinn um að passa símann rétt á meðan hann skaust í nærliggjandi sjoppu. Það var svo heittelskaður betri helmingur Björns og barnsmóðir sem hringdi símtalið örlagaríka. „Það hefur tekið 24 ár að spjallgleði drottningarinnar yrði mér að fjörtjóni en sennilega var það óhjákvæmilegt!“ segir Björn og slær hvergi af í gríni sínu. „Ég var talsvert sleginn eftir þessar vendingar og tapaði einnig næstu skák í mótinu en náð svo vopnum mínum á ný og náði að landa öðru sætinu í mótinu með 7 vinninga af 9, sem ég var í raun hinn kátasti með í ljósi áðurnefndra hörmunga.“ Síminn týndur, eða hvað? Einhverjir hefðu farið að sýna þreytumerki á þessum tímapunkti, eftir níu skákir í sólinni, en ekki Björn. Hann hélt út á galeiðuna um kvöldið til að fagna stórafmæli vinar síns. „Það endaði svo að sjálfsögðu með því að síminn minn týndist einhversstaðar, líklega í leigubílnum á leiðinni heim. Björgunaraðgerðir hafa ekki reynst árangursríkar hingað til og eftir þennan strembna dag hef ég því ákveðið að segja skilið við símtæki sem samskiptatól. Verulega ofmetin tækni,“ sagði Björn í færslu sinni að morgni sunnudags. Björn tjáir blaðamanni Vísis nú á mánudegi að ekki sé loku fyrir skotið að síminn finnist. „Find my iphone“ appið hafi sýnt staðsetningu símans í miðbænum og hann grunað einhvern þrjót um græsku. En kannski ekki. „Núna rámar mig í að ég hafi beðið barþjón um að hlaða hann fyrir mig þegar gleðin var í hámarki. Svo fór ég bara trallandi heim símalaus. Bíð núna eftir því að barinn opni og verð þar fyrsti gestur á mánudegi klukkan 16,“ segir Björn sem krossleggur fingur.
Reykjavík Skák Samkvæmislífið Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira