Mótmæla ferðamönnum á Majorka Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júlí 2024 14:55 Milljónir ferðamanna heimsækja Majorka á ári hverju. Getty/Clara Margais Búist er við að tugir þúsunda Majorkabúa mótmæli í dag þeim mikla fjölda ferðamanna sem streyma til eyjunnar og þeim áhrifum sem þeir hafa haft. Hagsmunasamtök hafa boðað þátttöku sína í mótmælunum sem bera yfirskriftina: „Minni túrismi - Meira líf,“ eða á katalónskunni upprunalegu: „Menys Turisme, Més Vida.“ Fréttaritari danska ríkisútvarpsins talaði við leiðtoga hreyfingarinnar, hann Pere Joan, um áhrif ferðamannaiðnaðarins á íbúa eyjunnar sem hann segir að séu slæm og umtalsverð. Hann talar til dæmis um að takmarka hafi þurft vatnsnotkun íbúa á meðan hótelin í hundraðatali tæmi og fylli sundlaugar sínar án nokkurra ráðstafana. Þá segir hann einnig að ferðamannastraumurinn hafi gert það að verkum að leiguverð rjúki upp. Hann tekur einnig fram að sérkenni eyjunnar séu smátt og smátt að hverfa, eða skiptast út fyrir ferðamannavænni útgáfur. „Við sjáum að búðirnar eru að breytast frá því að vera staðbundnar í það að vera alþjóðlegar. Við missum séreinkenni Majorka, því nú getur maður komið til Majorka og fundið sömu búðir og í stórborgum þvert yfir Evrópu,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Joan. „Við viljum vernda einkenni bæja okkar, þannig að þegar maður kemur hingað geti maður keypt vörur héðan. Við viljum vernda menninguna og einkennin sem við höfum hér,“ segir hann jafnframt. Pere Joan gengst við því að ferðamannaiðnaðurinn sé meginstoð hagkerfisins á Majorka en vill meina að hann hafi breyst undanfarin ár. Síðast þegar Menys Turisme, Més Vida stóð fyrir slíkum mótmælum tóku um 25 þúsund manns þátt. Ósætti við fjölda ferðamanna er heldur ekki bundið við strendur Baleareyja en hefur vakið athygli á meginlandi Spánar einnig. Nýlega tóku Barselónabúar upp á því að sprauta ferðamenn með vatnsbyssum þar sem þeir spókuðu sig um götur borgarinnar eða sátu á veitingahúsum hennar. Spánn Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Fréttaritari danska ríkisútvarpsins talaði við leiðtoga hreyfingarinnar, hann Pere Joan, um áhrif ferðamannaiðnaðarins á íbúa eyjunnar sem hann segir að séu slæm og umtalsverð. Hann talar til dæmis um að takmarka hafi þurft vatnsnotkun íbúa á meðan hótelin í hundraðatali tæmi og fylli sundlaugar sínar án nokkurra ráðstafana. Þá segir hann einnig að ferðamannastraumurinn hafi gert það að verkum að leiguverð rjúki upp. Hann tekur einnig fram að sérkenni eyjunnar séu smátt og smátt að hverfa, eða skiptast út fyrir ferðamannavænni útgáfur. „Við sjáum að búðirnar eru að breytast frá því að vera staðbundnar í það að vera alþjóðlegar. Við missum séreinkenni Majorka, því nú getur maður komið til Majorka og fundið sömu búðir og í stórborgum þvert yfir Evrópu,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Joan. „Við viljum vernda einkenni bæja okkar, þannig að þegar maður kemur hingað geti maður keypt vörur héðan. Við viljum vernda menninguna og einkennin sem við höfum hér,“ segir hann jafnframt. Pere Joan gengst við því að ferðamannaiðnaðurinn sé meginstoð hagkerfisins á Majorka en vill meina að hann hafi breyst undanfarin ár. Síðast þegar Menys Turisme, Més Vida stóð fyrir slíkum mótmælum tóku um 25 þúsund manns þátt. Ósætti við fjölda ferðamanna er heldur ekki bundið við strendur Baleareyja en hefur vakið athygli á meginlandi Spánar einnig. Nýlega tóku Barselónabúar upp á því að sprauta ferðamenn með vatnsbyssum þar sem þeir spókuðu sig um götur borgarinnar eða sátu á veitingahúsum hennar.
Spánn Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira