Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2024 19:51 Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Vísir/Rúnar Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Í umsögn Viðskiptaráðs um áformaðar breytingar menntamálaráðherra á lögum um grunnskóla segir að stefnumörkun Kennarasambandsins hafi leitt íslenskt grunnskólakerfi í öngstræti, og að stjórnvöld ættu að gjalda varhug við frekari afskiptum sambandsins. Einn stærsti ásteitingarsteinninn er fyrirhugað afnám samræmdra prófa til frambúðar. „Það eru algild sannindi að til að bæta hlutina, þá þarf að mæla þá. Ef stjórnvöld eru núna að taka úr sambandi eina samræmda árangursmælikvarðann í íslensku skólakerfi, þá verður árangurinn lakur, eins og raun ber vitni,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ráðið vísar meðal annars til könnunar sem Verzlunarskóli Íslands leggur fyrir nýnema sína, sem sýni misræmi í færni milli nemenda með sambærilegar einkunnir úr mismunandi grunnskólum. „Það er alveg ótvírætt að það er bæði einkunnaverðbólga upp úr grunnskólum og það er verið að brjóta jafnræði gegn grunnskólabörnum. Það er verið að taka grunnskólanemendur inn í framhaldsskóla á grundvelli ósambærilegra einkunna.“ Viðskiptaráð leggi til að samræmd próf verði tekin upp að nýju, þau látin gilda inn í framhaldsskóla, og niðurstöur þeirra verði birtar opinberlega, sundirliðaðar eftir grunnskólum. „Að okkar mati hefur stefna stjórnvalda beðið skipbrot, og það skrifast að stórum hluta á það að stjórnvöld hafa úthýst þessum málaflokki til Kennarasambands Íslands.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Viðskiptaráð Punktmælingar ekki vænlegar til árangurs Stjórnarmaður í Kennarasambandinu segir hugmyndir Viðskiptaráðs byggja á gamaldags hugmyndum. „Það er til dæmis mjög erfitt að bera saman svona punktmælingu, eins og svona próf sem er til dæmis tekið uppi í Verzlunarskóla á tveimur tímum, eða mælingu sem fer fram á heilu ári í grunnskóla, eða jafnvel þremur árum, eða tíu,“ segir Anton Már Gylfason. Hann er í senn meðlimur í stjórn kennarasambandsins, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, og áfangastjóri við Borgarholtsskóla. Hann segir það sama gilda um samræmd próf og um færnikönnunina í Verzló. Erfitt sé að beita þriggja til fimm tíma prófi sem algildum mælikvarða á færni nemenda. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni ráðsins á aðkomu Kennarasambandsins að stefnumótun. Félagið sé stærsta fagfélagið á sviði menntamála. „Að það sé gert með einhverjum hætti undarlegt að við séum að koma að faglegu starfi á sviði menntamála. Það gengur bara ekki alveg upp.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Í umsögn Viðskiptaráðs um áformaðar breytingar menntamálaráðherra á lögum um grunnskóla segir að stefnumörkun Kennarasambandsins hafi leitt íslenskt grunnskólakerfi í öngstræti, og að stjórnvöld ættu að gjalda varhug við frekari afskiptum sambandsins. Einn stærsti ásteitingarsteinninn er fyrirhugað afnám samræmdra prófa til frambúðar. „Það eru algild sannindi að til að bæta hlutina, þá þarf að mæla þá. Ef stjórnvöld eru núna að taka úr sambandi eina samræmda árangursmælikvarðann í íslensku skólakerfi, þá verður árangurinn lakur, eins og raun ber vitni,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ráðið vísar meðal annars til könnunar sem Verzlunarskóli Íslands leggur fyrir nýnema sína, sem sýni misræmi í færni milli nemenda með sambærilegar einkunnir úr mismunandi grunnskólum. „Það er alveg ótvírætt að það er bæði einkunnaverðbólga upp úr grunnskólum og það er verið að brjóta jafnræði gegn grunnskólabörnum. Það er verið að taka grunnskólanemendur inn í framhaldsskóla á grundvelli ósambærilegra einkunna.“ Viðskiptaráð leggi til að samræmd próf verði tekin upp að nýju, þau látin gilda inn í framhaldsskóla, og niðurstöur þeirra verði birtar opinberlega, sundirliðaðar eftir grunnskólum. „Að okkar mati hefur stefna stjórnvalda beðið skipbrot, og það skrifast að stórum hluta á það að stjórnvöld hafa úthýst þessum málaflokki til Kennarasambands Íslands.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Viðskiptaráð Punktmælingar ekki vænlegar til árangurs Stjórnarmaður í Kennarasambandinu segir hugmyndir Viðskiptaráðs byggja á gamaldags hugmyndum. „Það er til dæmis mjög erfitt að bera saman svona punktmælingu, eins og svona próf sem er til dæmis tekið uppi í Verzlunarskóla á tveimur tímum, eða mælingu sem fer fram á heilu ári í grunnskóla, eða jafnvel þremur árum, eða tíu,“ segir Anton Már Gylfason. Hann er í senn meðlimur í stjórn kennarasambandsins, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, og áfangastjóri við Borgarholtsskóla. Hann segir það sama gilda um samræmd próf og um færnikönnunina í Verzló. Erfitt sé að beita þriggja til fimm tíma prófi sem algildum mælikvarða á færni nemenda. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni ráðsins á aðkomu Kennarasambandsins að stefnumótun. Félagið sé stærsta fagfélagið á sviði menntamála. „Að það sé gert með einhverjum hætti undarlegt að við séum að koma að faglegu starfi á sviði menntamála. Það gengur bara ekki alveg upp.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira