Eflum Mjódd sem miðstöð almenningssamgangna fyrir landið allt Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2024 08:01 Sterkar almenningssamgöngur fyrir fjölmennsta íbúahorn landsins ætti að vera í algjörum forgangi hjá pólitíkinni - svæði sem 82% landsmanna býr á og langflestir ferðamenn snerta fyrst. Strætó bs. þjónustar höfuðborgarsvæðið og landsbyggðarstrætó, sem Vegagerðin ber ábyrgð á og rekur, sinnir á tengingu út land, eins og til Keflavíkur, Akureyrar og austur fyrir fjall. Sóknarfæri liggja í fjölbreyttum ferðamátum, lagningu göngu- og hjólastíga, neti sem tengir íbúasvæðin saman. Við það aukast ekki bara lífsgæði íbúanna heldur opnast dyr ferðamanna að sjálfbærri ferðaþjónustu með færri bílaleigubílum og vistvænni ferðamátum óháð hvort Strætó bs. reki leiðirnar eða Vegagerðin. Á vef samgöngustofu eru 307.193 þúsund ökutæki sem tilheyra þéttbýlasta kjarna landsins, frá Akranesi, höfuðborgarsvæðið, út á Reykjanestá og austur fyrir fjall með Selfossi. Heildar fjöldi skráða ökutækja á landinu er hinsvegar 347.265. Þannig eru 88% allra ökutækja á landinu skráð á þéttbýlasta svæði landsins. Fleiri bílar en fólk. Mikill samgangur er milli þessara þéttbýliskjarna og miðað við íbúafjölgun er ljóst að vinna þarf markvissara að lausnum, efla aðra ferðamáta en að einmenna í einkabílnum. Þetta fyrirkomulag gengur ekki til lengdar. Við viljum draga úr umferð, minnka útblástur og standa við skuldbindingar okkar sem þjóð sem við erum búin að gangast við í gegnum loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Eflum Mjódd fjölmennastu skiptistöð höfuðborgarsvæðisins Mjódd er fjölmennasta skiptistöð höfuðborgarsvæðisins, fjölmennari en Hamraborg, fjölmennari en Hlemmur og fjölmennari en Lækjargata. Hún sinnir ekki aðeins almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu heldur er líka byggðalína út á land. Leið 51 og 52 fara austur fyrir fjall, önnur alla leið til Hafnar, á meðan leið 57 ekur eftir Vesturlandi á leið sinni til Akureyrar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur sú ákvörðun verið tekin að leið 55, til Keflavíkur og Leifsstöð, er látin sniðganga leiðarkerfi í gegnum Mjódd og öllum ferðamönnum er stefnt alla leið vestur á BSÍ, líka þeim sem eru á leið beint út á land eða í Austurborgina. Þeir farþegar þurfa því að leggja á sig óþarfa ferðalag eftir umferðarþyngstu götum höfuðborgarsvæðisins, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Á sama tíma eru allir íbúar sem búsettir eru í hverfum austan Elliðaáa, fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt, Árbær, Grafarvogur, Úlfarsárdalur og Norðlingaholt ásamt stórum hluta Kópavogs, gert ómögulegt að nýta sér leið 55, þar sem ekkert stopp er í austan Elliðaáa. Þannig er þeim öllum beint upp í einkabíl, leigubíl eða flugrútu sem er ekki frekar með biðstöðvar en Leið 55 staðsettar í Austurborginni. Okkur sem búum í Austurborginni og þeim ferðamönnum sem vilja taka leið 55 er gert ókleift að komast með almenningssamgöngum úr Austurborginni til Keflavíkur. Tvö einkafyrirtæki sérhæfa sig í tengingu milli borgarinnar og flugvallarins. Annað fyrirtæki stoppar í Garðabæ og Hafnarfirði, hitt stoppar bara í Hamraborg. Hvorugt hefur séð sér hag í því að bjóða upp á Mjódd sem valkost eða þjónusta Austurborgina og er það umhugsunarvert að einkaframtakið sjái ekki hag sinn í því að þjónusta fjölmennustu borgarhlutana. Íbúum búsettum í Austurborginni er mismunað eftir búsetu og úr þessu er brýnt að bæta strax. Bein Leið 55B - Mjódd-Keflavík/Keflavík-Mjódd Það er skrítin forgangsröðun að íbúar í Austurborginni og ferðamenn sem vilja sækja í þau hverfi eða halda beint út á land séu þvingaðir til að velja einkabíl eða bílaleigubíl með tilheyrandi kostnað. Dýrmætur tími fer í að halda inn í Miðborgina og aftur taka almenningssamgöngur í Mjódd til að komast út á land. Það er einkennileg pólitík, kolröng forgansröðun á almannafé og ekki í anda loftslagsmarkmiða. Það er bara allt rangt við þessa stöðu. Ef ekki er vilji til að stefna Leið 55 í gegnum Mjódd þá felst lausnin í því að skipta leiðinni upp í tvennt, Leið 55A sem héldi sömu leið og Leið 55B sem þræðir eystri borgarhlutann. Þá yrði til alvöru valkostur fyrir íbúa og ferðamenn frá Leifstöð sem eru annað hvort á leið til Akureyrar og austur fyrir fjall. Búa til nýja tengingu í net almenningssamganga frá flugvellinum til Mjóddar. Samgöngumiðstöðin í Mjódd gæti orðið lykill í bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu, fækka bílum á Reykjanesbraut en þriðji hver bíll þar er bílaleigubíll. Við verðum að leita leiða til draga úr umferð og með öflugri stöð í Mjódd eflist og vex önnur þjónusta samhliða. Ferðafólk leitar sér að afþreyingu, margir stunda sjálfbæra ferðamennsku og vilja ferðst meðalmenningsamgöngum eða öðrum vistvænum ferðamátum. Sá hópur er upp til hópa úrbanistar. Vilja gott kaffi og croissant, sækja í náttúru Elliðaárdals eða dagsferðir út á land og halda í miðbæinn eftir fjölbreytni með strætó. Margar flugur slegnar í einu höggi, loftslagsmál, byggðamál, atvinnumál og samgöngumál fyrir Austurborgina og sérstaklega fyrir Breiðholtið. Myljandi sóknarfæri fyrir meiri Mjódd, betri Mjódd því með ferðafólki kemur meira mannlíf sem aftur skapar sterkari rekstargrundvöll fyrir fjölbreytta þjónustu og atvinnulíf. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður íbúaráðsins í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Sara Björg Sigurðardóttir Samgöngur Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Sterkar almenningssamgöngur fyrir fjölmennsta íbúahorn landsins ætti að vera í algjörum forgangi hjá pólitíkinni - svæði sem 82% landsmanna býr á og langflestir ferðamenn snerta fyrst. Strætó bs. þjónustar höfuðborgarsvæðið og landsbyggðarstrætó, sem Vegagerðin ber ábyrgð á og rekur, sinnir á tengingu út land, eins og til Keflavíkur, Akureyrar og austur fyrir fjall. Sóknarfæri liggja í fjölbreyttum ferðamátum, lagningu göngu- og hjólastíga, neti sem tengir íbúasvæðin saman. Við það aukast ekki bara lífsgæði íbúanna heldur opnast dyr ferðamanna að sjálfbærri ferðaþjónustu með færri bílaleigubílum og vistvænni ferðamátum óháð hvort Strætó bs. reki leiðirnar eða Vegagerðin. Á vef samgöngustofu eru 307.193 þúsund ökutæki sem tilheyra þéttbýlasta kjarna landsins, frá Akranesi, höfuðborgarsvæðið, út á Reykjanestá og austur fyrir fjall með Selfossi. Heildar fjöldi skráða ökutækja á landinu er hinsvegar 347.265. Þannig eru 88% allra ökutækja á landinu skráð á þéttbýlasta svæði landsins. Fleiri bílar en fólk. Mikill samgangur er milli þessara þéttbýliskjarna og miðað við íbúafjölgun er ljóst að vinna þarf markvissara að lausnum, efla aðra ferðamáta en að einmenna í einkabílnum. Þetta fyrirkomulag gengur ekki til lengdar. Við viljum draga úr umferð, minnka útblástur og standa við skuldbindingar okkar sem þjóð sem við erum búin að gangast við í gegnum loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Eflum Mjódd fjölmennastu skiptistöð höfuðborgarsvæðisins Mjódd er fjölmennasta skiptistöð höfuðborgarsvæðisins, fjölmennari en Hamraborg, fjölmennari en Hlemmur og fjölmennari en Lækjargata. Hún sinnir ekki aðeins almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu heldur er líka byggðalína út á land. Leið 51 og 52 fara austur fyrir fjall, önnur alla leið til Hafnar, á meðan leið 57 ekur eftir Vesturlandi á leið sinni til Akureyrar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur sú ákvörðun verið tekin að leið 55, til Keflavíkur og Leifsstöð, er látin sniðganga leiðarkerfi í gegnum Mjódd og öllum ferðamönnum er stefnt alla leið vestur á BSÍ, líka þeim sem eru á leið beint út á land eða í Austurborgina. Þeir farþegar þurfa því að leggja á sig óþarfa ferðalag eftir umferðarþyngstu götum höfuðborgarsvæðisins, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Á sama tíma eru allir íbúar sem búsettir eru í hverfum austan Elliðaáa, fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt, Árbær, Grafarvogur, Úlfarsárdalur og Norðlingaholt ásamt stórum hluta Kópavogs, gert ómögulegt að nýta sér leið 55, þar sem ekkert stopp er í austan Elliðaáa. Þannig er þeim öllum beint upp í einkabíl, leigubíl eða flugrútu sem er ekki frekar með biðstöðvar en Leið 55 staðsettar í Austurborginni. Okkur sem búum í Austurborginni og þeim ferðamönnum sem vilja taka leið 55 er gert ókleift að komast með almenningssamgöngum úr Austurborginni til Keflavíkur. Tvö einkafyrirtæki sérhæfa sig í tengingu milli borgarinnar og flugvallarins. Annað fyrirtæki stoppar í Garðabæ og Hafnarfirði, hitt stoppar bara í Hamraborg. Hvorugt hefur séð sér hag í því að bjóða upp á Mjódd sem valkost eða þjónusta Austurborgina og er það umhugsunarvert að einkaframtakið sjái ekki hag sinn í því að þjónusta fjölmennustu borgarhlutana. Íbúum búsettum í Austurborginni er mismunað eftir búsetu og úr þessu er brýnt að bæta strax. Bein Leið 55B - Mjódd-Keflavík/Keflavík-Mjódd Það er skrítin forgangsröðun að íbúar í Austurborginni og ferðamenn sem vilja sækja í þau hverfi eða halda beint út á land séu þvingaðir til að velja einkabíl eða bílaleigubíl með tilheyrandi kostnað. Dýrmætur tími fer í að halda inn í Miðborgina og aftur taka almenningssamgöngur í Mjódd til að komast út á land. Það er einkennileg pólitík, kolröng forgansröðun á almannafé og ekki í anda loftslagsmarkmiða. Það er bara allt rangt við þessa stöðu. Ef ekki er vilji til að stefna Leið 55 í gegnum Mjódd þá felst lausnin í því að skipta leiðinni upp í tvennt, Leið 55A sem héldi sömu leið og Leið 55B sem þræðir eystri borgarhlutann. Þá yrði til alvöru valkostur fyrir íbúa og ferðamenn frá Leifstöð sem eru annað hvort á leið til Akureyrar og austur fyrir fjall. Búa til nýja tengingu í net almenningssamganga frá flugvellinum til Mjóddar. Samgöngumiðstöðin í Mjódd gæti orðið lykill í bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu, fækka bílum á Reykjanesbraut en þriðji hver bíll þar er bílaleigubíll. Við verðum að leita leiða til draga úr umferð og með öflugri stöð í Mjódd eflist og vex önnur þjónusta samhliða. Ferðafólk leitar sér að afþreyingu, margir stunda sjálfbæra ferðamennsku og vilja ferðst meðalmenningsamgöngum eða öðrum vistvænum ferðamátum. Sá hópur er upp til hópa úrbanistar. Vilja gott kaffi og croissant, sækja í náttúru Elliðaárdals eða dagsferðir út á land og halda í miðbæinn eftir fjölbreytni með strætó. Margar flugur slegnar í einu höggi, loftslagsmál, byggðamál, atvinnumál og samgöngumál fyrir Austurborgina og sérstaklega fyrir Breiðholtið. Myljandi sóknarfæri fyrir meiri Mjódd, betri Mjódd því með ferðafólki kemur meira mannlíf sem aftur skapar sterkari rekstargrundvöll fyrir fjölbreytta þjónustu og atvinnulíf. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður íbúaráðsins í Breiðholti.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun