Sátt með sigurinn gegn sínu gamla félagi: „Alltaf gaman að spila á móti þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 20. júlí 2024 19:16 Natasha í stórleik Íslands og Þýskalands á dögunum. Vísir/Anton Brink Natasha Anasi-Erlingsson spilaði í dag sinn fyrsta leik í treyju Íslandsmeistara Vals sem var að sjálfsögðu gegn hennar fyrrum félagi Keflavík. Á endanum hafði Valur betur með herkjum og er nú jafnt Breiðabliki á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta þegar 13. umferðum er lokið. Sigurinn var gríðarlega torsóttur og kom sigurmarkið ekki fyrr en í uppbótartíma. Um var að ræða sjálfsmark en Valskonum gat vart verið meira sama, níundi sigurinn í röð og liðið jafnt Blikum á toppnum. Það var því glöð Natasha sem mætti í viðtal eftir leik. „Kíkti á hvaða leikur væri fyrst og sá Keflavík, geggjað. Það er alltaf gaman að spila á móti þeim og ég á enn margar vinkonur í liðinu en þetta var skemmtilegt, líka skemmtilegt að við höfum unnið,“ sagði Natasha sem spilaði með Keflavík frá 2017 til 2021. „Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum og vorum að finna svæði, fengum mörg færi en þurfum að klára þau í næsta leik,“ sagði Natasha en Valskonur skutu tvívegis í stöng sem og þær misnýttu þónokkur dauðafæri í dag. „Það var erfitt andlega að vera í burtu frá fjölskyldunni svona lengi. Ég meiddist mjög snemma, náði að koma til baka og spila en það var upp og niður. Loksins fannst mér bara að ég þyrfti að spila meira og ákvað að koma heim. Það er mjög fínt að vera saman með fjölskyldunni líka,“ sagði Natasha um heimkomu sína. Hún er nýgengin í raðir Vals frá norska liðinu Brann og sagði Val alltaf hafa verið fyrsta kost í sinni bók. „Mér fannst eins og ég myndi líða vel hérna, þekki margar í liðinu og leist mjög vel á þjálfarateymið svo þetta var auðveld ákvörðun.“ „Gott að fá það, og fá tækifærið að spila þar. Koma með það sjálfstraust inn í þennan leik svo ég var mjög ánægð,“ sagði Natasha að endingu um landsleikjapásuna sem er nýafstaðin en Natasha stóð vaktina óvænt í vinstri bakverði í ótrúlegum 3-0 sigri Íslands á Þýskalandi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Sigurinn var gríðarlega torsóttur og kom sigurmarkið ekki fyrr en í uppbótartíma. Um var að ræða sjálfsmark en Valskonum gat vart verið meira sama, níundi sigurinn í röð og liðið jafnt Blikum á toppnum. Það var því glöð Natasha sem mætti í viðtal eftir leik. „Kíkti á hvaða leikur væri fyrst og sá Keflavík, geggjað. Það er alltaf gaman að spila á móti þeim og ég á enn margar vinkonur í liðinu en þetta var skemmtilegt, líka skemmtilegt að við höfum unnið,“ sagði Natasha sem spilaði með Keflavík frá 2017 til 2021. „Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum og vorum að finna svæði, fengum mörg færi en þurfum að klára þau í næsta leik,“ sagði Natasha en Valskonur skutu tvívegis í stöng sem og þær misnýttu þónokkur dauðafæri í dag. „Það var erfitt andlega að vera í burtu frá fjölskyldunni svona lengi. Ég meiddist mjög snemma, náði að koma til baka og spila en það var upp og niður. Loksins fannst mér bara að ég þyrfti að spila meira og ákvað að koma heim. Það er mjög fínt að vera saman með fjölskyldunni líka,“ sagði Natasha um heimkomu sína. Hún er nýgengin í raðir Vals frá norska liðinu Brann og sagði Val alltaf hafa verið fyrsta kost í sinni bók. „Mér fannst eins og ég myndi líða vel hérna, þekki margar í liðinu og leist mjög vel á þjálfarateymið svo þetta var auðveld ákvörðun.“ „Gott að fá það, og fá tækifærið að spila þar. Koma með það sjálfstraust inn í þennan leik svo ég var mjög ánægð,“ sagði Natasha að endingu um landsleikjapásuna sem er nýafstaðin en Natasha stóð vaktina óvænt í vinstri bakverði í ótrúlegum 3-0 sigri Íslands á Þýskalandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira