„Við erum ekki eitthvað hyski“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 21:02 Vilberg Guðmundsson, ellilífeyrisþegi og íbúi á Sævarhöfða, og Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, formaður Samtaka hjólabúa. Vísir/Stefán Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu Hópur fólks sem bjó áður í hjólhýsabyggð í laugardalnum hefur nú dvalið á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í rúmlega þrettán mánuði. Fyrirkomulagið átti að vera tímabundið en nú er með öllu óvíst hvert framhaldið verður. Borgarstjóri Reykjavíkur hyggst ekki ætla finna nýjan stað fyrir hjólhýsabyggðina og segir það ekki eiga heima í borginni. Íbúar á svæðinu segja afstöðu borgarstjóra fordómafulla. KLIPPPA „Við erum ekki eitthvað hyski. Við erum venjulegt fólk sem vill bara fá að ráða því hvernig við högum okkar búsetu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur okkar að velja okkar búsetuform. Vill hann frekar að við förum á götuna og búum í pappakössum?“ Segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík og formaður Samtaka hjólabúa. Ógnar öryggi íbúa Geirdís og Vilberg Guðmundsson, íbúi á Sævarhöfða, segja núverandi fyrirkomulag ógna öryggi íbúa. Það hafi verið bagalegt að búa á svæðinu yfir veturinn sem hafi verið kalt og í verstu hviðunum hafi íbúar verið hræddir um að heimili þeirra myndu fjúka á hliðina. „Við erum mjög berskjölduð hérna. Það hefur verið stolið frá íbúum hérna og brotist inn í geymsluhólf og þetta er bara rosalegt,“ sagði Geirdís. „Hér er alls konar hávaði og læti. Krakkar eru hérna mikið á ferðinni og reyna að brjótast inn um hurðir og taka í húnanna á bílunum og svona,“ sagði Vilberg. Vill ekki búa í steinsteyptum kassa Geirdís bendir á að ýmsir íbúar kjósi að búa þar af öðrum ástæðum en efnahagslegum og segist hún sjálf ekki vera tilbúin að borga himinháar upphæðir til að búa í steinsteyptum kassa. Fjöldi fólks hafi lýst yfir áhuga að setjast að við Sævarhöfða en færri komist að en vilja. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði að fólk í þessar stöðu gæti komið sér fyrir á tjaldsvæðum fyrir utan borgarlandið. „Ég er að sinna fullt af verkefnum í höfuðborginni. Ég er líka með mitt heimilisfang, ótilgreint, skráð í höfuborginni. Ég er að greiða mitt útsvar til Reykjavíkurborgar. Þannig af hverju ætti ég að fara út fyrir borgarmörkin bara til þess að friða það að einhverjir eru haldnir fordómum gagnvart því hvernig ég bý,“ sagði Geirdís. „Er þetta bannað eða?“ „Maður hefur tekið eftir því í gegnum tíðina að þegar að pólitíkusar vilja koma einhverju í gegn þá segja þeir að þetta sé svona í löndunum í kringum okkur. Ég sagði við einn pólitíkus frá borginni: Hey, núna ætla ég að segja þetta, þetta er í löndunum í kringum okkur. Af hverju má þetta ekki vera hér? Af hverju máttu ekki velja þitt búsetuform. Ég vann í 50 ár, fulla vinnu, 60 ár. Ég hef aldrei verið með svona mikið inn á bankareikningnum eins og núna, ég á fullt af peningum. Er þetta bannað eða?“ Sagði Vilberg. Reykjavík Húsnæðismál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Hópur fólks sem bjó áður í hjólhýsabyggð í laugardalnum hefur nú dvalið á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í rúmlega þrettán mánuði. Fyrirkomulagið átti að vera tímabundið en nú er með öllu óvíst hvert framhaldið verður. Borgarstjóri Reykjavíkur hyggst ekki ætla finna nýjan stað fyrir hjólhýsabyggðina og segir það ekki eiga heima í borginni. Íbúar á svæðinu segja afstöðu borgarstjóra fordómafulla. KLIPPPA „Við erum ekki eitthvað hyski. Við erum venjulegt fólk sem vill bara fá að ráða því hvernig við högum okkar búsetu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur okkar að velja okkar búsetuform. Vill hann frekar að við förum á götuna og búum í pappakössum?“ Segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík og formaður Samtaka hjólabúa. Ógnar öryggi íbúa Geirdís og Vilberg Guðmundsson, íbúi á Sævarhöfða, segja núverandi fyrirkomulag ógna öryggi íbúa. Það hafi verið bagalegt að búa á svæðinu yfir veturinn sem hafi verið kalt og í verstu hviðunum hafi íbúar verið hræddir um að heimili þeirra myndu fjúka á hliðina. „Við erum mjög berskjölduð hérna. Það hefur verið stolið frá íbúum hérna og brotist inn í geymsluhólf og þetta er bara rosalegt,“ sagði Geirdís. „Hér er alls konar hávaði og læti. Krakkar eru hérna mikið á ferðinni og reyna að brjótast inn um hurðir og taka í húnanna á bílunum og svona,“ sagði Vilberg. Vill ekki búa í steinsteyptum kassa Geirdís bendir á að ýmsir íbúar kjósi að búa þar af öðrum ástæðum en efnahagslegum og segist hún sjálf ekki vera tilbúin að borga himinháar upphæðir til að búa í steinsteyptum kassa. Fjöldi fólks hafi lýst yfir áhuga að setjast að við Sævarhöfða en færri komist að en vilja. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði að fólk í þessar stöðu gæti komið sér fyrir á tjaldsvæðum fyrir utan borgarlandið. „Ég er að sinna fullt af verkefnum í höfuðborginni. Ég er líka með mitt heimilisfang, ótilgreint, skráð í höfuborginni. Ég er að greiða mitt útsvar til Reykjavíkurborgar. Þannig af hverju ætti ég að fara út fyrir borgarmörkin bara til þess að friða það að einhverjir eru haldnir fordómum gagnvart því hvernig ég bý,“ sagði Geirdís. „Er þetta bannað eða?“ „Maður hefur tekið eftir því í gegnum tíðina að þegar að pólitíkusar vilja koma einhverju í gegn þá segja þeir að þetta sé svona í löndunum í kringum okkur. Ég sagði við einn pólitíkus frá borginni: Hey, núna ætla ég að segja þetta, þetta er í löndunum í kringum okkur. Af hverju má þetta ekki vera hér? Af hverju máttu ekki velja þitt búsetuform. Ég vann í 50 ár, fulla vinnu, 60 ár. Ég hef aldrei verið með svona mikið inn á bankareikningnum eins og núna, ég á fullt af peningum. Er þetta bannað eða?“ Sagði Vilberg.
Reykjavík Húsnæðismál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira