Landtaka Ísraela í Palestínu ólögmæt Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 15:30 Frá dómarabekk Alþjóðadómstólsins í Haag. Nawaf Salam, forseti dómsins, er fyrir miðju. Nurphoto/Getty Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur gefið út ráðgefandi álit þess efnis að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögmæt. Dómstóllinn kallar eftir því að Ísraelsmenn yfirgefi Palestínu en harla ólíklegt er að þeir verði við því ákalli, enda er álitið óbindandi og óframfylgjanlegt. Í áliti dómstólsins, sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, var sjónum beint að landtökubyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, innlimun Palestínu í Ísrael og lagasetningu sem mismunar Palestínumönnum. Álitið mun lítil áhrif hafa Álit dómstólsins, sem mun koma til með að hafa meiri áhrif á sýn heimsins á Ísrael en framferði Ísraela, var samið af fimmtán dómurum hvaðanæva að úr heiminum. Forseti dómstólsins, Nawaf Salam frá Líbanon, las álitið upp í höfuðstöðvum dómstólsins í dag. Í álitinu segir meðal annars að flutningar landtökumanna Ísraela á Vesturbakkann og til Jerúsalem og stöðug viðvera þeirra þar sé brot á Genfarsáttmálanum. Þá segir að notkun Ísraela á náttúruauðlindum væri ekki í samræmi við skyldur landsins sem ráðandi afl á stríðshrjáðu svæði. Ísrael sendi ekki lögfræðinga Í frétt AP um málið segir að Ísraelar, sem hafi löngum gefið lítið fyrir alþjóðadómstóla og sagt ósanngjarna og hlutdræga, hafi ekki sent fulltrúa þegar málið var tekið fyrir af dómstólnum. Þeir hafi þó skilað greinargerð, þar sem komi meðal annars fram að þeir telji spurningar, sem dómurinn var beðinn um að gefa álit á, hafi verið leiðandi og tækju ekki tillit til öryggis Ísraels. Þá hafi ísraelskir embættismenn sagt að inngrip dómstólsins gæti grafið undan friðarviðræðum undir botni Miðjarðarhafs, sem hafi verið í ládeyðu síðastliðinn áratug. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Í áliti dómstólsins, sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, var sjónum beint að landtökubyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, innlimun Palestínu í Ísrael og lagasetningu sem mismunar Palestínumönnum. Álitið mun lítil áhrif hafa Álit dómstólsins, sem mun koma til með að hafa meiri áhrif á sýn heimsins á Ísrael en framferði Ísraela, var samið af fimmtán dómurum hvaðanæva að úr heiminum. Forseti dómstólsins, Nawaf Salam frá Líbanon, las álitið upp í höfuðstöðvum dómstólsins í dag. Í álitinu segir meðal annars að flutningar landtökumanna Ísraela á Vesturbakkann og til Jerúsalem og stöðug viðvera þeirra þar sé brot á Genfarsáttmálanum. Þá segir að notkun Ísraela á náttúruauðlindum væri ekki í samræmi við skyldur landsins sem ráðandi afl á stríðshrjáðu svæði. Ísrael sendi ekki lögfræðinga Í frétt AP um málið segir að Ísraelar, sem hafi löngum gefið lítið fyrir alþjóðadómstóla og sagt ósanngjarna og hlutdræga, hafi ekki sent fulltrúa þegar málið var tekið fyrir af dómstólnum. Þeir hafi þó skilað greinargerð, þar sem komi meðal annars fram að þeir telji spurningar, sem dómurinn var beðinn um að gefa álit á, hafi verið leiðandi og tækju ekki tillit til öryggis Ísraels. Þá hafi ísraelskir embættismenn sagt að inngrip dómstólsins gæti grafið undan friðarviðræðum undir botni Miðjarðarhafs, sem hafi verið í ládeyðu síðastliðinn áratug.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira