Færeyjaferð endaði á Hotel Cabin: „Búnar að hlæja viðstöðulaust síðan við fórum upp á völl“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júlí 2024 20:35 Helga Lind og Júlíanna eftir langan ferðadag sem skilaði þeim í Borgartúnið. Aðsend Ferðalag vinkvennanna Helgu Lindar Mar og Júlíönnu Hafberg til Vága í Færeyjum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig en þær mættu á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun og eru enn ekki komnar til Færeyja. Raunar eru þær staddar á Hótel Cabin í Borgartúni, þar sem þær munu dvelja í nótt. „Við erum vansvefta síðan í gærmorgun,“ segir Helga Lind í samtali við fréttastofu. Fréttamaður náði tali af þeim þegar þær voru á leið inn í rútu sem átti að skutla þeim á Hotel Cabin. „Það eru rúmlega þrettán tímar síðan við mættum upp á flugvöll og við erum á leið aftur til Reykjavíkur.“ Hringsóluðu yfir Færeyjum Hún útskýrir að í gær hafi þær vinkonur tekið þá skyndiákvörðun að fara til Færeyja á G! tónlistarhátíðina. Þær hafi bókað flug áætlað klukkan hálf níu í morgun og mætt með rútunni á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun. „Við erum að keyra inn í stæðið þegar við fáum sms um að fluginu hafi verið seinkað um tvo tíma,“ segir Helga Lind. Loksins hafi þær fengið upplýsingar um brottfararhlið og þá hafi hlutirnir gerst hratt. Þær hafi verið kallaðar upp og þurft að flýta sér að hliðinu. Þegar í flugvélina var komið hafi þær haldið að næsti áfangastaður væru Vágar en allt kom fyrir ekki. „Við fengum að fara í rússíbanaferð yfir Færeyjar,“ segir Helga. Í Instagram sögu sinni sýnir hún myndband af ferð flugvélarinnar yfir Færeyjar, og það má með sanni segja að ferðin hafi svipað til rússíbanareiðar. Til í grínið Vinkonunum og hinum farþegum flugferðarinnar var snúið við til Keflavíkur vegna mikillar þoku, að sögn Helgu. Hún og Júlíanna fengu þær fréttir að þeim yrði komið fyrir á hóteli og önnur tilraun til þess að komast til Færeyja gerð á morgun. „Við eigum flug klukkan ellefu í fyrramálið. Þá ætlum við að gera aðra tilraun,“ segir Helga Lind. Og eruð þið vongóðar? „Við erum bara til í grínið. Þannig að ef okkur verður snúið við aftur verður þetta enn betri saga,“ segir hún og hlær. Þær séu búnar að hlæja viðstöðulaust síðan þær lögðu af stað upp á Keflavíkurflugvöll. Helga Lind segist sjá eftir að fá ekki að gista á Hótel Keflavík, eins og lagt var upp með áður en þær komust að því að öll hótelherbergin væru uppbókuð. „Við sáum fyrir okkur að við gætum verið þar á hótelbarnum að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýrri menningu. Ég hef aldrei verið á miðvikudegi í júlí í Keflavík,“ segir Helga Lind. Ferðalög Færeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Við erum vansvefta síðan í gærmorgun,“ segir Helga Lind í samtali við fréttastofu. Fréttamaður náði tali af þeim þegar þær voru á leið inn í rútu sem átti að skutla þeim á Hotel Cabin. „Það eru rúmlega þrettán tímar síðan við mættum upp á flugvöll og við erum á leið aftur til Reykjavíkur.“ Hringsóluðu yfir Færeyjum Hún útskýrir að í gær hafi þær vinkonur tekið þá skyndiákvörðun að fara til Færeyja á G! tónlistarhátíðina. Þær hafi bókað flug áætlað klukkan hálf níu í morgun og mætt með rútunni á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun. „Við erum að keyra inn í stæðið þegar við fáum sms um að fluginu hafi verið seinkað um tvo tíma,“ segir Helga Lind. Loksins hafi þær fengið upplýsingar um brottfararhlið og þá hafi hlutirnir gerst hratt. Þær hafi verið kallaðar upp og þurft að flýta sér að hliðinu. Þegar í flugvélina var komið hafi þær haldið að næsti áfangastaður væru Vágar en allt kom fyrir ekki. „Við fengum að fara í rússíbanaferð yfir Færeyjar,“ segir Helga. Í Instagram sögu sinni sýnir hún myndband af ferð flugvélarinnar yfir Færeyjar, og það má með sanni segja að ferðin hafi svipað til rússíbanareiðar. Til í grínið Vinkonunum og hinum farþegum flugferðarinnar var snúið við til Keflavíkur vegna mikillar þoku, að sögn Helgu. Hún og Júlíanna fengu þær fréttir að þeim yrði komið fyrir á hóteli og önnur tilraun til þess að komast til Færeyja gerð á morgun. „Við eigum flug klukkan ellefu í fyrramálið. Þá ætlum við að gera aðra tilraun,“ segir Helga Lind. Og eruð þið vongóðar? „Við erum bara til í grínið. Þannig að ef okkur verður snúið við aftur verður þetta enn betri saga,“ segir hún og hlær. Þær séu búnar að hlæja viðstöðulaust síðan þær lögðu af stað upp á Keflavíkurflugvöll. Helga Lind segist sjá eftir að fá ekki að gista á Hótel Keflavík, eins og lagt var upp með áður en þær komust að því að öll hótelherbergin væru uppbókuð. „Við sáum fyrir okkur að við gætum verið þar á hótelbarnum að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýrri menningu. Ég hef aldrei verið á miðvikudegi í júlí í Keflavík,“ segir Helga Lind.
Ferðalög Færeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58