Loftslagsávinningur Coda Terminal er gífurlegur Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 17. júlí 2024 12:01 EFLA verkfræðistofa tók að sér að vinna vistferilsgreiningu á fyrstu stigum hönnunar fyrir Coda Terminal verkefnið. Vistferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar yfir hluta eða alla virðiskeðju framkvæmdarinnar. Umfang þessarar vistferilsgreiningar náði yfir sjóflutninga á milli landa til og frá Coda Terminal, uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og bindingu CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar. Vistferilsgreiningin var unnin á frumhönnunarstigi og því voru undanskildir annars vegar þeir þættir sem eiga sér stað erlendis, þ.e. föngun CO2 frá iðnaði ásamt vökvagerð þess, og hins vegar uppbygging hafnarsvæðis í Straumsvík. Unnið er að því að bæta þessum þáttum við og vænta má uppfærslu í haust. Yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar var heildarlosun metin 4.000.000 tonn CO2 en binding var metin 76.000.000 tonn CO2. Með öðrum orðum, þá var bindingin metin tæplega tuttugufalt meiri en losunin. Heildarniðurstaða vistferilsgreiningarinnar er því nettó samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda upp á 72.000.000 tonn CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar, eða 2.400.000 tonn CO2 á ári að meðaltali. Til að setja þessar tölur í samhengi þá er árleg samfélagslosun Íslands (losun vegna vegakerfis, landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu, úrgangs, efnanotkunar og smærri iðnaðar) um 2.770.000 tonn CO2 á ári. Bindingin sem Coda Terminal skilar árlega (2.400.00 tonn CO2 á ári) samsvarar því að núlla út 87% af samfélagslosun Íslands. Nýútgefin aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum á að skila 35-45% samdrætti í samfélagslosun og því mætti segja að Coda Terminal skili meiri árangri heldur en allar aðgerðir áætlunarinnar til samans. Ef við skoðum bæði samfélagslosun og viðskiptakerfi ESB (losun frá stóriðju) yfir næstu þrjátíu árin þá er uppsöfnuð losun Íslands um 110.000.000 tonn CO2 skv. framreikningum Umhverfisstofnunar fyrir óbreytta sviðsmynd. Bindingin sem Coda Terminal skilar yfir líftíma stöðvarinnar (72.000.000 tonn CO2) samsvarar 65% af uppsafnaðri losun Íslands á sama tímabili. Loftslagsávinningur Coda Terminal er því gífurlegur. Coda Terminal mun taka við CO2 losun frá iðnaði þar sem önnur tækni til að draga úr losun er ekki fyrir hendi eða skammt á veg komin. Fyrir vissan iðnað er föngun og binding CO2 eina raunhæfa lausnin á næstu árum og áratugum, t.d. fyrir framleiðslu sements og málma. Carbfix tæknin hefur verið sannreynd á Hellisheiði og niðurstöður fjölda vísindagreina sýna að bindingin er varanleg. Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og það skiptir ekki máli fyrir loftslagið hvar losun eða binding á sér stað. Við þurfum á öllum lausnum að halda í baráttunni við loftslagsvána og sérstaklega þeim sem skila jafn miklum árangri og Coda Terminal. Höfurndur er umhverfisverkfræðingur og annar höfunda vistferilsgreiningar fyrir Coda Terminal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
EFLA verkfræðistofa tók að sér að vinna vistferilsgreiningu á fyrstu stigum hönnunar fyrir Coda Terminal verkefnið. Vistferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar yfir hluta eða alla virðiskeðju framkvæmdarinnar. Umfang þessarar vistferilsgreiningar náði yfir sjóflutninga á milli landa til og frá Coda Terminal, uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og bindingu CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar. Vistferilsgreiningin var unnin á frumhönnunarstigi og því voru undanskildir annars vegar þeir þættir sem eiga sér stað erlendis, þ.e. föngun CO2 frá iðnaði ásamt vökvagerð þess, og hins vegar uppbygging hafnarsvæðis í Straumsvík. Unnið er að því að bæta þessum þáttum við og vænta má uppfærslu í haust. Yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar var heildarlosun metin 4.000.000 tonn CO2 en binding var metin 76.000.000 tonn CO2. Með öðrum orðum, þá var bindingin metin tæplega tuttugufalt meiri en losunin. Heildarniðurstaða vistferilsgreiningarinnar er því nettó samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda upp á 72.000.000 tonn CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar, eða 2.400.000 tonn CO2 á ári að meðaltali. Til að setja þessar tölur í samhengi þá er árleg samfélagslosun Íslands (losun vegna vegakerfis, landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu, úrgangs, efnanotkunar og smærri iðnaðar) um 2.770.000 tonn CO2 á ári. Bindingin sem Coda Terminal skilar árlega (2.400.00 tonn CO2 á ári) samsvarar því að núlla út 87% af samfélagslosun Íslands. Nýútgefin aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum á að skila 35-45% samdrætti í samfélagslosun og því mætti segja að Coda Terminal skili meiri árangri heldur en allar aðgerðir áætlunarinnar til samans. Ef við skoðum bæði samfélagslosun og viðskiptakerfi ESB (losun frá stóriðju) yfir næstu þrjátíu árin þá er uppsöfnuð losun Íslands um 110.000.000 tonn CO2 skv. framreikningum Umhverfisstofnunar fyrir óbreytta sviðsmynd. Bindingin sem Coda Terminal skilar yfir líftíma stöðvarinnar (72.000.000 tonn CO2) samsvarar 65% af uppsafnaðri losun Íslands á sama tímabili. Loftslagsávinningur Coda Terminal er því gífurlegur. Coda Terminal mun taka við CO2 losun frá iðnaði þar sem önnur tækni til að draga úr losun er ekki fyrir hendi eða skammt á veg komin. Fyrir vissan iðnað er föngun og binding CO2 eina raunhæfa lausnin á næstu árum og áratugum, t.d. fyrir framleiðslu sements og málma. Carbfix tæknin hefur verið sannreynd á Hellisheiði og niðurstöður fjölda vísindagreina sýna að bindingin er varanleg. Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og það skiptir ekki máli fyrir loftslagið hvar losun eða binding á sér stað. Við þurfum á öllum lausnum að halda í baráttunni við loftslagsvána og sérstaklega þeim sem skila jafn miklum árangri og Coda Terminal. Höfurndur er umhverfisverkfræðingur og annar höfunda vistferilsgreiningar fyrir Coda Terminal.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun