Heimsleikarnir gætu byrjað klukkan sex um morguninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2024 09:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir gat ekki tekið þátt í tímabilinu í ár vegna bakmeiðsla en hún heimsótti á dögunum fyrrum æfingafélaga sinn Cole Sager sem var að undirbúa sig fyrir heimsleikana ásamt fleirum. @katrintanja Það styttist í heimsleikana í CrossFit sem að þessu sinni fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Fyrsti keppnisdagurinn í ár er fimmtudaginn 8. ágúst og það er þegar búið að tilkynna um fyrstu greinina. Hún mun snúast um sund og útihlaup eins og við höfum séð áður. Keppendur munu hlaupa í kringum Marine Creek vatnið og synda einnig í vatninu. Þetta verður líklegast hópstart og því mikið fjör. Fer fram rétt hjá Dallas Marine Creek Lake er rétt fyrir utan Forth Wort sem er hluti stórborgarsvæði Dallas-Fort Worth-Arlington og er fjórða stærsta stórborgarsvæði Bandaríkjanna. Það sem er nýtt í ár er keppnistíminn. CrossFit fólkið þekkir það vissulega að þurfa að byrja daginn snemma en þá kannski að vakna klukkan sjö en ekki byrja að keppa klukkan sjö. Nú verður hins vegar breyting á þessu og keppendur þurfa væntanlega að vakna og borða morgunmatinn sinn um miðja nótt. „Við munum byrja klukkan sjö um morguninn, þannig mjög snemma um morguninn,“ sagði Dave Castro íþróttastjóri leikanna í spjalli við The Barbell Spin eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar sem heimsleikarnir fara nú fram mun sunnar á hnettinum en í Madison þá gæti orðið mjög heitt á þessum tíma. Það kallar á það að byrja keppnina mjög snemma. Gæti flýtt keppni frá sjö til sex „Í vikunni fyrir leikana þá munum við prófa þessa fyrstu grein klukkan sjö um morguninn til að sjá hvernig þetta kemur út hvað varðar hitann og annað slíkt. Ef að það verður of heitt á þeim tíma þá þurfum við bara að byrja keppnina klukkan sex,“ sagði Castro. „Við munum byrja keppnina þennan morgunn það er bara spurning um klukkan hvað,“ sagði Castro. Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini frá Íslandi sem keppir á heimsleikum fullorðinna í ár en keppni í aldursflokkum og fötlunarflokkum er nú haldið sér. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Fyrsti keppnisdagurinn í ár er fimmtudaginn 8. ágúst og það er þegar búið að tilkynna um fyrstu greinina. Hún mun snúast um sund og útihlaup eins og við höfum séð áður. Keppendur munu hlaupa í kringum Marine Creek vatnið og synda einnig í vatninu. Þetta verður líklegast hópstart og því mikið fjör. Fer fram rétt hjá Dallas Marine Creek Lake er rétt fyrir utan Forth Wort sem er hluti stórborgarsvæði Dallas-Fort Worth-Arlington og er fjórða stærsta stórborgarsvæði Bandaríkjanna. Það sem er nýtt í ár er keppnistíminn. CrossFit fólkið þekkir það vissulega að þurfa að byrja daginn snemma en þá kannski að vakna klukkan sjö en ekki byrja að keppa klukkan sjö. Nú verður hins vegar breyting á þessu og keppendur þurfa væntanlega að vakna og borða morgunmatinn sinn um miðja nótt. „Við munum byrja klukkan sjö um morguninn, þannig mjög snemma um morguninn,“ sagði Dave Castro íþróttastjóri leikanna í spjalli við The Barbell Spin eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar sem heimsleikarnir fara nú fram mun sunnar á hnettinum en í Madison þá gæti orðið mjög heitt á þessum tíma. Það kallar á það að byrja keppnina mjög snemma. Gæti flýtt keppni frá sjö til sex „Í vikunni fyrir leikana þá munum við prófa þessa fyrstu grein klukkan sjö um morguninn til að sjá hvernig þetta kemur út hvað varðar hitann og annað slíkt. Ef að það verður of heitt á þeim tíma þá þurfum við bara að byrja keppnina klukkan sex,“ sagði Castro. „Við munum byrja keppnina þennan morgunn það er bara spurning um klukkan hvað,“ sagði Castro. Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini frá Íslandi sem keppir á heimsleikum fullorðinna í ár en keppni í aldursflokkum og fötlunarflokkum er nú haldið sér. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin)
CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira