Bílaleigubíllinn var leigður af breskum ríkisborgara á Kastrup í Kaupmannahöfn og ekið yfir til Svíþjóðar. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins hefur staðfest að unnið sé að stuðningi við fjölskyldur tveggja Breta sem er saknað í Svíþjóð.
Lögregluyfirvöld í Svíþjóð hafa auglýst eftir einstaklingum sem sáu mögulega bifreiðina en um er að ræða svarta Toyota RAV4 bifreið, skráða í Danmörku. Þau hafa ekki viljað tjá sig um það hvort morðin tengjast mögulega átökum gengja, sem hafa færst verulega í vöxt á síðustu árum.